Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 22

Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 22
skal setja sér markmið og skila kennslu- áætlun á tilskildum tíma. Skólanámskrá skal á heimasíðu menntastofnunarinnar nemendum, foreldrum og öðrum sam- félagshópum til fróðleiks. Ég á fullt í fangi með að hefja ferilinn og koma mér fyrir. Er nauðsynlegt að hafa skothelda kennslu- áætlun? Er kennsla eitthvað sem hægt er að negla niður og skipuleggja nokkra mánuði fram í tímann? Má ég ekki bara setja mér markmið og láta svo kylfu ráða kasti hvaða leið verður farin svo lengi sem ég næ þeim í lok skólaárs - leyfa börnunum að stjórna flæðinu svolítið með mér í stað þess að synda á móti straumnum hvernig sem stað- an er hjá nemendahópnum? Hmm... ég gæti nú reyndar skoðað hvað aðrar menntastofnanir hafa gert í þessum mál- um. Afrita og líma („copy“ og „paste“) er mun fljótlegra en að finna upp hjólið. Erum við ekki öll að vinna eftir sama plagginu hvort sem er? Er það ávísun á lé- lega frammistöðu í kennslu að stytta sér leið í pappírsvinnunni eða er það greindar- merki og vottur um heilbrigða skynsemi? Koma ekki samræmdu prófin til með að skera úr um það á endanum hvort kennari sinnir starfi sínu eða ekki? Hvernig skyldi sá tölulegi minnisvarði um starfsferilinn líta út eftir 40 ár? Ég vona svo sannarlega að hann verði stöðugri en gengið á Decode. Hva, er ég eitthvað hrædd um að bregð- ast þessum mannskap? Óttalega er þetta nú annars sakleysislegt fólk hér á kennarastof- unni, já, bara vinalegt og andinn virðist vera nokkuð góður líka. Skyldi starfsfólkið vera ánægt með úthlutun launaflokkanna? Mikið hafði ég nú misskilið það allt, ég hélt að þeir væru áunnir og ekki afturtekn- ir, en þá kemur bara á daginn að á næsta ári verður úthlutað upp á nýtt úr þessum potti. Ef ég skil dæmið rétt þá gæti ég lækkað eða hækkað í launum eftir ár, fer víst eftir samsetningu kennaraliðsins, ald- ursdreifingu og verkefnastjórnun. Það er eins gott að fara varlega í raðgreiðslur Visa til 36 mánaða! Þetta er ekki mikið öryggi ef ég skil dæmið rétt. Og þessar 9,14 stundir. Er raunhæft að vinnan fyrir utan kennslu sé eingöngu 9,14 stundir? Er komman örugglega á réttum stað? Best að kynna sér kjarasamningana betur! Upplagt að spyrja trúnaðarmanninn sem minnir mig á að það var engu líkara en að starfs- fólk skólans tæki þátt í rússneskri rúllettu þegar kosið var til trúnaðarmanns. Tólinu var kastað þvers og kruss á fundinum og enginn vildi verða fyrstur til að taka í gikk- inn. Hvað er svona hættulegt við að vera trúnaðarmaður? Er þetta mikil vinna? Er þetta sjálfboðaliðastarf? Eru engin fríðindi? Að lokum lenti svo nýútskrifaður kennari í sigtinu og átti sér ekki viðreisnarvon upp frá því. Aumingja hann. Nú, nú, ræfillinn fær þó altént kaffi og kökur í sárabót, og nú eru engar samningaviðræður svo að þetta ætti ekki að vera mikið mál. Eða hvað? Jæja, best að gera eitthvað, það þýðir ekki að sitja með hendur í skauti þegar skólabjallan hefur skilað sínu og tilvonandi forsetaframbjóðendur streyma inn. En hvað var það aftur sem... já, muna eftir leyfisbréfinu! Þankar í upphafi kennslu 25 Koma ekki samræmdu prófin til með að skera úr um það á endanum hvort kennari sinnir starfi sínu eða ekki? Hvernig skyldi sá tölulegi minnisvarði um starfsferilinn líta út eftir 40 ár? Ég vona svo sannarlega að hann verði stöðugri en gengið á Decode. Og þessar 9,14 stundir. Er raunhæft að vinnan fyrir utan kennslu sé eingöngu 9,14 stundir? Er komman örugglega á réttum stað?

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.