Ingjaldur - 27.11.1932, Blaðsíða 7

Ingjaldur - 27.11.1932, Blaðsíða 7
INGJALDUR 7 verðl eftir mati aíðar um 2700 krónur. 2. og hvort hann hafðl ástæðu til að œtla aö aísal þetta væri gert í sviksamlegum tilgangi og gerði sér það 1 hugarlund. Um fyrra atriöið tekur réttur- Inn fram að skýrsla ákærða um þetta er að ýmsu leyti ósennileg og tortryggileg. Htnn hefur haldið fram að blfrelðin hafi að sínum dómi verið að eins 4500 kr. viröi og ab fá Vs »f þe»sarl upphæð með hæstaréttardómnum, þ. e. a. 8. nánar aöspuröur að hann hefði talið iíkurnar 1 á móti 2 að málið ynniat. Nú hefur hann kannast við að hafa eftir frásögn Carlssons vitaö um að hann ætti að greiða seljanda biireiðinnar um 2500 krónur og auk þess skuldbatt hann sig til að borga Ól. Auðunssyni 1500 kr. og skuid fyrir bensin um 100 kr. eða ails 4100 kr. ef Carlsson ynni málið og hann yrðiíigandi réttlndanna yfir oif- reiöinni. En tapaði Carlsson hinsvegar málinu taldi hann geta komið til mála að borgal500kr. til Ól. Auðunssonar og um 100 kr. vegna bensinsins. Meö öðr- um orðum hann hætti eftir þess- ari frásðgn sinni 1600 kr. móti því að græða 400 kr. enda þótt hann telcH Ukurnar fyrlr gróðan- um að eins vera 1 á móti 2. Til þess að skýra þetta nokkuð tók ákærði fram að hann hefðt talið bifreiðina meira virðl fyrir sig í atvinnuskyni. þrátt fyrir þetta verður að teija svo mikiar líkur fyrir því að Helgi Benónýsson hafi elnnig yflrleitt álitið bifreiðina meira virði, en hann fullyrðir, að rétturinn hijóti að byggja á því. Enda styður matið, er selnna var framkvæmt þetta, og einnig til- boð hans í réttinum 26. nóv. 1931 þrem vikum eftir að hann var orðinn eigandi að réttinum til bifrciðarinnar um — að láta þau af hendi fyrir 1800 kr. Jafnvel þá,, eftir gjaidþrot meðákærðs Carlssons, virðist hann telja bifrelðina um 5900 kr. virði fyrir sig. það verður samkvæmt þesau að Iíta svo á að Heiga Benónýa- syni hafl verið það fullljóst að salan á bifreiðarréttindunum af Oarlssons hálfu fyrir einar 100 krónur var mjög einkennileg og ekki síður þar aem Carlsson ekki einu sinni fékk þessar 100 kr. útborgaðar heldur voru þær teknar upp í skuid. En þá kemur til álíta hvort telja megi nægi- lega sannað að ákærði hafl vitað um hinn sviksamlega tllgang CarUsons og því vitandi vits hjálpað honum við framkvæmd hans. Ákærðl hefur eindregið neitað að hafa haft nokkuð alíkt fyrir augum og einnig haldlö fram aö hafa ekki vitað um að S'g. Gunnarsson og aðrir sem skrlfuðu á bifreiðarvlxilinn fyrir CarUson gætu tapað á afsali Carissons til sín. Taldi að sinni sögn að „þær ábyrgðlr væru úr sögunni". þaö er að réttarins áliti ekki 'íkiegt að Helga Benónýssyni hafi veriö ókunnugt 20. ágúst f. á. um að víxill sá er þeir Sig. Gunnars- son o. fl. höfðu skrifað á fyrir Carlsson, væri ógreiddur að meira eða minna leyti, og að þeir hefðu því persönulegra hagsmuna að gæta gagnvart Carlsson, og einkum þeirra að‘ bifreiðin færi ekki úr höndum Carlsscns, ef hann ynn málið í hæstarótti, þar sem Helga samkvæmt yfirlýsingu hans sjálfs var vel kunnugt að Carlsson var alveg eignalaus. í fyrsta lagi iýsti Helgi Benónýsson yfir i réttarhaldi 3. des. f. á. að sér hefði verið kunnugt um það þegar hann gerði kaupin við Carlsson að Sig. Gunnarsson o. fl. hefðu gengið í ábyrgð fyrir Carlsson út af bifr. kaup., en hvorki vita né hafa vitáð hvað mikið var borgaö upp í þetta og kom ekki meö hinn framburðinni fyr en við lok rannsóknarinnar 4. júní þ. á. t öðru lagi gat hann, sem þekti vel til slikra bifreiða- kaupa eins og hann heflr sjálfur borið i réttinum, og verðmæti bifreiða, tæplega ímyndað sér að jafn eignalítill maður og hann vissi að Carlsson var, hefði greitt eins mlkið af bifreiÖarverðinu eins og eftirstöðvar kaupverðsins báru vott um. Loks var honum kunnugt um innsetningargerðina enda þótt ósannað sé gegn mótmælum hans að hann hafl lesið hana, eins og Helgi Benediktsson hefir boiið i róttinum, Enda þött aÖ eftir þessu verði að álita að Helga Benónýs- syni hafi hlotið að þykja einkenni- legt að Carlsson skyldi fús sð afsala honum réttindi sin til bifi eiöarinnar fyrir sama sem ekkert og enda þótt miklar likur sé fyrii því að hann hafi vitað í hverjum tilgangi þetta var gert verður þó ekki gegn eindreginni neitun hans álitiö að hann hafi gert sór þetta ljóst og því síöui að það hafi verið samantekin ráð þeirra Carlssons að svíkja skuld- heimtumenn Carlssons með þessu. Veröur fremur aö áifta að einungis gróðavon hafi komið honum til að semja við Carlsson á þann hátt, er hann geiði, enda þótt hann sjálfur eins og áður er sagt geri ófullnæ^jandi grein fyrir þvf, g Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærðan, Helga Benónýsson af kærum réttvísinnar í máli þessu. Um hlutdeild ákærða Helga Benediktssonar í sviksamlegum veiknaði Carissons er ekki annað upplýst er, að hann hafi samið afsalið frá honum til Helga Benónýs sonar eftir beiðni Carlssons, sem gaf honum upp hvaÖ hann vildi láta standa í þvi. Hinsvegar hefur ákærði Jcannast viö að álit sitt um efnahdg Carlssons hafi verið það þegar hann samdi afsaliö, að Carlsson mundi eiga lítiö annað en skuldir og líka hefur hann viðurkent að sér hafi verið kunnugt um að Sig. Gunnarsson o. fl. höfðu skrifaÖ á 6000 kr. víxi) fyrir Carlsson, sem hann hafl aö- eins verið búinn að borga „eitt- hvaö af“. Þá kveður ákærði að sér hafi einnig verið kunnugt fógeta- réttarmál Vestmannaeyja út af bifreiðinni V, E. 50. Af þessu virðist verða að draga þá ályktun að ákærða hafi verið ljöst að af- salið til Helga Benónýssonar var gert af Carlssons hálfu með það fyrir augum að svfkja eða gera tilraun til þess að svíkja skuld- heimtumenn sína vegna víxilsins. Hinsvegar hefur ákærði neitað að það hafi verið ætlun sin að hjálpa Carlsson við neitt sviksamlegt at- hæfi. Kemur þá til álita hvort það eigi að teijast refsivert að ákærði Helgi Benediktsson samdi afsalið eins og áður er sagt, án þess sannað sé, eða á nokkurn hátt gert líklegt, að hann hafi lagt þar ráð á, eða vsrið með í raðum. I 48. gr. alm. hbgningariaga er svo ákveðið að hafi nokkur hlut- takari í misgjörningum veitt fov- göngumanninum ltðainni, sem er minna í varið en bein hjálp, þá sé það refsivert. Enda þött segja megi að þessi aðstoð Kelga Bene- diktssonar eftir bókstaf laganna geti kailast „liðsinni" þá lítur Þessi réttur þó svo á, að í því oröi felist meira en jafn óveru- leg aðstoð og þessi hlutdeild Helga að semja afsalið að eins eftir því sem Carlsson óskaði, það er að orða það og skrifa, falli ekki undir þetta rafsiákvæði iag- anna. Það verður eftir þessu að sýkna Helga Benediktsson af á- kæru Réttvísinnar í máli þessu. Samkvæmt þessum úrBlitum ber ókærða Ferdinand Carlsson að greiða allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður, þar undir málsvarnarlaun til skipaðs tals- manns síns, Stefáns Jóh. Stofáns- sonar hæstarettarmálaflutnings- manns 50 krónur. Málsvarnaviaun sama manns vegna Helga Benó- nýssonar 50 krónur greiðist af al- mannafé. Heigi Benediktsson bef- ur með löngu riti (10 vólrit. sið- ur), sem á að kallast varnarBkjal en er að tæpri hálíri Bíðu undan- skilinni samfeld árás og óhróður um dómarann og ýmsa nafngreinda menn — þar á meðal um einn nýlátinn mann — geit sig sekan um freklega ósæmilegan rithátt. Ennfremur hefur hann lagt fram sem fylgiskjal með vörn sinni •kjal undirritað af ákærðum Carls- son er nefnist „Réttarfarið í Vest- mannaeyjum* og er þrungið ‘af svívirðingum um dómarann og ýmsa aðra nafngveinda menn og verður þetta einnig í þessu sam- bandi að teljast ósæmilegur rit- háttur. Ber að sekta ókærða Helga Benediktsson, fyrir þetta og telst sektin hæfllega metin 100 krónur, er greiðist innan fjögra vikna að hálfu í ríkissjóð en að hálfu bæjarsjóð Vestmanna- eyjakaupstaðar og afplánist með 10 daga einföldu fangelsi só hún ekki greidd rétttímis. Að öðru leyti verður hlutaðeigandi Ráðu- neyti látið skera úr hvort mál skuli höfða út af þessu samkvæmt 12. kap. aimennra hegningavlaga. Málsvarnarkrafa hans verður ekki tekin til greina og heldur ekki krafan um að dómarinn víki sæti í málínu. A málinu hefur enginn annar dráttur ovðið en sá, sem leitt hef- ur af miklum embættisönnum og ónógri aðstoð dómarans. fví dæmist rét.t vera: Ákærði Ferdinand Carlsson, bif- reiðasstjóri í Vestmannaeyjum, á að sæta 3 mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi og greiða allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður, þar meö talin máls- varnarlaun 50 krónur til talmannH síns, Stefáns Jóh. Stefánssonaar hæztaréttarmálafærslumanns. Ákærði Heigi Benónýsson bú- fræðingur í Vestmannaeyjum á að vera sýkn af kærum Réttvís- innar í máli þessu og greiðist kostnaðurinn við málsvöm tals- manns hans, áðurnefnds hæzta- réttarmálafærslumannB af al- mannafö með 50 krónum. Ákæiði Heigi Benediktsson kaupmaður í Vestmannaeyjum á einnig að vera sýkn af ákæru Réttvfsinnar í máli þessu, en greiða 100 krónu sekt fyrir ösæmilegan rithátt að hálfu í ríkissjóð og hálfu í bæjarsjóð Vestmannaeyjakaupstaðar áður en fjórar vikur eru liðnar frá lög- birtingu döms þessa, en afplána hana ella með 10 daga einföldu fangelsi. Málsvarnarlaun ber hin- um ákærða engin. Dóminum að fullnægja með að- för að lögum. Kr. Linnet. Dómurinn var lesinn upp í rettinum. Rétti slitið. Kr. Linnet. Vottar: Ari Þorgilsson G. Ó. Erlingsson. Verzlunin h. f. Björk Vestmannabraut 48, Sími 112 NýkomiS: Dömusokkar, margar teg. Barnasokkar, margar teg, Aipahúfur. Kvennfatnaður, einnig barna. Appelsínur og ávextir í dósum Einnig allar nauðsynjavörur. Hreiniætisvörur Allt selt með lægsta verði. Soffia þórdard.

x

Ingjaldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.