Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 17

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 17
,,Hvað sagðirðu!“ amma leit upp úr handavinnunni sinni og gjóaði augunum á mig. ,,Smíðakennari amma mín, ég ætla mér að verða smíðakennari.“ Það varð smá þögn og síðan heyrðist: ,,Fara einhverjar stelpur í smíðar vina mín, er það ekki hættulegt? Ég hélt að þú ætlaðir að verða handavinnukennari.“ Amma náði ekki al- veg þessum umskiptum og hafði augsýni- lega einhverjar efasemdir um ákvarðanir barnabarnsins, enda þótti engin kona mannbær né menntuð til fullnustu á henn- ar yngri árum nema vera húsmæðraskóla- gengin með handavinnu upp á tíu. Karl faðir minn sem er bæði húsgagna- og húsasmiður skildi langanir dóttur sinnar betur. Hann hafði þó sínar áhyggjur af starfsvalinu enda séð ýmislegt fjúka af vél- unum annað en viðarafganga á 35 ára ferli. Honum varð litið á fingurna sem hann hafði fjárfest í svo tugum þúsunda skipti og sagði: ,,Passaðu nú bara píanóputtana í þessum vélum góða mín, andartaks að- gæsluleysi verður ekki aftur tekið.“ Ég full- vissaði föður minn um að ekkert kæmi fyrir mig og skráði mig úr textíldeild Kennara- háskóla Íslands. Stórkostleg vanræksla Í námi mínu við smíðadeild KHÍ gerðist þó ýmislegt, skólabróðir fékk gat á höfuðið þegar málmstykki sem hann var að pólera í smergel þeyttist á ógnarhraða úr höndum hans, ein óheppin fékk glerflís í augað í glervinnunni, enda uppfylla glerslípivélar deildarinnar því miður ekki allar þau skil- yrði að vera með hlíf. Góð vinkona mín lenti með fingurinn í hjólsög, hvort sem það hafði eitthvað með þá staðreynd að gera að engin tilskilin hlíf er á hjólsöginni eður ei. Öll þurftu þau á aðhlynningu að halda en þó fór betur en á horfðist. Ég stóð hins vegar við loforð mitt og komst stór- slysalaust frá námi en þó mátti litlu muna í rennibekk eitt sinn þegar tveggja kílóa við- arklumpur losnaði og þeyttist í áttina að mér. Að sjálfsögðu var þarna um andartaks aðgæsluleysi að ræða og mun ósjálfráða taugakerfið hafa forðað mér frá höfuð- áverkum - mér hefur þó verið meinilla við tækið síðan. Ég verð að segja að þrátt fyrir skemmti- legan tíma í Kennaraháskólanum er margt sem mér býr í brjósti varðandi smíða- kennsluna í heild þó að ég einbeiti mér nú eingöngu að öryggismálunum. Sem nýút- skrifaður smíðakennari og áhugamanneskja um slysavarnir get ég ekki látið hjá líða að koma aðeins inn á þá stórkostlegu van- rækslu í námi smíðakennara sem að mínu mati felst í þáttum er varða ör- yggismál og skyndihjálp. Við upphaf náms koma nemendur misvel undirbúnir, margir eiga það sameiginlegt að hafa ekki snert á verk- færum síðan í barnaskóla og aldrei komið nálægt vélum á borð við band- sög, afréttara eða hjólsög. Því hefði ég haldið að almenn umgengni og ör- yggisþættir ættu að vera undirstöðuat- riði í náminu fyrstu mánuðina og jafnvel þreytt próf í slíkri kunnáttu. Á þriðja misseri í námi er vissulega farið yfir umgengni við vélar en lítið fylgt eftir og næstu þrjú misserin er þetta hálfgert sjálfsnám. Nánast ekkert er komið inn á umræðu um hlífðargleraugu og eyrnahlífar, sjúkrakassi er meira en hálf- tómur og aldrei farið yfir staðsetningu eld- varnarbúnaðar, hvað þá rýmingaráætlun og neyðarútganga ef eitthvað kæmi fyrir. Mér skilst á fagfólki að ræsingarbúnaður sumra véla sé jafnvel kolólöglegur, ,,stansrofi“ á að standa utar en ,,startrofi“ til að auðvelt sé að berja hann niður í neyð en slíkt er því miður ekki alltaf tilfellið. Hve lengi verður heppnin með okkur? Oft dettur mér í hug frásögnin af því þegar viðarrenningur þeyttist aftur úr stórri hjólsög og í hurðina á málningarher- bergi sem er fyrir aftan hana. Fregnir herma að krafturinn hafi verið þvílíkur að renningurinn hafi farið í gegnum umrædda hurð. Það hlýtur að hafa verið mesta mildi að enginn átti leið fram hjá málningarher- berginu einmitt þá en hvaða vit er í því að staðsetja slíka sög nálægt vinnuaðstöðu sem er svo mikið notuð? Annað atriði sem ég furða mig á er að í litlu rými sem er sér- staklega ætlað gaskútum sem þola ekki eld og fjarlægja þarf við eldsvoða, ef marka má aðvörun sem stendur á hurðinni, er einnig að finna plastbræðsluofn sem hitar vel út frá sér og verður nánast rauðglóandi við notkun. Eitt skipti henti það seint að kveldi að mikla hitalykt lagði um deildina sem mátti rekja til þess að einhver hafði gleymt að slökkva á þessum ofni eftir notkun. Undirrituð þóttist mikil hetja að þora við annan nema að kippa gripnum úr sambandi eftir árangurslausar tilraunir til að ná í yfir- menn svæðisins. Lítið var þó gert úr afrek- inu daginn eftir af deildarlektornum sjálf- um sem benti réttilega á að þarna væri jú um eldvarnarhurð að ræða og því ekkert að óttast. Eða hvað? Þarf slík hurð þá ekki alltaf að vera lokuð? Ég sé það alveg fyrir mér að gassprenging í verkgreinahúsinu við Skipholt myndi koma töluverðu róti á Öryggismál 20 Unnur María Sólmundardóttir er ný- útskrifaður smíðakennari. Hún skrifar hér þarfa hugleiðingu um smíðakenn- aranámið, öryggismál og aðstæður í smíðastofunni. Passaðu bara píanóputtana Karl faðir minn sem er bæði húsgagna- og húsasmiður skildi langanir dóttur sinnar betur. Hann hafði þó sínar áhyggjur af starfsvalinu enda séð ýmislegt fjúka af vélunum annað en viðarafganga á 35 ára ferli. Honum varð litið á fingurna sem hann hafði fjárfest í svo tugum þús- unda skipti og sagði: ,,Passaðu nú bara píanóputtana í þessum vélum góða mín, andartaks aðgæsluleysi verður ekki aftur tekið. Skyndihjálp er ekki tækni sem kennari ætti að fá þjálfun í með kennsluaðferðinni ,,learning by doing“! segir Unn- ur María Sólmundardóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.