Skólavarðan - 01.10.2002, Side 18

Skólavarðan - 01.10.2002, Side 18
skipulag hverfisins með auknu útsýni fyrir Valhallarfólk og aðra nágranna en þess ber þó að geta að ég hef ekkert vit á slíku og rek hugmyndir mínar til amerískra hasar- mynda. Atvik á borð við þetta geta auðvit- að alltaf gerst, en er það ekki að bjóða hættunni heim að hafa ofn og gashylki í sömu kompunni og hve lengi skyldi heppn- in vera með nemendum í þessari deild? Áður en gasmál eru lögð til hliðar langar mig að stinga upp á því að aðstaða fyrir logsuðutæki og gaskúta í málmvinnslurým- inu verði einnig tekin til skoðunar því að þarna liggja tæki á glámbekk sem geta reynst hættuleg við fikt og ranga með- höndlun. Það ætti ekki að vera stór kostnaðarliður að koma þessu dóti inn í læsta hirslu sem eingöngu nemar í deildinni hafa aðgang að. Á smíðaverkstæðum ægir saman ýmsum efnum og verkfærum og eins og verða vill gengur fólk misvel um hlutina. Nemar við smíðadeild Kennaraháskóla Íslands, líkt og aðrir nemar, læra það sem fyrir þeim er haft, hvort sem þeir kjósa að nýta sér þá handleiðslu til varnaðar eður ei. Árgangar eftir árganga eru útskrifaðir án þess að hafa fengið nema brot af umræðu um öryggis- mál en það allra versta er þó eftir - skyndi- hjálpin. Eitt er að hleypa verðandi smíða- kennurum inn í smíðadeild Kennarahá- skóla Íslands án þess að þeir kunni að bregðast rétt við ef eitthvað hendir þá eða skólasystkinin í námi, annað er að hleypa þeim aftur út úr deildinni og inn í grunn- skólana án þess að þeir hafi svo mikið sem lært að hreinsa sár, skola auga, stöðva slag- æðablæðingu eða sinna því þegar aðskota- hlutur er í sári. „Bara“ sex plástra tími Ég hef heyrt reyndan smíðakennara tala um að kennslustundin hafi verið róleg, ekki nema sex plástra tími. Það eru ekki slíkar skeinur sem ég hef áhyggjur af, ég hef meiri áhyggjur af verkfærum sem stungist geta inn í kviðarhol, fingri sem getur farið illa í tifsög og ofnæmis- eða astmakasti í tengslum við ryk og þau efni sem unnið er með í yfirborðsmeðferðinni. Mér væri ekki rótt sem foreldri að vita að kennari, sem sér um kennslu í beitingu verkfæra og færni með rafmagnsvélar, væri ekki undir það búinn að veita lágmarks skyndihjálp ef eitt- hvað brygði út af. Skyndihjálp er ekki tækni sem kennari ætti að fá þjálfun í með kennsluaðferðinni ,,learning by doing“! Hvað varðar beitingu og færni með verk- færi vantar stórlega annan þátt í námið en það er að kenna rétta líkamsbeitingu við vinnuna. Margir skólar leggja mikla áherslu á að stólar og borð séu rétt stillt og við hæfi, að börn sitji rétt og bein í baki og misbjóði ekki líkamanum með röngum vinnustellingum. Til að forða ungviðinu frá ótímabærum bakverkjum og sliti þurfa kennarar því að sýna gott fordæmi með kunnáttu í þessum fræðum, hvort sem þeir eru bóknáms- eða verkgreinakennarar. Mér þótti sjálfsagt mál að fá upphækkan- lega hefilbekki í glænýja smíðastofu og beitti þeim rökum að barn sem vinnur við rétta hæð getur beitt líkamanum betur og komið þannig í veg fyrir meiðsli og slys, svo að ekki sé minnst á þá nemendur sem bundnir eru hjólastólum sökum fötlunar. Þetta var nú aldeilis ekki auðfengið hjá yf- irvöldum þó að ég hafi náð að kría út tvo bekki af tólf með slíkum búnaði. Þótti það hrein og klár frekja þrátt fyrir þá staðreynd að nokkurra ára gömul samþykkt liggur fyrir um það í Fræðsluráði Reykjavíkur að allar smíðastofur eigi eingöngu að hafa slíka bekki. Svo að ekki sé minnst á þá kröfu að fá rafmagnið upp úr gólfum og beint upp í hefilbekkina í stað snúra sem hanga niður úr loftinu og eru að mínu mati bæði óþjálar og hættuleg slysagildra. Það fékkst því miður ekki í gegn enda sjálfsagt takmörk fyrir því sem hægt er að láta eftir svo heimtufreku fólki! Ég vil benda þeim aðilum, sem hyggjast innrétta smíðastofu í náinni framtíð, á að verðmunur á venjuleg- um hefilbekk og upphækkanlegum hefil- bekk er einungis um 30 þús. krónur. Það finnst mér ekki há tala þegar heilsa og heil- brigði upprennandi vinnuafls þjóðarinnar eiga í hlut. Aðalnámskráin tekur til þess að hvert grunnskólabarn eigi rétt á kennslu í smíð- um frá fyrsta námsári til þess síðasta og að námið skuli vera einstaklingsmiðað. Ég spyr: Hvernig stendur þá á því að sex ára barn þarf að vinna við sömu hæð og sextán ára unglingur? Öruggari smíðakennslu! Ég veit ekki hver slysatíðnin hjá smíða- kennurum er á landsvísu en tilfellið er að Íslendingar eiga Norðurlandamet í slysum og dauðaslysum á börnum almennt og það þrátt fyrir þá staðreynd að nánast hvergi í heiminum eru lífslíkur þessara sömu barna eins miklar frá getnaði og fram að fæðingu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf út skýrslu sem nefnist Heilbrigðisáætl- un til ársins 2010. Þar er markmiðið að fækka slysum og dauðaslysum á börnum um 25%. Staðreyndir sýna að slysin verða ekki síst í og við skóla. Eitt er að reyna að koma í veg fyrir slys með úrbótum í nánasta umhverfi barnanna og annað er að kunna að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Nú hefur þessi pistill mest snúið að smíðakennurum en til- fellið er hins vegar að enginn sem út- skrifast af grunnskólabraut Kennarahá- skóla Íslands hefur hlotið kennslu í skyndihjálp, nema þá á eigin vegum. Sem betur fer er aðra sögu að segja af leik- skólakennurum og íþróttakennurum en betur má ef duga skal í þessum efnum. Á síðasta fundi Félags íslenskra smíða- kennara bar þessi mál á góma og ég fagna því að svo virðist sem einhver vakning hafi orðið um þau hjá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. Vonandi leiðir það til bætts öryggis, aðbúnaðar og kennslu smíðakennaranema við KHÍ sem skilar sér svo aftur í bættri og öruggari smíðakennslu í grunnskólum landsins. Unnur María Sólmundardóttir Höfundur er smíðakennari við Víkurskóla Öryggismál 21 Unnur María Sólmundardóttir með nokkrum nemendum sínum sem munu - ef kennarinn fær nokkru um það ráðið - læra í umhverfi þar sem fyllsta öryggis er gætt og brugðist er rétt við ef eitthvað kemur fyrir. Að sögn Unnar Maríu þurfa nemendur í smíði í grunnskóla iðulega að vinna við sömu hæð hvort sem þeir eru sex ára eða sextán ára.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.