Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson / myndin er af Antoni Björgvinssyni, nemanda í Smáraskóla Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Frændgarður kennarans „Þegar ég man fyrst eftir mér var hann bara þarna og ívið nálægari utan sjónmáls en innan þess og eiginlega hefur það ekkert breyst síð- an. Hann var Kennarinn með stórum staf og greini og svo hafði það alltaf verið og yrði og auðvitað voru þá kennarar ekki öðruvísi.“ Úr „Minnisgreinar um kennarann“ eftir Sigfús Bjartmarsson Þessi upphafsorð Minnisgreina gefa forsmekkinn að því sem á eftir kemur, fantalega góð mannlýsing, skrifuð af væntumþykju og mann- rýni. Eftir stendur tilfinning fyrir manni sem var „bara maður“ en um leið stærri en lífið sjálft, samt ekkert svo frábrugðinn öðru fólki. Þegar lesin eru skrif á borð við Minnisgreinar verður ágætt og ásættanlegt að vera „bara maður“. Upphafsorð Minnisgreina vekja líka til umhugsunar um mótunarvald kennarans. Hérlendis er hefð fyrir því að sami kennar- inn fylgi bekk upp í gegnum barnaskólann, verði því komið við. Er það að öllu leyti gott? Kennarar í unglingadeildum kvarta sumir undan því að þegar þeir fái nem- endur í hendur séu þeir allt of verndaðir, bekkjarkennarinn hafi fullmótað sýn þeirra á hvernig kennari eigi að vera og þeir líði engin frávik heldur kvarti sáran, geri upp- reisn og fyllist skólaleiða. En hvort um- sjónarkennaralíkanið á að halda áfram í gegnum skólakerfið eða fag- kennaralíkanið að færast niður í sex ára bekk - eða eitthvað allt annað - við því fæst aldrei endanlegt svar enda tvær hliðar á öllum málum. Umsjónarkennari þekkir nemendur sína vel og verður fljótt var við ef eitthvað fer úrskeiðis, á traustara samstarf við heimilin, þykir vænna um nemandann. Það er ekki lítils virði. En á móti kemur að heimurinn er töff og gerir kröfu um sveigjanleika, krakkar verða að geta aðlagast fljótt og vel nýjum kennurum og breyttu umhverfi. Uppbrot á bekkjar- einangrun kennarans getur gefið honum nýja sýn, auðveldað undir- búning og aukið starfsgleði. Það er líka mikils virði. Við fikrum okkur áfram í þessari umræðu og meðfylgjandi vinnu, höldum áfram að spyrja spurninga og leita lausna. Sjálfsmat kennara og skóla er mikil- virkt stuðningstæki í þessa veru eins og fram kom á ráðstefnunni Skóli á nýrri öld (og samnefndri sýningu) sem sagt er frá í þessu blaði. Í skólum er mikil gróska í þróunarstarfi um þessar mundir. Í Breiða- gerðisskóla í Reykjavík er til dæmis verið að breyta starfinu í sex og sjö ára bekkjum með því að brjóta upp bekkjarformið sem vonast er til að muni auka samvinnu og starfsánægju kennara og gæði kennslu. Í sum- um grunnskólum taka 10. bekkjar nemendur framhaldsskólaáfanga, „skóli án aðgreiningar“ öðlast stöðugt meiri viðurkenningu, fjöl- greindakenning Gardners hefur hafið innleið sína í skólum á öllum skólastigum, meira að segja í háskóla, og samstarf heimila og skóla eykst. Svona mætti lengi telja. Eftir standa þessar tvær föstu stærðir: Kennarinn og nemandinn. Starf beggja tekur líka breytingum en eftir sem áður er forsenda þess að samstarfið gangi vel og árangur náist sú sama: Virðing og væntum- þykja. Ég get ekki látið hjá líða að segja frá því í lokin að Þórgnýr Guð- mundsson, kennarinn í Minnisgreinum, var náfrændi Sigfúsar Bjart- marssonar. Frændsemi okkar Íslendinga hefur kannski aldrei verið meiri en einmitt núna með tilkomu Íslendingabókar á Netinu sem allir geta fengið aðgang að. Allt í einu er maður farinn að hitta fjórmenn- inga sína, sexmenninga og nímenninga út um allar trissur. Þeir sem hafa aðgang að Netinu verja hádegi og kvöldi í uppflettingar, hinir liggja á Nettengdum ættingjum sínum í fyrsta eða annan lið - frænd- semin nær ekki miklu lengra í raun, ekki enn - til að fá upplýsingar um skyldleika við þennan eða hinn. Þegar búið er að svala sárustu forvitn- inni um hvort maður er skyldur þeim flottustu og frægustu, veður fólk í gegnum heilu mannhópana; listamenn og leigubílstjóra, pólitíkusa og piparsveina, körfuboltamenn og ... já, kennara. Kannski fer öllum foreldrum, fjölmiðlamönnum, stjórnmálamönnum, skólastjórum og nemendum bráðum að þykja vænt um alla kennara. Við erum jú öll skyld. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Meginviðfangsefni þessa tölublaðs: Skóli framtíðarinnar 10 - 20 til umræðu á málþingum, ráðstefnum, fundum og sýningum 10 Skóli 21. aldar verður sveigjanlegur 11 Frá sjónarhóli nemandans 12 Það er ekkert að þér! 13 Er ekki kominn tími til ... 14 Myndir af sýningu 18 Kennarar opna dyr 19 Aðrar greinar Skólavefur Þjóðskjalasafns Íslands 7 Eygló Eiðsdóttir og Margrét Gestsdóttir segja frá samvinnu- verkefni um nýstárlegan skólavef sem er hugsaður sem námsefni í íslensku og sögu í framhaldsskóla. Náttúrufræðimenntun 8 Hafþór Guðjónsson kynnir nýja námsbraut við framhaldsdeild KHÍ. Virk afstaða gegn ofbeldi 21 Nemendur Grundaskóla á Akranesi réðust nýverið í umfangs- mikið og metnaðarfullt verkefni þegar þeir settu upp söngleik- inn Frelsi, sem saminn er af kennurum við skólann. Karl Hall- grímsson tók viðtal við annan höfundinn, Flosa Einarsson, og Sigurð Arnar Sigurðsson deildarstjóra unglingadeildar Grundaskóla. Söguleg þraut 24 Við endurbirtum grein um stærðfræðiþraut frá því í síðasta blaði vegna tveggja meinlegra villna sem slæddust inn í greinina þá. Þrautin er því söguleg í tvennum skilningi! Fastir liðir Formannspistill 3 Sigrún Grendal skrifar. Gestaskrif 5 Frosti Heimisson býður upp á rafrænt capucchino og sparar ekki ábótina. Skóladagar 23 Myndasaga Skólavörðunnar. Smiðshöggið 30 Í fjölskrúðugum blómagarði! Guðlaug Guðmundsdóttir segir frá baráttunni fyrir því að koma á kennslu í framhaldsskólum í íslensku sem öðru máli. Að sögn Guðlaugar er ekki hægt að draga það deginum lengur að taka á þessum málum af festu, ef við viljum ekki vera sundruð þjóð þar sem einstakir hópar skilja ekki hverjir aðra. Að auki rannsókn á viðhorfum evrópskra unglinga til kennara og skóla, ráðstefna í Skotlandi, ályktun ársfundar Félags grunnskólakennara um hið alvarlega ástand sem hefur skapast í skólakerfinu vegna barna með miklar hegðunar- og tilfinningaraskanir, o. fl.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.