Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 5

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 5
Ges task r i f6 og tækifæri en sjálf framkvæmdin verður að koma frá einstakling- unum sjálfum. Íslenskir kennarar hafa sýnt það síðustu árin að þeir eru orðnir alþjóðlegri en áður og mjög margir hafa nýtt þau tæki- færi sem bjóðast til að viðhalda menntun sinni og bæta við sig. Jafnframt eru þeir orðnir alþjóðlegir í þeim skilningi að þeir standa starfsbræðrum sínum erlendis fyllilega jafnfætis - og stundum framar. Alþjóðlegri skólar? Ekki má gleyma áhrifum af heimsóknum Evrópubúa til Íslands. Fyrst eftir að Íslendingar fengu aðild að samstarfsáætlunum var takmörkuð sókn til Íslands en sú þróun hefur snúist við. Nú er til dæmis komið á jafnvægi varðandi Erasmus nemendur hjá Háskóla Íslands - jafn margir skiptinemar koma til skólans og nemendurnir sem fara. Því til viðbótar fjölgar öðrum erlendum nemendum ört og eru nú fleiri en skiptinemarnir. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða áhrif þetta hafi á skólastarfið. Til að gera kleift að taka á móti erlendum nemendum þarf háskólinn nú að bjóða upp á námskeið á öðrum tungumálum en íslensku því að ekki er hægt að gera þá kröfu til þeirra sem einungis koma í eitt misseri að þeir læri málið. Hvaða áhrif hefur það á háskóla að bjóða upp á hluta af náminu á ensku? Það er auðvelt að afgreiða spurning- una með því að segja að skól- inn verði alþjóðlegri - en er ekki eðlilegt að íslenskt skólafólk spyrji sig hvað slíkt felur raunverulega í sér? Þetta á ekki bara við um há- skólastigið því að alþjóða- væðingin hefur færst neðar í skólakerfið. Nær allir fram- haldsskólar á Íslandi hafa tekið þátt í einhverri af þeim samstarfsáætlunum sem Ís- land á aðild að og það sama gildir um allmarga grunn- skóla. Hjá sumum fram- haldsskólum er þetta orðið fastur þáttur í skólastarfinu og hluti af því sem þeir skólar telja sér til tekna í samkeppni um nemendur. „Vits er þörf, þeim er víða ratar, dælt er heima hvað“ segir í Hávamálum. Í því samhengi má spyrja sig tveggja spurninga: Leggja íslenskir skólar nemendum sínum til það vit sem þeir þurfa til að rata víða? Meta skólarnir að verðleikum (og í einingum) þá reynslu sem ungt fólk aflar sér annars staðar en á Íslandi? Útrás íslenskra nemenda og árangur þeirra erlendis bendir til að margir fari vel búnir að heiman. Innrás erlendra nemenda og íslenskra með reynslu erlendis frá inn í íslenska skóla er hins vegar nýrri af nálinni og kallar á talsverða aðlögun. Evrópskt mennta- og vísindasvæði? Nú eru uppi hugmyndir um „evrópskt vísindasvæði“ sem íslensk stjórnvöld hafa tekið vel. Hugmyndin er ekki ósvipuð því sem býr að baki evrópska efnahagssvæðinu þar sem kjarninn er frjálst flæði fólks og fjármuna, nema á „evrópska vísindasvæðinu“ er það frjálst flæði vísindamanna og rannsóknarfjármagns sem rætt er um. Hér er ekki um alþjóðlegan samning að ræða heldur stefnumótandi pólitíska hugmynd sem gengur út á nánari samvinnu og samruna á ákveðnu sviði. Bakgrunnurinn er efnahagslegur: Það er pólitískur vilji til að gera Evrópu að samkeppnishæfasta þekkingarsamfélagi veraldarinnar árið 2010. Leiðtogar Evrópu eru sammála um að til að ná þeim árangri þurfi að efla rannsóknir og þróun - og alveg sérstaklega að byggja þurfi upp mannafla á þessu sviði. Hér er ekki bara um orðin tóm að ræða heldur verður umtalsverðum hluta af fjármagni næstu rannsóknaáætlunar varið til þess á næstu fjórum árum að styrkja þessa hugmynd í sessi. Þrátt fyrir að umfang rann- sóknaáætlunarinnar sé aðeins um 5% af opinberu fjármagni til rannsókna- og þróunarstarfa í álfunni er samt um nærri 1.500 milljarða króna að ræða. Þetta er umtalsvert fjármagn sem mun hafa áhrif á hvernig evrópskt vísindasamfélag þróast á næstu árum. Á sviði menntamála hafa lengi verið uppi svipaðar hugmyndir um „evrópskt menntasvæði“. Að baki býr sama pólitíska markmið- ið, að gera Evrópu að sam- keppnihæfasta þekkingar- samfélagi heimins. Í slíku samfélagi hlýtur menntun að vera þungamiðjan. Pólitískt vægi menntunar hefur þannig aukist mjög á síðustu árum. Mikilvægt skref í átt til samræmingar var raunar stig- ið árið 1999 þegar svokölluð „Bologna yfirlýsing“ var undirrituð, m.a. af Íslandi. Hún felur í sér raunverulegar skuldbindingar um samræm- ingu og samstarf á háskóla- stigi. Hvert hlutverk evrópskrar samvinnu á að vera í því að efla og bæta menntun í álf- unni verður víða rætt á næstu árum og þarf íslenskt menntasamfélag að koma að þeirri umræðu. Sú leið sem stefnt er að snýst um bestu viðmið fremur en að vera með tilskipanir eða miðlæg- an evrópskan sannleik. Í því felst að leitast er við að draga fram það sem vel hefur verið gert og draga af því lærdóm sem getur nýst í ólíkum aðstæðum og mörgum löndum. Í því felst líka að auka enn flæði af fólki sem þó hefur ver- ið ærið sem sjá má af því að haustið 2002 verður veitt viðurkenning milljónasta Erasmus skiptinemanum. Í þeim fríða hópi eru yfir eitt þúsund íslensk ungmenni! Eftir tíu ára starf á vettvangi evrópskrar samvinnu er ég bæði ánægður með þann góða árangur sem náðst hefur og bjartsýnn á framhaldið. Það er full ástæða til að trúa að Íslendingum eigi áfram eftir að ganga vel í evrópsku samstarfi. Sambland af frumkvæði og útþrá bæði nemenda og kennara mun sjá til þess. Ágúst H. Ingþórsson Höfundur hefur í tíu ár verið virkur í þátttöku Íslands í evrópsku samstarfi sem verkefnisstjóri, forstöðumaður landsskrifstofu Leonardó og stjórnarnefndarfulltrúi í rannsóknaáætlunum ESB. Hann er nú starfsmaður menntamálaráðuneytisins við sendiráð Íslands í Brussel. Íslenskir kennarar hafa sýnt það síðustu árin að þeir eru orðnir alþjóðlegri en áður og mjög margir hafa nýtt þau tækifæri sem bjóðast til að viðhalda menntun sinni og bæta við sig. Jafnframt eru þeir orðnir alþjóðlegir í þeim skilningi að þeir standa starfsbræðrum sínum erlendis fyllilega jafnfætis - og stundum framar.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.