Ingjaldur - 27.11.1932, Page 5

Ingjaldur - 27.11.1932, Page 5
INGJALDUR Sunnudaginn 26. nóv. 1932. .Bíl’-málið. Það var um eifct skeið í vetur sem leið um fátt meira talað hér í bæ en hið fræga, svonefnda „bíl- mál*. Enda þótt það vari í raun og veru ekki upphaflega annað en fremur venjulegt og alls ekki merki- legt einkamál j nokkurra manna varð svo mikill styir um það að mestu furðu gengdi. Það^varð mitt hlutskifti að mega til að skifta mér af þessu embættis mins vegna. fað fór nú þar sem oítar að báðir aðilar gátu ekki unnið og að sá sem bar lægri hlut lét reiði sína bitna á dómar- anum. En þó keyrði það fyrst úr hófi fram þegar Carlsson var gerð- ur gjaldþrota og ég gerði það sem skyldan bauð að hefja rannsókn eftir gjaldþrotalögunum. Þá var margt geit ti) þess að koma mér frá embættinu og Bþá var mörgu lugið“. Pó reyndist svo mikil ástæða til þessarar rannsóknar að Dóms- malaráðherra fyrirskipaði máls- höfðun gegn þrem mönnum út af henni. Ég hefl að vísu ekkert skift mér af þessu uppþoti. En mér þykir þó nú rétt að birta dóminn í þessu máli. Um laga- logt gildi hans mun æðri róttur fjalla. En þaö fullyrði óg að hann gefi þeim mönnum, sem hingað til liafa eingóngu bygt álit sitt á og dæmt eftir frásögn aðila, hlut- lausaii lýsing á málavöxtum en þeir hafa áður átt kost á að fá. Er þetta í sjálfu sér næg ástæða til birtingunnar ekki síður fyrir þá sök að fjöldi mauns hefur bygt áfellisdóm á róttarfarinu hér vegna þessa mál.i, Læt ég svo dóminn sjalfan hafa orðið en skal að eins benda mönnum á það, að þó að Carlsson hafi í fyrirlestrum aínum 'aðallega bygt árásir sínar á mig fyrii að hafa kveðið upp „vitlausan, ranglátan óg hlut- drægan" fógetarettarúrekurð, þá er hann orðinn annarar skoðunar þegar fyrir réttinn kemur. Þá telur hann úrskurðinn helst hár- réttan, eða að minsta kosti þannig að lítill vafi sé á að hæztiróttur staðfesti hann. Fer þá hór á effcir umræddur Dómur: Mál þetta er höfðað af rétt- víalnnar hálfu gegn þeim Ferd'n- and Carlsson, bifreiðarstjóra, á Brekastíg 15 c hér fyrir brot á 26. kap. hinna almennu hegnlng- arlaga, 25. júní 1869, sbr. einnig 38 gr. laga um aðför 4. nóv. 1887, og gegn þeim Helga Bene- dlktssyni, kaupmannl, á Elnbúa og Helga Benónýsayni búfræðing á Vesturhúsum, báðum hér, fyr- ir brot á 26. kap. sbr. 5. kap. áðurnefndra alm. hegningarlaga. Með úr8kurði uppkveðnum 17. nóv. f. á. var bú ákærða í máli þessu, F. Carlsson, tekið tli gjaldþrotaskifta eftir kröfu Sig. Á. Gunnarssonar og Magnúsar Bergssonar, hér. Enda hafði 7. ■ept. s. á. veriö gert árangurs- laust fjárnám hjá ákærða, sem þá iýsti yiir að hann ætti ekkert tii og hefir ftrcKaö þá yfirlýsingu sína undir rekstri málsins. Var síðan 25. nóv. s. á. byrjað á lögreglurannsókn þeirri, sem lög 45/1929 um gjaldþrot fyrirsk'pa og leiddi sú rannsókn tilþessar- ar málshöfðunar. Málavextir eru þessir. Hinn 1. maí 1930 gerði ákærði Carlsson samning við firmað Jóh- Óiafsson & Co. um kaup á Bulck mannflutningabifrelð fyrir 6885 danskar krónur, þannig að hann átti strax að greiða kr. 4099,77 (danskar), en gefa út um leið 12 víxla, hvern til mánaðar fyrir kr. 248 dönskum. Var kaupverðið mlðað við íslenskar krónur eftlr þessu um 8600 krónur. Samning þennan undirritaoi annar maður í umboði ákærða og var i honum ákvæði um að seljandinn skyldi vera eigandi bitreiðarinnar þang- að til hún væri að fullu greidd. Til þess að kaup þessi gætu orðið og Carlsson greitt fyrstu afborg- unina og fengið bifreiðina afhenta sér, fékk hann þrjá menn og voru þelr S g. Á. Gunnarsson og Magnús Bergssoa tveir þeirra, til að sknfa nöfn sín á 6500 króna vixil, er ákærði síðan greiddl með fyrstu afborgunina, um 5000 ísl. krónur. Af áðurnefndum 12víxl- um greiddi Carlsson seinna 5 og auk þess greiddi hann 225 kr. sem afborgun á aðalvíxiinum og forvexti. En tll þess m. a. að standa straum sf þessum greiðsl- um, fékk hann lánað fé hjá Ólafl Auðunssyni útgerðarmannl hér og veðsetti honum til tryggingar þessum lánum 8 október 1930, auk annars, nefnda Buickbifreið með 2. veðrétti og taldi Carlsson þá eftirstöðv. kaupverðsins hvila á bifrelðinni með fyrsta veðrétti. Tryggingarbréf þetta afhenti ÓI. Auðunsson til þinglesturs 28, okt. 1930. Nú, er þessir menn, sem stóðu á ofannefndum 6275 króna víxli (upphafl. 6500 kr.) urðu vísari um veðsetningu þessa, vlrðast þeir hafa orðlð óróleglr og fengið Jóh. Ólafsson & Co tll þess að ganga að bifrclðinni samkv. kaup- samningnum. Krafðist umboðs- maður firmans að eigandi bif- reiðarinnar yrði settur inn f um- ráð hennsr og hún tekin úr vörzlum Carlsons og úrskurðaði fógcti að innsetnlngarglörðin skyldi fram fara vegna hinnar ó- lögmætu veðsetningar. En þess- um úrskurði var hrundið af hæztarétti með dóml uppkveðn- um 4. nóv. f. á., er að vísu taldi veðsetninguna ólögmæta, en úr heuni bætt með þvi að boðin var fram full greiðsla í fógeta- réttinum. Eftir þessum dómi átti því Carlsson heimtingu á að verða eigandi bifreiðarinnar ef hann greiddi réttil. eftirstöðv. kaupverð hennar, sem voru þá sjö víxlar, samtals um 2100 krónur. Auk þess átti hann samkvæmt hæztarrétt- ardóminum að fá 250 kr. í máls- kostnað. Eins og áður er sagt var bú Carlssons tekið til gjaldþrota með- ferðar 17. nóv. f. á. og kom þá í ljós að hann var gersamlega eignalaus. Sannaðist undír rann- sókn þessa máls að Carlsson hafði nokkru áður, 20 ágúst f. á. selt og afsalað meðákærða Helga Benónýssyni réttindi öll, sem hann taldi sig elga til nefndrar bifreiðar (Buick. V. E. 50) ,eða mér xunna að tilfalla" eins og segir í nefndu afaali. Ennfremur afsalaði hann um leiö til sama manns „þeim væntanlegu kröf- um og réttindum, er mér kunna að tilfalla i hæztaréttarmáli þvi, er ég hefi hötðað til þess að fá hnekkt úrskurði uppkveðnum í fógetarétti Vestmannaeyja 1. nóv. 1930“ Einnig sannaðist það und- ir rannsókninni að Carlsson hafði sama dag og nefndur hnztarrétt- ardómur var uppkveðinn afsalað þeim Stefáni Jóhanni Stefánssyni hæztaréttarmálaflutningsmanni og Ásgeir Guðmundssyni, lögfræð- ing alla skaðabótakröfu þá, „sem ég á hendur Jóh. Ólaissyni & Co í Reykjavík út af ólögmætri innsetningargerð í bifreiðina V. E. 50“. Bifreiðin var metin á 6300 kr. undir rannsókn málsins og stað- festu matsmennirnir þetta mat sitt með eiði. það verður því samkvæmt þessu og eftir því, sem annars er upplýst með hin- um framlögðu afsölum og öðru að telja sannað að ákærði Carls- son hafi með afsölunum 20. ágúst og 4. nóvember f. á. látið af hendi elgnir, sem gátu haft og sumpart reynd- ust að hafa fjárhagslegt verðmæti fyrir skuldhelmtumenn hans og reyndar um leið gert s'gmeð þessu algjörlega eignalausan. Að því, er kemur tii réttindanna til bifreiðarinnar, þá var aðeins eft- ir að greiða seljanda 2100 kr. og Ó'afl Auðunssynl 1500 kf, svo að verðmæti hennar fyrjr búið hefði eftir matinu orðið upp undir 2700 kr. virði. Og þar sem hæztiréttur hafði slegið föslu að innsetningargjörð Jóh. Ólafs- sonar & Co 1. nóv. 1930 hjá ákærða hefði verið ólögleg, verð- ur heidur ekki annað sagt en að skaðabótakrafa vegna þessarar gerðar gæti verið einhvers virðl. það kemur því til álita hvort ákærði hsfi með þessum ráð- stöfunum sínum gert sig brot- legan gegn ákvæðum 26 kap. hinna almennu hegningarlaga 25. júní 1869. Hinn 20. ágúst f. á. þegar ákærði Carlsson afsalaði áður- nefndum réttindum sínum tll Helga Benónýssonar, stóð þannig á að þeir tveir menn, M. Bergs- son og Sig. Á. Gunnarsson, sem ritað höfðu nöfn sín á víxil fyrir Carlsson að upphæð kr. 6275,00 til framlengingar áðurnefndum víxii að upphæð kr, 6500,00 vegna bifrelðarkaupanna, hðfðu orðið að innleysa víxilinn og 16. maí f. á látið framkvæma lög- haldsgerð hjá ákærða F, Carlsson vegna þessarar víxiiskuldar. Hðfðu þelr síðan höfðað mál gegn ákærða til stsðfestlngar á þessari löghaldsgerð og greiðslu víx'iskuldarinnar og var það mál þá undir dómi og dómur upp- kveðinn í því daginn eftir að af- salið er dagsett. Var löghalds- gerðin felld úr gildi, en ákærði Carlsson dæmdur til þess að greiða ofannefndum mönnum víxilskuldina ásamt vöxtum og kostnaði. þar sem þannig stóð á og eins og viðskiftum ákærða við þessa skuldheimtumenn hans að öðru leiti var hagað eins og innsetningargjörðln og löghslds- gjörðin o. fl. bur með sér, má telja fyllilega sannað að ákærðl, — sem vlssi sig alveg eignalausan,— hlaut að sjá fyrir að gjaldþrot sitt væri yfirvofandi. í þessu sam bandi má taka fram að ákærðl Helgi Benediktsson hefur borið og ákærði Carlsson ekki neitað að hann vildi láta dagsetja afsalið til ákærða Helga Benónýssonar aftur í tímann, «em bendir til að hann hafði væntaniegt gjaldþrot sitt fyrir augum og að tryggja gildi afsals ns. það má telja upp’ýst í málinu að það, sem ákærði Carlsson, fékk hjá ákærða Helga Benó- nýssyni fyrir réttindaafsalið, var aðelns það, að Helgl tók að sér um 100 kr. víxllskuld fyrir bensin við bifreiðastöð þá, sem Helgi vann hjá, og skifti ákærða engu eins og stóð á. Peninga fékk hann enga eða peningavlrði annað. Ennfremur tók ákærðl Helgi Benónýsson að sér að greiða veðskuld á blfreiðinni til Ólafs Auðunssonar. En þar sem það leiddl af sjálfu séi hafði ákærði Carlsson engan sérstakan ábata af því, nema að sá veð- réttur yrði ónýttur. En þar eð enginn hafði gert tllraun til þess

x

Ingjaldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.