Skólavarðan - 01.10.2002, Side 19

Skólavarðan - 01.10.2002, Side 19
Skólavarðan fékk þær Rannveigu og Ólöfu Helgu Pálmadóttur leikskólastjóra í Hálsaborg til að segja frá verkefninu, en þess má geta að Ólöf Helga hefur unnið að samstarfinu allt frá upphafi. Vildu upplýsingar með börnunum Gengið yfir brúna er matshefti sem fylg- ir hverju barni úr leikskólum hverfisins í grunnskólana að fengnu - og undirrituðu - samþykki foreldra. Í heftið skráir leikskóla- kennari upplýsingar um stöðu barnsins í eftirfarandi þroskaþáttum: Hreyfiþroska, sjálfshjálp, málþroska og félagsþroska. Rannveig og Ólöf Helga leggja þó báðar áherslu á að heftið sé einungis einn liður í samstarfinu og hvíli á því að stjórnendur og kennarar elstu barnanna í leikskólum og þeirra yngstu í grunnskólum hafi með sér stöðugt samstarf. „Án þess er lítið gagn að þessum upplýsingum,“ segir Ólöf Helga. En hver var hvatinn að samstarfinu í upphafi? „Samstarfið hófst árið 1987 með þátt- töku Seljaskóla og tveggja leikskóla í hverf- inu, Hálsaborgar og Hálsakots,“ segir Ólöf Helga. „Smám saman bættust fleiri skólar í hópinn; Jöklaborg, Seljaborg, Seljakot og Ölduselsskóli. Fólk fann að það þurfti að byggja brú á milli leik- og grunnskóla og samstarfið tók svo breytingum í áranna rás með nýju fólki. Ný þekking barst frá öðr- um löndum og kennarar voru áhugasamir um að nýta sér hana, en hérlendis var fátt annað í gangi en vorheimsóknir elstu leik- skólabarna í grunnskólann, við vorum á svipuðum nótum. Síðan var það árið 1997 sem við stjórnendur skólanna sjö fórum að huga að leið til þess að þróa samstarfið á milli þessara skólastiga. Grunnskólakenn- arar sýndu áhuga á að fá upplýsingar með börnunum en að sjálfsögðu var ekki leyfi fyrir því að veita upplýsingar án þess að koma þeim í eitthvert form og leita sam- þykkis foreldra.“ Ólöf Helga segir að það hafi komið mest á óvart í upphafi þeirrar vinnu sem fór í gang um þetta leyti að kennarar skólastig- anna tveggja notuðu iðulega sömu grund- vallarhugtök en lögðu mjög ólíka merkingu í þau. „Það má nefna mikilvæg hugtök á borð við nám og þroska. Við töluðum ekki sama tungumálið og þetta olli misskiln- ingi,“ segir Ólöf Helga. Ákvörðun var tekin um að fara af stað með þróunarverkefni og fyrsta skrefið var öflun fjármagns sem gekk ekki jafnvel og vonir stóðu til. „Það gekk frekar erfiðlega,“ segir Ólöf Helga. „Við vorum reyndar búin að leita til Rannveigar um að vera verkefnisstjóri af því að okkur varð strax ljóst að ekki gengi að einhver frá öðru skólastiganna stjórnaði verkefninu. Það var gæfa verkefnisins að Rannveig valdist í þetta hlutverk, en hún hafði unnið sitt rannsóknarverkefni í meist- araprófsnámi við Kennaraháskólann um þennan aldur, það er að segja elstu börnin í leikskóla og þau yngstu í grunnskóla.“ Í vinnu við meistaraprófsrannsókn sína komst Rannveig fljótlega að því að kennar- ar fundu fyrir þörf á meira samstarfi milli skólastiganna en hún var hins vegar mis- munandi eftir því hvort um leikskóla eða grunnskóla var að ræða. „Rannsóknin fjall- aði um þjálfun móðurmáls,“ segir Rann- veig, „en eins og gerist í eigindlegri rann- sóknarvinnu kemur margt annað upp og meðal annars samspilið á milli skólastig- anna. Leikskólakennurum var mjög í mun að hafa samstarf því þeir voru að búa börn- in undir nám og starf á öðru skólastigi og vildu gera það sem best. Þeir sátu uppi með spurningar á borð við hvað tekur við? og erum við að búa börnin undir grunnskólann með réttum hætti? Grunnskólakennarar fundu sterkt til ábyrgðar sinnar á lestrar- námi byrjenda og lögðu mikið upp úr að það gengi farsællega, en um leið kom í ljós að þeir myndu fagna því að fá einhverjar upplýsingar með börnunum upp úr leik- skólanum.“ Sameiginleg sýn á mótum leik- og grunnskóla Ólöf Helga segir að í uppeldisáætlun fyr- ir leikskóla, sem var forveri aðalnámskrár, hafi komið fram að samstarf skyldi vera á milli skólastiganna. „En það vantaði út- færslu á hvernig það skyldi fara fram og ekki var gert ráð fyrir neinu slíku samstarfi í vinnutíma kennara. Þar af leiðandi þurft- um við fjármagn til að geta hrint því í framkvæmd.“ Samstarf le ik - og grunnskóla 22 Í Seljahverfi í Reykjavík fer fram þróun- arstarf sem miðar að auknu og skil- virkara samstarfi leik- og grunnskóla. Samstarfið á sér nokkuð langan að- draganda og hófst í raun fyrir fimmtán árum. Formlega var þróunarstarfi svo hrint úr vör fyrir fjórum árum og sl. vor kom út skýrsla um verkefnið sem Rann- veig A. Jóhannsdóttir lektor við KHÍ og verkefnisstjóri hefur tekið saman. Gengið yfir brúna Sameiginleg sýn tveggja skólastiga Rannveig Jóhannsdóttir verkefnisstjóri og Ólöf Helga Pálmadóttir leikskólastjóri segja orðræð- una mikilvægasta afrakstur þróunarverkefnsins og mikilvægt að hún haldi áfram. Það sem kom mest á óvart í upphafi þeirrar vinnu sem fór í gang um þetta leyti var að kennarar skólastiganna tveggja notuðu iðulega sömu grundvallarhugtök en lögðu mjög ólíka merkingu í þau. „Það má nefna mikilvæg hugtök á borð við nám og þroska. Við töluðum ekki sama tungumálið og þetta olli misskilningi.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.