Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 11
Hvaða úrbætur - ef einhverjar - hafa verið gerðar á reiknilíkani framhalds- skóla og komið til framkvæmda á árinu 2002 og í hverju felast þær? Reglugerð um reiknilíkan fyrir skiptingu fjár til framhaldsskóla, sem sett er skv. 39. grein laga um rekstur framhaldsskóla, kveður á um reglulega endurskoðun reiknilíkans sem mælt er fyrir um í þessari lagagrein. Slík endurskoðun hefur staðið síðan síðla árs 2000 og er nú lokið í þeim skilningi að endurskoðað líkan hefur verið notað við undirbúning fjárlagafrumvarps 2003. Nokkrum þáttum sem staðið hafa fyrir utan reiknilíkanið fram til þessa er að hluta til frestað, svo sem vegna öldunga- deilda, heimavista og sérkennslu. Þeir verða sumir áfram utan reiknilíkansins. Í öðrum skilningi er slíkri endurskoðun aldrei lokið enda umhverfi skólanna og þeir sjálfir í stöðugri þróun. Einu breytingar sem gerðar voru á reiknilíkaninu vegna ársins 2002 voru á reglugerð um starfslið framhaldsskóla sem leiddu til um 200 millj. kr. aukningar á ári til millistjórnunar í framhaldsskólum. Framlög til viðhalds voru einnig hækkuð verulega en í báðum tilvikum var upphæð- inni skipt eftir stærð skóla og eðli starfsem- innar (vísitölu námsframboðs), samkvæmt reglum reiknilíkansins. Reiknilíkaninu er ætlað að skipta því fé sem fjárveitingavaldið ætlar skólunum. Það tryggir samræmda og kerfisbundna skipt- ingu með tilliti til starfsemi skóla og stærð- ar. Eina mismununin sem í því felst er já- kvæð gagnvart litlum skólum, starfsnámi og seinfærum nemendum. Er til umræðu í menntamálaráðuneyt- inu að breyta í einhverju þeim viðmið- um sem notuð eru í reiknilíkani til að skammta framhaldsskólum fé? Hver er tilgangur þeirra breytinga ef svo er? Endurskoðun reiknilíkansins kallar að sjálfsögðu á ítarlegar umræður um viðmið þess og rannsóknir á því hvernig þau hafa gefist í því meginmarkmiði að bæta skóla- starf um leið og leitað er eftir hagkvæmni og skilvirkni í meðferð fjármuna almenn- ings. Engum blandast heldur hugur um að íbúaþróun og byggðamál eru nátengd menntamálum og möguleikum fólks til þess að sjá börnum sínum og sjálfu sér fyrir góðri menntun. Viðmið sem ekki ganga út frá þessu eru lítils virði að mínum dómi og allra leiða er leitað til að finna jafnvægi í þessum efnum. Hefur menntamálaráðherra hugmyndir eða áætlanir um hvernig styrkja megi fram- haldsskóla til að bæði faglegt og kjaralegt umhverfi þeirra sé ásættanlegt, sbr. mark- miðskafla kjarasamnings framhaldsskólans og yfirlýsingu menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra í tengslum við gerð kjarasamninga? Meginmarkmið löggjafans og viðmið mín um sterka framhaldsskóla felast í þeirri víðtæku löggjöf sem sett hefur verið í tíð núverandi stjórnarflokka, þeim námskrám sem unnar hafa verið með góðri þátttöku kennarastéttarinnar og fjölmörgum öðrum nýmælum, tæknilegum og öðrum - þar á meðal nýjum gjörbreyttum kjarasamningi framhaldsskólakennara og reglugerðarsetn- ingu í því sambandi. Í öllum framhalds- skólum landsins fer þessi misserin fram víðtæk grunnvinna í sjálfsmati, markmiðs- setningum, skólanámskrárgerð, auk mikil- vægs gildismats og endurmats á störfum kennara og stjórnenda. Stuðlað hefur verið að aukinni endurmenntun og fjölgun námsorlofa, útgáfu námsefnis, tölvu- og netvæðingu og almennt er það skoðun mín að ekki hafi um langt skeið verið eins eftir- sóknarvert að gerast kennari og nú. Ég vil halda áfram þessari þróun og um leið standa vörð um hagsmuni dreifbýlisins og hinna smærri skóla sem víða eru lykilstofn- anir í byggðalegu tilliti. Kjarasamningar eru að sjálfsögðu á for- ræði fjármálaráðherra en þróun er nú í þá átt að skilja faglegt innra starf og skipulag skólastarfs frá kjarasamningum og kveða á um í reglugerðum aukið svigrúm aðila til þess að vinna að ásættanlegu faglegu um- hverfi kennara. Dugandi kennarastétt er drifkraftur allra skóla og ég hef fullan hug á að leggja mitt af mörkum til að styrkja það þróunarferli sem nú er í gangi. Hvernig telur menntamálaráðherra að skólameistarar fóti sig almennt í nýju umhverfi dreifstýrðra kjarasamninga (að hluta) og aukinnar ábyrgðar á rekstri, faglegri uppbyggingu innan hvers skóla og ábyrgðar á framkvæmd kjarasamn- inga, þ.m.t. starfs í samstarfsnefnd skv. kjarasamningi? Eins og ég hef sagt hér fyrr eru kjara- samningar, túlkun þeirra og framkvæmd, á forræði fjármálaráðherra. Ég hef þó að sjálfsögðu fylgst með framgangi mála. Ég fæ ekki betur séð en undantekningalítið eða undantekningalaust sé þegar orðinn veru- legur ávinningur af þessu fyrirkomulagi, m.a. í aukinni kostnaðarvitund. Þátttaka skólastjórnenda og kennara í umræðum um það hvernig fjárhagslegt svigrúm skóla verði aukið eða hagkvæmni gætt er orðinn sjálfsagður hlutur. Því er það ekki fyrst og fremst spurning um hvernig skólameistarar fóti sig heldur hvernig skólasamfélagið bregst við í þessu umhverfi. Farsældin mun felast í ábyrgðarkennd beggja aðila og ég er nokkuð bjartsýnn um árangurinn. keg Viðta l Framkvæmd kjarasamnings í fram- haldsskólum er að hluta til háð vel- vilja og áhuga þeirra sem halda um stjórnvölinn í menntamálum þjóðar- innar. Skólavarðan leitaði til Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra til að fá svör við nokkrum spurningum varðandi fjármögnun þessa skóla- stigs. Farsældin felst í ábyrgðarkennd beggja 13 „Engum blandast heldur hugur um að íbúaþróun og byggðamál eru nátengd menntamálum og möguleikum fólks til þess að sjá börnum sínum og sjálfu sér fyrir góðri menntun,“ segir Tómas Ingi Olrich. „Viðmið sem ekki ganga út frá þessu eru lítils virði að mínum dómi og allra leiða er leitað til að finna jafnvægi í þessum efnum.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.