Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 27

Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 27
Ungum körlum sem þurfa aðstoð hins opinbera hefur fjölgað verulega á undanförnum mánuðum. Hér er um að ræða menn, rétt skriðna yfir tvítugt, sem eru í þeirri stöðu að vera atvinnulausir og geta því ekki framfleytt sér. Ástæður fyrir vandræðum þessara manna eru ýmsar og verða ekki tíundaðar hér. Þeir hafa ákaflega veika stöðu á vinnumarkaði og um leið og harðnar á dalnum missa þeir vinnuna. Þessi staða er mik- ið áhyggjuefni og brýnt að leitað verði allra leiða til að styrkja stöðu ungra karla þannig að þeir geti tekið fullan þátt í þeim verkefnum sem fyrir liggja í þjóðfélaginu. Ungir karlmenn lifa áhættusömu lífi. Hraðakstur, drykkja, vímuefnaneysla, sjálfsvíg og ofbeldi eru frekar tengd þessum þjóðfélagshópi en öðrum. Afleiðingarnar eru of oft skelfi- legar. Það er eðlilegt að horft sé til skól- anna þegar rætt er um vanda af þessu tagi. Þessir drengir hafa allir varið tíu árum ævi sinnar í grunnskóla en lík- lega lítil skólaganga eftir það. Við hljótum að spyrja okkur hvort allir fái að njóta sín í grunnskólanum, byggja upp sterka sjálfsmynd sem er okkur öllum nauðsynleg? Ég leyfi mér að fullyrða að ekki njóta allir sín í skólun- um, skólinn er ekki fyrir alla. Þeim, sem láta illa, gera ekki það sem þeir eiga að gera, leggja skólafélaga sína í einelti, vinna skemmdarverk o.s.frv., líður ekki vel. Þeir finna sig ekki í þeim verkefnum sem skólinn fær þeim. Þeir búa til sín verkefni sjálfir og standa sig vel í þeim, en það eru einmitt þessi andfélagslegu verkefni sem eru engan veginn grunnur til að byggja á þegar út á vinnumarkað er komið. Það eru helst strákar sem fylla þennan hóp, þeir eru sendir til skóla- stjórans, hringt er heim til þeirra og kvartað undan þeim. Þeir eru þekktir í skólanum og hverfinu, koma illa út á mælistikum skólans og afrakstur þeirra af tíu ára veru í grunnskólanum er harla lítill. Þegar þessir piltar mættu í skólann í fyrsta skipti sex ára gamlir voru þeir jafn eftirvæntingarfullir og aðrir. Þeir voru jafn þyrstir í námið í grunnskólanum og allir hinir. En fljót- lega fóru þeir að dragast aftur úr. Verkefnin höfðuðu ekki til þeirra, voru of erfið og reyndu á þætti sem þeir voru ekki góðir í. Þeir bjuggu vissulega yfir styrkleikum en þeir skiptu engu í skólastarfi. Það er ömurlegt að mæta á hverjum degi í tíu ár á vinnustað og þurfa að takast á við verkefni sem hvorki höfða til manns né maður ræður við. Allt of lengi hefur það viðhorf tíðkast að nám fari aðeins fram með því að lesa og skrifa. Lenging skóladagsins og skólaársins þýðir í hugum margra fleiri bækur, meira af blý- öntum og lengri setur barna og unglinga við skólaborðið. Raddir í þessum anda mátti gjörla heyra nú á dögunum þegar skólinn var að byrja að loknu sumarleyfi. Bóknámsáherslur af þessu tagi eru tímaskekkja og líklega einhver besta leið sem við getum fundið til að búa til „lúsera“. Skólinn á að vera skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á fjölbreytt verk- efni, sem reyna á margvíslega hæfileika, þannig að hver og einn finni sig í því sem hann er að gera. Sérhver einstakling- ur, strákur eða stelpa, verður að skynja mikilvægi sitt og þeirra eiginleika sem hann býr yfir. Hver einasti nemandi á að útskrifast úr grunnskólanum sem sigurvegari, með góða umsögn og gott veganesti til framtíðar. Nú má ekki skilja mig sem svo að skólinn eigi sök á þeirri bágu stöðu sem hópur ungra manna er í og ég gat um í upp- hafi þessarar greinar. En skólinn getur hins vegar lagt veru- lega mikið af mörkum til þess að stuðla að því að fækki í þess- um hópi. Fjölbreyttar kennsluaðferðir, fjölbreytt verkefni og vinsamleg viðhorf eru lykilatriði. Hafsteinn Karlsson Höfundur er skólastjóri Salaskóla. Smiðshöggið 30 Ungir karlmenn í bobba Þegar þessir piltar mættu í skólann í fyrsta skipti sex ára gamlir voru þeir jafn eftirvæntingarfullir og aðrir. Þeir voru jafn þyrstir í námið í grunnskólanum og allir hinir. En fljótlega fóru þeir að dragast aftur úr. Verkefnin höfðuðu ekki til þeirra, voru of erfið og reyndu á þætti sem þeir voru ekki góðir í. Þeir bjuggu vissulega yfir styrkleikum en þeir skiptu engu í skólastarfi. Það er ömurlegt að mæta á hverjum degi í tíu ár á vinnustað og þurfa að takast á við verkefni sem hvorki höfða til manns né maður ræður við.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.