Skólavarðan - 01.10.2002, Side 8

Skólavarðan - 01.10.2002, Side 8
Raddir í heimsþorpinu Þátttaka í móti ISME í Bergen 11. - 16. ágúst 2002 - Sigursveinn Magnússon skrifar um þingið Þetta var fyrsta þátttaka mín í móti ISME, svo oft sem ég hafði heyrt talað um það fyrirbrigði í viðræð- um manna á milli, og því var ég nokkuð forvitinn um hvað í vænd- um væri. Veður var hlýtt, skýjað en sólarlaust er við stigum út úr flugstöðinni og litum í kringum okkur. Það er tign yfir náttúrufari staðarins, ekið í faðmi fjalla inn í miðbæinn þar sem mótið var haldið. Bæjarfjallið (Fløjen) gnæfir yfir bænum, efst á því útsýnisstaður. Þangað skyldi farið ef stund gæfist frá mótshaldinu. Bergen var heimili Edvards Grieg og Har- alds Sæverud og hér er haldin ein af þekkt- ustu listahátíðum í heimi. Það liggur því beint við að álykta að hér hljóti að vera ákjósanleg aðstaða til að taka á móti stórum hópum af fróðleiksþyrstu tónlistarfólki. Það rigndi þegar mannskapurinn raðaði sér upp í anddyri Grieg-hallarinnar, fólk af ýmsum þjóðernum komið til að sækja þingið, sumt um langan veg, fékk skjöl sín og nafnspjöld. Uppi á efri hæð hljómaði létt tónlist og tíndust gestir upp jafnóðum og þeir fengu skjölin sín og sökktu sér ofan í dagskrá næstu daga. Af mörgu var að taka og mun valið hafa vafist fyrir mörgum, enda lýsing á hverjum fyrirlestri eða umræðuhópi nokkuð ágripskennd. Reyndi þar á hæfileika hvers og eins að lesa milli línanna hvort um áhugavert efni væri að ræða. Pólitískar ofsóknir Kjörorð mótsins var „Samspel“ og var þar vísað til orðsins í sinni víðtækustu mynd, samspils lista og menningarstrauma því að allar raddirnar í heimsþorpinu skulu eiga rétt á að fá að hljóma. Á upphafshátíð- inni sem fram fór í Grieg-tónlistarhúsinu sveif andi menningarlegrar fjölbreytni yfir vötnunum í veglegri dagskrá tónlistar og ræðuhalda. Aðalræðuna flutti Bergljót Jónsdóttir og var hugvekja hennar um hlutverk og stöðu tónlistar og tónlistarfólks um allan heim athyglisverð. Hún talaði af reynslu sem kennari og stjórnandi lista- stofnana, en hún er og hefur um nokkurra ára skeið verið framkvæmdastjóri listahá- tíðarinnar í Bergen. Í ræðu hennar kom m.a. fram að í framkvæmdastjórastarfinu hefur hún margoft rekið sig á það hvernig listamenn, jafnvel í löndum í okkar heims- hluta, eru ofsóttir af pólitískum öflum sem reyna að ófrægja persónur þeirra, einangra þá og útskúfa. Vitundin um tilvist slíkra afla er dapurleg en vekur jafnframt til um- hugsunar um mátt listarinnar. Er það ekki lífsmark í heimi vaxandi stríðsógnunar og misréttis að listamenn, sem alla jafna vinna að því að spegla samfélag sitt, skuli ná að skjóta valdhöfum slíkan skelk í bringu? Hið þjóðlega er einnig alþjóðlegt Á þessu ISME móti var þáttur fræðslu og rannsókna stærstur. Flutt voru erindi og kynningar um flest það sem viðkemur tónlist og tónlistarkennslu. Ekki voru tök á að fylgj- ast með nema litlum hluta þess sem í boði var en hver og einn gerði sitt besta og valdi m.t.t. áhugamála sinna. Val undirritaðs litað- ist af áhuga á sérstöðu menningarstrauma, tónlist minnihlutahópa og þróun tónlistar- kennslu og stöðu hennar í heimi sem breytist ört. Það var forvitnilegt að verða vitni að þeirri umræðu sem þarna fór fram um stöðu tónlistar og tónlistarmenntunar og enn einu sinni sannfærðist ég um að hið þjóðlega er einnig alþjóðlegt er tónlist minnihlutahópa var skipað í öndvegi, en hingað til hefur tón- listarflutningur af því tagi helst verið settur til hliðar og litinn hornauga. Varð mér hugs- að til kvæðamanna okkar sem nú sækja í sig veðrið og allrar þeirrar vinnu sem framund- an er við að rannsaka þjóðlögin og auka þekkingu á því sviði. Auk fræðslu- og rannsóknarhlutverksins er ISME mótið einnig nokkuð viðamikil tónlistarhátíð. Heimamenn voru fyrirferð- armiklir og tefldu fram sínu besta liði, þ.á.m. Fílharmóníuhljómsveitinni og Sin- fóníuhljómsveit æskunnar ásamt frábærum einleikurum og söngvurum, en ég tel joik- ana með þeim síðastnefndu. Hrífandi er að hlýða á þá iðka þessa fornu sönglist. Ekki síður lét tónlist staðartónskáldsins, Edvards Grieg, vel í eyrum þarna í átthögunum. Og nú má heldur ekki gleyma áhrifamiklum og óvenju frumlegum kórsöng á tónleikum í Grieg-höllinni og í Krosskirkjunni. Ísland og Finnland standa sér Á ISME þingum hittast tónlistarkennar- ar hvaðanæva úr heiminum. Þótt einhver blöndun verði þvert á landamæri og þjóð- erni býður mér í grun að hópar frá hverju landi haldi mikið saman. Norræn starfs- systkini okkar standa okkur ávallt nærri og var áhugavert að heyra yfirlit um þróunina á Norðurlöndum er fulltrúar þeirra fluttu yfirlit um stöðu tónlistarkennslu í sínu landi. Mér sýnist að Ísland og Finnland standi nokkuð sér í þessari þróun. Þar er staðið að tónlistarkennslu með hefðbundn- ari og yfirvegaðri hætti en þekkist í Dan- mörk, Noregi og Svíþjóð þar sem kennsla er ekki eins skipulögð og markviss og minni tími til ráðstöfunar handa hverjum og einum. Áhyggjuefni er þróunin í Dan- mörku þar sem stefnubreyting hefur orðið. Kom m.a. fram að danska tónlistarráðið hefur verið lagt niður, en það hafði með höndum skiptingu fjármagns af fjárlögum og faglega ráðgjöf til tónlistarskólanna. Forvitnilegt verður að fylgjast með hverju fram vindur í landi okkar gamla konungs. Þó að ISME hafi á sér alþjóðlegan svip er þjóðafjölskyldumyndin of gloppótt til að mót á borð við þetta standi fullkomlega undir nafni. Fyrirlesarar voru flestir frá hinum enskumælandi heimi en stórar þjóð- ir sem maður hefur gjarnan tengt við menningu og listir voru þarna lítt sjáanleg- ar. Hver skyldi vera skýringin á þessu? Tónl istarþ ing 10 Sigursveinn Magnússon þurfti eins og þingheimur allur að velja úr miklum fjölda viðburða á þing- inu. "Val mitt litaðist af áhuga á sérstöðu menningarstrauma, tónlist minnihlutahópa og þróun tónlistarkennslu og stöðu hennar í heimi sem breytist ört. Það var forvitnilegt að verða vitni að þeirri umræðu sem þarna fór fram um stöðu tónlistar og tónlistarmenntunar og enn einu sinni sannfærðist ég um að hið þjóðlega er einnig alþjóðlegt er tónlist minnihlutahópa var skipað í önd- vegi, en hingað til hefur tónlistarflutningur af því tagi helst verið settur til hliðar og litinn horn- auga. Varð mér hugsað til kvæðamanna okkar sem nú sækja í sig veðrið og allrar þeirrar vinnu sem framundan er við að rannsaka þjóðlögin og auka þekkingu á því sviði."

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.