Skólavarðan - 01.10.2002, Side 9

Skólavarðan - 01.10.2002, Side 9
Mót samtakanna munu einnig hafa verið fjölsótt fyrr á árum, með allt að 6000 gesti, en í Bergen var hópurinn mun fámennari. Að sögn þeirra sem til þekkja hófst hnign- un samtakanna með hruni Austur-Evrópu en mikið munaði um þátttöku þeirra landa. Einnig hefur verið nefnt sem orsök fyrir fá- menni að þátttaka sé of kostnaðarsöm en það gerir þeim erfitt fyrir sem minni efni hafa. Sem dæmi má nefna að farmiði eins af Afríkufulltrúunum mun hafa kostað hann fjögurra mánaða laun og má nærri geta að þar er að finna skýringu á því hversu fámennir Afríkubúar voru á mótinu. Þessi þróun er óneitanlega áhyggjuefni. Það eykur þó bjartsýni að Spánverjar eru komnir vel af stað með að skipuleggja næsta mót. Í kynningarbás þeirra mátti fá veggspjöld og upplýsingar um mótið sem verður á Kanaríeyjum í júlí eftir tvö ár. Umræðan um milljarðana og túrista- vætt bæjarfjall Á ISME móti verður til suðupottur alls sem viðkemur tónlistarkennslu. Þar geta kennarar nestað sig fyrir starf sitt, fengið hugmyndir, komið á framfæri rannsóknum sínum og athugunum og komist í tengsl við starfsbræður sína víða að úr heiminum. Þegar upp er staðið er ég ekki í vafa um að þeir sem starfa að tónlistarkennslu eiga þangað fullt erindi. Gefa verður Norð- mönnum prik fyrir gott skipulag og frábært framlag til mótsins. Ekki er hægt annað en að viðurkenna að aðstaða í Bergen er ákjós- anleg, fullkomið tónlistarhús með ótal funda- og æfingasölum og Tónlistarháskól- inn í túnfætinum. Þessa aðstöðu nýttu skipuleggjendur sér með góðum árangri. Okkur verður ósjálfrátt hugsað hingað heim þar sem þessa dagana ríkir þögn um öll byggingaráform. Í umræðunni um milljarðana sem skipta um hendur vegna kaupa og sölu fyrirtækja úti í heimi fer lítið fyrir blessuðu tónlistarhúsinu fyrirheitna, kannski er það svo lítið í samanburði við loftkastala hinna nýríku að það tekur því ekki einu sinni að nefna það. Bergen er að mörgu leyti ákaflega heill- andi staður. Gaman er að rölta um hafnar- svæðið þar sem gömul timburpakkhús Hansakaupmanna vitna enn um fornt verslunarveldi. Í þröngum húsasundum er hægt að hlýða á nið aldanna og snæða dýr- indis máltíðir. Á Fiskitorginu er iðandi líf þar sem bragða má á ljúffengum réttum, fá sér í soðið eða verða um stund hluti af þessu rótgróna mannlífi. Allt lokkar þetta til sín ferðamenn í leit að rómantískri stemningu, einhverju sem frábrugðið er hraðbrautarmenningu nútímans. Bergen- búar hafa einnig túristavætt bæjarfjallið með góðum árangri. Þar gefst mönnum kostur á að taka sér ferð með kláfi, eftir átta mínútur er stigið út og við blasir stóra Bergensvæðið úr 330 m hæð. Hvernig væri nú að stíga skrefið til fulls og skapa öllum, ungum og öldnum, tækifæri til að upplifa útsýnið af Þverfellshorninu yfir kaffibolla eða góðum kvöldverði? Sigursveinn Magnússon Spornar gegn nesja- mennsku Þórir Þórisson tónlistarkennari og fræði- maður hvetur íslenska tónlistarkennara til að sækja þing og ráðstefnur ISME Hvað fá tónlistarkennarar út úr því að sækja ISME ráðstefnur? „Það er auðvitað dálítið breytilegt eftir einstaklingum eftir hverju þeir eru að slægjast, en í meginatriðum bjóða ISME þingin upp á þrenns konar tækifæri: (1) Að kynnast nýbreytni og þróun í tónlistar- fræðslu víðsvegar í heiminum. Slíkar kynn- ingar fara oft fram í formi stuttra nám- skeiða. (2) Að fara með kóra og nemenda- hljómsveitir sem koma fram á röð tónleika samhliða þinginu. Kynni milli stjórnenda á ISME þingum hafa oft leitt til samskipta og heimsókna milli nemendahópa. Egill Friðleifsson og Öldutúnskórinn eru gott dæmi um slíkt. (3) Að kynna niðurstöður eigin rannsókna eða þróunarvinnu. Ég vil hvetja sem flesta íslenska tónlistar- kennara til að sækja ráðstefnur og námskeið erlendis. Það spornar gegn nesjamennsku sem er alltaf töluvert áberandi í litlum sam- félögum eins og okkar. Ég á við þá tilhneig- ingu að telja sig hafa fundið hina einu réttu lausn á öllum vanda og hafa ekkert af öðr- um að læra. Að sjálfsögðu er mikið framboð af endurmenntunarnámskeiðum fyrir tón- listarkennara erlendis á hverju ári - bæði góðum og slæmum. ISME þingin hafa þann kost að þar er valið það besta úr miklum fjölda verkefna sem boðin eru fram.“ ISME heldur margar ráðstefnur Að sögn Þóris heldur ISME eina aðal- ráðstefnu, annað hvert ár, sem nú fór fram í Bergen. „Vikuna á undan aðalráðstefn- unni eru hins vegar haldnar sjö minni ráð- stefnur í nálægum borgum um afmörkuð viðfangsefni, til dæmis um rannsóknir í tónlistarfræðslu, tónlist áhugamanna, tón- listaruppeldi ungbarna, kennaramenntun í tónlist o.s.frv. Sjálfur sótti ég og kynnti verkefni á rannsóknaráðstefnunni sem að þessu sinni fór fram í boði Gautaborgarhá- skóla. Ég taldi mig læra mikið af öðrum sem þar kynntu niðurstöður sínar. Að ganga í ISME Til að fá hámarksþjónustu frá ISME þurfa menn að ganga í samtökin sem ein- staklingar. Það er bæði auðvelt og tiltölu- lega ódýrt. Fólk borgar þá lægri ráðstefnu- gjöld, fær fréttabréf, tímarit, afslátt af út- gefnu efni o.s.frv. Hægt er að nota heima- síðu samtakanna www.isme.org til að ganga í þau. Einnig má nálgast sérstök umsóknar- eyðublöð á skrifstofu FT.“ keg Tónl istarþ ing 11 Í sól og sumaryl 2004 26. tvíæringur ISME verður haldinn á Tenerife og geta þeir sem vilja farið að láta sig hlakka til. Viljum við í því sambandi minna á starfsmenntunarsjóð tónlistarkennara. Á tvíæringnum í Bergen kynnti Þórir Þórisson á veggspjöldum rannsókn sína og Sigurgríms Skúla- sonar um hljóðfæranám sem hluta af samfelldum skóladegi og í Gautaborg - á einni af tengiráðstef- nunum sem haldnar voru á undan þinginu - hélt hann erindi um rannsókn sína á læsi á stíl hljómsveitartónlistar. „ISME þingin hafa þann kost,“ segir Þórir, „að þar er valið það besta úr mik- lum fjölda verkefna sem boðin eru fram.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.