Skólavarðan - 01.10.2002, Side 26

Skólavarðan - 01.10.2002, Side 26
Fyrirkomulag við sölu miðanna er eftirfarandi: 1. Félagsmaður pantar hótelherbergi og tilkynnir að hann muni greiða með afsláttarmiða. 2. Félagsmaður kaupir síðan miðann á skrifstofu Kennara- sambandsins og afhendir hann hótelinu sem greiðslu. Sameiginlegur pöntunarsími Flugleiðahótelanna er 50 50 910. Ef miðinn nýtist ekki í ár er hægt að nota hann á næsta ári eða fá hann endurgreiddan. Athugið að skrifstofa Orlofssjóðs er í kjallara Kennarahúss- ins. Síminn er 595 1122. Þroski og hegðunarvandi barna eftir Málfríði Lorange og Matthías Kristiansen Bókin Þroski og hegðunarvandi barna var fyrst gefin út 1998 og hefur verið ófáanleg um nokkra hríð. Ákveðið var að gefa hana út að nýju vegna þess að enn er mikill skortur á efni á íslensku um þessa erfiðleika barna. Í bókinni er fjallað um þroskaraskanir og frávik hjá börnum. Einkum er fjallað um sex mismunandi þroskatruflanir sem valda börnum alvarlegum erfiðleikum og uppalendum reynist erfitt að átta sig á; athyglis- brest með ofvirkni, Tourette-heilkenni, misþroska, þráhyggju og áráttu, sértæka námsörðugleika og óyrta námsörðugleika. Í viðaukum ritsins er að finna ráðabanka fyrir kennara og aðra þar sem því er lýst hvernig bregðast megi við þessum börnum í skóla til þess m.a. að fyrirbyggja vandamál. Auk foreldra er ritið einkum ættlað kennurum í for- og grunnskólum og öðru fagfólki sem starfar að uppeldismálum. Bókina Þroski og hegð- unarvandi barna er hægt að panta í síma 551 33 77, í bréfasíma 562 65 51 eða á netföngunum mattkri@simnet.is eða eird_lor- ange@isl.is Eintakið kostar kr. 1500,- en hægt er að semja um magnafslátt ef keypt eru 10 eintök eða fleiri. Höfundar Breytingar á stjórn og hjá starfsmönnum FF Hjördís Þorgeirsdóttir varaformaður hefur nú látið af trúnaðar- störfum fyrir FF og KÍ en hún var formaður skólamálaráðs KÍ. Hún hefur tekið við starfi aðstoðarskólameistara Menntaskól- ans við Sund. Hjördís gegndi hlutastarfi fyrir félagið og vann einkum að skólamálum en einnig innra starfi auk þess sem hún var stað- gengill formanns. Aðalheiður Steingrímsdóttir hefur verið kosin varaformaður FF og Magnús Ingólfsson, fyrsti varamaður í stjórn, hefur tekið sæti í henni. Aðalheiður hefur verið ráðin í hlutastarf fyrir FF með aðsetur á Akureyri. Hún mun m.a. sinna verkefnum er tengjast starfi samstarfsnefnda, trúnaðarmanna og félagsdeilda. Formaður FF, Elna Katrín Jónsdóttir, mun í framhaldi af þessum breyting- um sinna fleiri verkefnum á sviði skólamála en áður. Félag leikskólakennara og Faghópur leikskólasér- kennara vekja athygli á námstefnu sem haldin verður 28. mars á næsta ári . Yfirskrift hennar er: Leikur, samskipti og nám í leikskóla Námstefna um fötluð og ófötluð börn Aðalfyrirlesari á námstefnunni verður Ulf Janson sem er heim- spekingur og prófessor í menntunarfræðum við Stokkhólms- háskóla. Hann flytur erindi um leik og samskipti fatlaðra og ófatlaðra barna. Ulf mun gera grein fyrir rannsóknum sínum og m.a. fjalla um mikilvægi þess að fötluð börn fái næg tækifæri til að leika sér við önnur börn þar sem áhersla er lögð á íhlutun á forsend- um barnanna til að tryggja þátttöku og virkni allra í leiknum. Markmið námstefnunnar er að vekja athygli á þýðingu leiks fyrir nám og þroska allra barna, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra. Ennfremur að beina sjónum að íhlutunaraðferðum sem gefið hafa góða raun í leik og samskiptum fatlaðra og ófatlaðra barna. Ulf Janson hefur um árabil lagt stund á rannsóknir á leik fatl- aðra og ófatlaðra barna í leikskólum. Hann hefur tekið þátt í fjölda ráðstefna um nám án aðgreiningar og fötluð börn í leik- skólum. Auk þess hefur hann ritað margar fræðigreinar í viður- kennd erlend fagtímarit. Nánari umfjöllun og upplýsingar um námstefnuna verða birtar í Skólavörðunni eftir áramót og einnig verða upplýsing- ar sendar til allra leikskóla, greiningar- og ráðgjafaraðila og á fleiri staði. Námstefnan er ætluð leikskólasérkennurum, þroskaþjálfum, greiningar- og ráðgjafaraðilum og þeim sem koma að sérkennslu í leikskólum. Skráning hefst eftir áramót, nánar auglýst síðar. Námstefnunefnd Leonardó og Sókrates tengslaráðstefna í MUNAÐARNESI 3.-5. október 2002 Landsskrifstofur Leonardó og Sókrates áætlana Evrópusam- bandsins standa fyrir tengslaráðstefnu fyrir þá sem hafa hug á þátttöku í tungumála- eða mannaskiptaverkefnum eða eru að leita sér að samstarfsaðilum. Ráðstefnan er skipulögð í sam- vinnu við landsskrifstofur Leonardó í Svíþjóð, Finnlandi og Belgíu. Rútuferð verður frá Reykjavík kl. 17.00 fimmtudaginn 3. októ- ber og til baka um hádegi laugardaginn 5. október. Ráðstefnan fer fram á ensku. Nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna á heimasíðu Landsskrifstofu Leonardó: http://www.rthj.hi.is/ page/leonardo Skráningarfrestur var til 1. september en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á biðlista því oftast falla einhverjir út. At- hugið að þátttakendafjöldi er takmarkaður við 90 manns frá sem flestum skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Gisting í Kaupmannahöfn, Borups Allé 244. Herbergið er 10 fermetrar, í þriggja herbergja íbúð. Fullur að- gangur að eldhúsi og baði með sturtu. Stutt í bæinn; 13 mín. á Rådhuspladsen með strætó sem stoppar beint fyrir utan. Ì íbúðinni búa tvær stúlkur, íslensk og dönsk, og stilltur köttur. Reyklaust. VERÐ: 300 kr. nóttin en 350 kr. með morgunmat. Allar nánari upplýsingar gefur Herdís Sveinsdóttir Tel: 0045-3810 8170, 0045-2861 6965 Email: herdis18@yahoo.se Kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum athugið! Landsskrifstofa Sókratesar styrkir kennara í leit að samstarfs- aðilum í Sókrates/Comeníus verkefni til að sækja 3 til 4 daga tengslaráðstefnur/Contact seminars víðs vegar um Evrópu. Einstakt tækifæri til að tengjast evrópskum skólum. Listi yfir ráðstefnur, þemu og lönd er að finna á www.ask.hi.is Aðalfundur FT - kynning á Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara verður haldinn laug- ardaginn 12. október 2002 kl. 14.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 5. grein laga FT 2. Kaffiveitingar 3. Kynning á Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Í síðustu kjarasamningum var samið um rétt tónlistarskóla- kennara til aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga og verður sá sjóður kynntur fyrir félagsmönnum á fundinum. Stjórn FT Frétt i r, smáauglýs ingar og t i lkynningar 29

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.