Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 2

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 2
Lengi vel hefur umræða um skólastarf að stórum hluta snúist um kennaraskort og áhyggjur manna af að illa gangi að manna skólana hæfum kennurum. Mjög oft hef- ur sökinni verið skellt á léleg laun og þau talin helsta ástæða þess að kennaramennt- að fólk skili sér ekki til kennslustarfa. Minna hefur borið á umræðu um annan mikil- vægan áhrifavald og ef til vill þann sem mestu veldur um að mjög margir nýliðar hverfa til annarra starfa strax eftir 1- 2 ár í kennslu. Hér á ég við starfsumhverfi kennara og líðan á vinnustað. Kennarastarfinu fylgir mikið álag og því skal engan undra þótt kennarar fari að jafnaði þrem árum fyrr á eftirlaun en aðrir opinberir starfsmenn. Einkenni kulnunar í starfi eru einnig algengari hjá þeim stéttum er vinna umönnunarstörf en í öðrum starfsgreinum. Vanlíðun á vinnustað getur birst í ýmsum myndum þótt sennilega séu fjarvistir og veikindaforföll eitt gleggsta merkið. Þó að sérhverjum launagreiðanda hljóti að vera kappsmál að starfsmönnum hans líði vel í vinnunni, séu ánægðir og vel að þeim búið, verður ekki séð að rekstraraðilar skólanna leggi mikið upp úr slíku. Þvert á móti virðast þeir fyrst og síðast hugsa um að ná sem mestri vinnu út úr hverjum og einum og helst meiri vinnu en þeir eru tilbúnir að greiða fyrir. Þannig getur þetta ekki gengið endalaust og því þurfum við að spyrna við fótum og fara að huga að því hvernig hægt sé að bæta starfsumhverfi kennara og líðan þeirra í starfi þannig að þema 2. þings Kennarasambands Íslands „Kennsla, aðlaðandi ævistarf“ verði raun- hæfur veruleiki. Til að svo megi verða þurfa kennarar að eiga aðgang að öflugri ráð- gjöf og handleiðslu því að ein af orsökum vanlíðunar þeirra í starfi er hve miklir einyrkjar þeir eru. Þá þarf einnig að huga vel að samskiptum manna á vinnustað. Fyrir nokkrum árum gerði Danmarks Lærerforening könnun á orsökum vanlíðunar kennara í starfi og hóf í kjölfar hennar ráðgjafarþjónustu við félagsmenn sína. Könnunin leiddi í ljós að 70% af vanlíðun danskra kennara mátti rekja beint til vinnustaðarins og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Hins vegar vekur athygli hve lítill hluti vanlíðunar dönsku kennaranna tengist nemendum og foreldrum en stór hluti stjórnendum og samkennurum. Þó að engin sambærileg könnun hafi verið gerð hérlendis (þó eru til rannsóknir á kulnun í starfi) er engin ástæða til að ætla annað en svipað sé uppi á teningnum hér. Mikill mannauður er fólginn í þeim stóra hópi fólks er sinnir kennslu í skólum landsins. Það hlýtur að vera keppikefli okkar allra að sá mannauður nýtist sem best ungdómi þessa lands til heilla. Einn liður í því er að stuðla að því að sem flestir þeirra sem hefja kennslu ílengist í starfi og þá skiptir miklu að vinnustaðurinn sé að- laðandi og mönnum líði vel í vinnunni. Það kallar á aðgerðir sem miða að því að veita stuðning og vinna gegn þáttum sem valda vanlíðun og oft ótímabæru brott- hvarfi úr starfi. Einelti meðal starfmanna skólanna hefur lítið verið til umræðu en sífellt fleiri slík mál koma upp á borðið hjá starfsmönnum aðildarfélaga Kennara- sambandsins. Til að bregðast við því og stuðla að úrbótum hefur Félag grunnskóla- kennara skipulagt námskeið um einelti á vinnustað fyrir trúnaðarmenn í grunnskól- um nú í haust. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að trúnaðarmenn verði færir um að koma af stað umræðu um þessi mál, hvernig megi koma í veg fyrir einelti á vinnustöðum félagsmanna og geti veitt liðsinni við að leysa slík mál. Námskeið sem þetta mun þó ekki eitt og sér verða ein allsherjar lækning. Hér þarf miklu meira til. Við þurfum að horfa til framtíðar og sameinast um aðgerðir til að gera skólana að aðlaðandi vinnustað og kennslu eftirsóknarvert ævistarf. Finnbogi Sigurðsson Formannspist i l l 3 Aðgerðir gegn vanlíðun

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.