Skólavarðan - 01.10.2002, Page 20

Skólavarðan - 01.10.2002, Page 20
Rannveig bendir á að samstarf hafi verið enn erfiðara í framkvæmd þegar leikskól- inn og grunnskólinn tilheyrðu hvor sínum herra. „Þegar grunnskólinn fluttist til sveitarfélaganna varð þetta auðveldara,“ segir hún, „en það er í rauninni ekki fyrr en með síðustu kjarasamningum sem á- kvarðanir um verkefni af þessum toga fær- ast meira til skólastjórnenda sjálfra.“ „Um sama leyti, eða haustið 1997, sækj- um við í fyrsta sinn um fjármagn til verk- efnisins og vorið 1998 veitir Þróunarsjóður leikskóla hjá menntamálaráðuneytinu styrk en grunnskólinn fékk höfnun,“ segir Ólöf Helga. „Við fórum engu að síður af stað og nýttum féð til að ráða Rannveigu. Verkefn- ið hefur fengið eina úthlutun síðar og þá einnig leikskólinn en umsókn grunnskólans var aftur hafnað. Þetta voru mikil von- brigði og við þurftum að sníða okkur stakk eftir vexti en samt tókst að koma verkefn- inu á koppinn. Við settum á laggirnar stjórnunar- og framkvæmdahóp sem í sátu skólastjórar aðildarskólanna og kennarar frá báðum skólastigum og auk þess hóp með þeim og öllum öðrum sem tóku bein- an þátt í þróunarstarfinu, en það voru allir leikskólakennarar elstu barna í hverfinu og grunnskólakennarar þeirra yngstu.“ Það verður enginn samur á eftir Fljótlega voru sett formleg markmið með starfinu: Í fyrsta lagi að finna farveg fyrir upplýsingastreymi skólastiganna tveggja og í öðru lagi að fá sameiginlega sýn og mat á þroska og færni barna á mót- um leik- og grunnskóla. Hvað lagði verkefnisstjóri áherslu á á fyrstu stigum samstarfsins? „Ég byrjaði á að skilgreina verkefnið og móta samstarfið, en vel að merkja, ég kem inn í afskaplega sterkan faghóp og verkefn- ið hefur alla tíð notið þess. Það hefði aldrei verið hægt að láta þetta ganga, endurmeta og skipuleggja áframhald nema vegna þrautseigju, bjartsýni og vinnusemi fag- fólksins.“ Veturinn 1998-1999 funduðu hóparnir tveir reglulega og einnig unnu þátttakend- ur hver á sínum stað á vinnustaðafundum. Kynningarfundur var haldinn fyrir foreldra í Ölduselsskóla um vorið og leitað sam- vinnu við þá um að hleypa matsheftinu af stokkunum. „Mér varð fljótt ljóst að lítið yrði úr framkvæmdum nema allir sem viðfangsefn- ið varðaði tækju virkan þátt í mótun þess,“ segir Rannveig. Þessir tvenns konar fundir reyndust heppilegur vettvangur til að tryggja raunverulegt samstarf.“ Leikskólahópurinn var mjög hikandi varðandi upplýsingagjöfina,“ segir Ólöf Helga, „og vildi finna farveg fyrir hana á faglegum grunni. Það þurfti að gaumgæfa ýmsa hluti vel, til dæmis hvort mat á börn- um á þessum aldri væri yfirhöfuð réttlætan- legt. Þegar Rannveig kynnti hugmyndina í upphafi fengum við í eitt skipti hörð við- brögð frá leikskólakennurum vegna þessa mats en þess ber að geta að þeir kennarar voru ekki þátttakendur í þróunarstarfinu. En við lögðum áherslu á að við hefðum auðvitað ekki öll svörin í upphafi, þetta er þróunarverkefni og því er ætlað að leita svara og endurmeta reglulega, aðeins þannig getum við fundið út hverju verkefn- ið skilar og hvað má betur fara.“ „Matsheftið er bara tæki sem sem þessi vinna skilar,“ segir Rannveig, „vinnan sjálf er aðalatriðið. Og áhugi og velvilji foreldra hefur verið fyrir hendi alla tíð, ella hefði þetta ekki verið hægt. Þróunarstarfið sjálft er ekki hvað síst fólgið í að komast að því eftir hverju við erum að leita og kynnast innan skólastiganna. Við þetta fer af stað hörkuvinna sem er mjög mikilvæg.“ Hóparnir ræddu margvíslega þætti í skólastarfinu, hvað kennarar vissu um störf- in á hvoru skólastigi fyrir sig og ýmsar hlið- ar á gagnkvæmum skólaheimsóknum. Einnig var mikið rætt um mat á börnum á mótum skólastiganna beggja, hvað bæri að meta og hvernig. Vorið 1999 var ákveðið að innritun væntanlegra byrjenda í grunnskóla hverfisins skyldi flýtt til að skipuleggja mætti skólastarfið betur, heimsóknum leik- skólabarna var fjölgað úr tveimur í þrjár og heftið Gengið yfir brúna var fullgert með vilja foreldra. Það hefur verið í notkun síð- an og endurmetið jafnt og þétt. Hvernig framhaldið verður fer eftir ýmsu en ekki síst því að fagfólkið haldi áfram að sýna sam- starfinu áhuga og stjórnendur hlúi að þekk- ingunni og reynslunni sem fengin er. „Það verður enginn samur eftir að hafa tekið þátt í svona vinnu - eða ef svo er þá er sá hinn sami ekki með fulla meðvitund,“ segir Ólöf Helga og brosir. „Ný lífssýn verður til hjá báðum aðilum.“ keg Samstarf le ik - og grunnskóla 23 „Leikskólahópurinn var mjög hikandi varðandi upplýsingagjöfina og vildi finna farveg fyrir hana á faglegum grunni. Það þurfti að gaumgæfa ýmsa hluti vel, til dæmis hvort mat á börnum á þessum aldri væri yfir- höfuð réttlætanlegt.“ Golfmót grunnskólakennara í Reykjavík var haldið föstudaginn 6. september sl. Leiknar voru níu holur á Setbergsvelli við Hafnarfjörð og tóku fimmtán kylfingar þátt í mótinu. Prentsmiðjan Oddi veitti nándarverðlaun. Næstur holu í upphafshöggi á 2. braut var Pétur Orri, Hvassaleitisskóla, á 5. braut Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Landsspítala háskólasjúkrahúsi, og á 8. braut Þór Arnarson, Víðistaðaskóla. Í keppni karla án forgjafar urðu þeir Ásgeir Elíasson, Laugalækjarskóla, og Pétur Orri jafnir á 46 höggum. Keppni kvenna án forgjafar vann Ragnheiður Sigurðardóttir, Hólabrekkuskóla á 46 höggum. Í keppni gesta vann Sigurgeir Jónsson, Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Það er full ástæða til að hvetja kylfinga í kennarastétt til að fjölmenna á mótið á næsta ári en það er haldið fyrsta eða annan föstudag í september ár hvert. Golfmót grunnskólakennara Frétt

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.