Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 18
Katrín sagði að starfssvið kennarans í hópvinnu væri að vera verkstjóri, hann þyrfti að fylgjast með vinnunni á öllum stigum og styðja við skýra vinnutilhögun og hlutverkaskiptingu ásamt með skipu- lagningu og mati. Minni kennsluskylda forsenda „ alvöru“ þróunarstarfs Tveir fyrirlestrar voru haldnir um ný- breytnistarf í skólum, Sigríður Heiða Bragadóttir og Auður Ögmundsdóttir sögðu frá svokölluðum verkmöppum í Ölduselsskóla og fleiri breytingum í átt að einstaklingsmiðuðu námi innan skólans og þrír kennarar við Ingunnarskóla, þau Hrund Gautadóttir, Þorgerður Hlöðvers- dóttir og Eygló Friðriksdóttir, sögðu frá einstaklingsáætlunum og þemavinnu í Ing- unnarskóla. Efni beggja þessara fyrirlestra bíður frek- ari umfjöllunar síðar, spennandi efni sem vekur margar spurningar, til að mynda þá hvort getuskipting sé að halda innreið sína með nýjum formerkjum en án þess að leiða til stimplunar og flokkunar í „betri“ og „verri“ nemendur? Starf sem unnið er í anda fjölgreindakenningar Gardners virðist oft vísa í þessa átt og gefur hugsanlega tón- inn að því hvernig við getum gert einstak- lingum kleift að vera á mismunandi stöðum án þess að það hafi í för með sér að sjálfsá- lit þeirra dali. Enn og aftur: spennandi um- hugsunarefni. Einnig hélt Ingvar Sigurgeirsson, sem að öðrum ólöstuðum er að verða - ef ekki orð- inn - einn af risunum í menntunarfræðum á Íslandi, erindi sem hann kallaði Kenn- aranám og skóli framtíðar. Grein eftir Ingv- ar um framtíðarskipan kennaranáms hefur einmitt þegar birst í Skólavörðunni, en í fyrirlestri sínum benti hann meðal annars á hversu róttækar breytingar í skólakerfinu þurfa að vera til að takast megi að hrinda úr vör skólaumbótum sem hafa einstak- lingsbundið nám að leiðarljósi og vísaði þar ekki síst til minni kennsluskyldu. „Þróun- arstarf krefst tíma til samráðs, greiningar, ígrundunar og áætlanagerðar,“ sagði Ingv- ar. „Skilgreina verður skólaþróun sem eðli- legan og mikilvægan hluta kennarastarfsins með miklu ákveðnari hætti en nú er gert.“ Valdið er vandmeðfarið Þá hélt Maxine Giberson fyrirlestur, en við birtum viðtal við hana í þessu blaði. Í erindinu Einstaklingsmiðað nám - fjölþrepa kennsla skýrði Maxine þá hugmyndafræði sem liggur að baki skóla án aðgreiningar og lýsti sýn sinni á hlutverk kennarans í slík- um skóla og það viðhorf sem hann þarf að tileinka sér. Ferðin sem lagt er upp í geng- ur út frá spurningunni „hvernig get ég náð til og kennt öllum börnum,“ að sögn Max- ine, og hún lagði áherslu á að enginn gæti náð markmiðum sínum nema vera búinn að skilgreina í hverju þau fælust. „Ég trúi því,“ sagði Maxine, „að allir nemendur geti lært. Það er mitt hlutverk sem kennari að sjá til þess a ð þeir geri það og um leið er ég líka að læra. Tækni hefur stórt hlutverk í að auðvelda nemendum námið, framlag nemenda er jafnmikilvægt og framlag kennara og kennarinn stendur frammi fyrir þessari spurningu: Hvernig nemanda vill hann hafa í höndunum í verklok? Það er ævinlega á ábyrgð kennarans að nemand- inn nái að fullnýta hæfileika sína.“ Maxine sagði að margir túlkuðu skammstöfunina LD, sem á ensku stendur fyrir „learning disabilities“, sem „lazy and dumb“ (heimskur og vitlaus) en hún kýs að þýða hana sem „learning differently“ (að læra á annan hátt). „Við þurfum að styðja hvert annað,“ sagði Maxine, „og hugsa um hvort við sem kennarar séum að styðja eða niður- lægja nemendur okkar. Dömur mínar og herrar! Gleymið aldrei nokkurn tímann hvílíkt vald þið hafið yfir lífum barna!“ brýndi hún fyrir áheyrendum. „Í skóla sem er raunverulega án aðgrein- ingar er hvert einasta barn boðið velkomið, sýnd umhyggja og því leiðbeint. Þetta er ekki bara rétta leiðin, þetta er eina leiðin, siðrænt séð,“ sagði Maxine ennfremur. Hún sagði forsendu þess að byggja upp slíka skólamenningu ekki síst felast í góð- um leiðtoga sem gerði miklar gæðakröfur og ýtti undir samvinnu og tilfinningu fyrir að vera í samfélagi með öllu sem í því felst. Hún sagði nauðsynlegt að vera meðvitaður um breytt hlutverk kennara og það gæti reynst mörgum erfitt. Byggja þyrfti upp mjög sveigjanlegt námsumhverfi í samstarfi við foreldra og byggja aðferðir á rannsókn- um, auk þess sem góður og stöðugur að- gangur kennara að endurmenntun þyrfti að vera fyrir hendi. Fjölþrepa kennsla er skipulögð út frá fjórum grunnatriðum að sögn Maxine: 1. Hvaða efni ertu að fara að kenna? 2. Hvað á kennarinn að gera? 3. Hvað á nemandinn að gera? 4. Mat. Kennarinn þarf að fylgjast með því sem bekkurinn er að gera og að- laga kennsluna eftir þörfum þannig að eng- inn nemandi verði útundan. Maxine sagði frá því sem hún kallar „þátttökulögmál“ („principle of participation“) og felst í að viðurkenna og innlima í kennsluna þá sýn að allir þurfi ekki að gera allt. „Gefist aldrei upp!“ sagði Maxine að lokum. „Ver- ið lyklasmiðir fyrir nemendur ykkar!“ keg Skól i f ramtíðar innar 20 Á ráðstefnunni voru kennarar hvattir til að smíða lykla að framtíðinni fyrir nemendur sína og opna dyr.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.