Gneisti - 16.12.1922, Síða 1
1. árg.
Seyðisfirði, 16. desember 1922
1. tbl.
Heiðruðu lesendur!
Um leið og „Gneisti" kemur í
fyrsta sinn fram á sjónarsviðið,
óskar hann að þið athugið hann
vel og virðið fyrir ykkur, og veitið
honum þær viðtökur, sem sæmiieg-
ar séu, — greiðið götu hans og
verðið lionum stoð. —
Hann er einstæðingur og vill öði-
ast vináttu ykkar. En hann mun
verða seintekinn. Kýs heldur að eiga
góöa vini og fáa, en marga, sem
honum væri lítið traust í. —
Gneisti ætlar sér ekki að vekja
óþarfa úlfúð, heldur að athuga, ræða
og ráða bót á því, sem honum þyk-
ir miður fara.
Gneisti ætlar fyrst um sinn aö
snúa sér aðallega að bæjarmálum
Seyðfirðinga. — Minna að gefa sig
við stjórnmálum. En frjálslyndur
verður hann og mun yfirleitt leyfa
mönnum umræður í dálkurtí* sínum
um öll nauðsynjamál.
Gneisti mun ekki fara í mann-
greinarálit, eins og þér munuð hafa
rekið yður á, að húsbóndi hans
gerir ekki. Gneisti mun unna sann-
leikanum, en forsmá lýgina, styðja
lítilmagnann eftir föngum og fús-
lega rétta hverjum góðum dreng
hönd sína á hverri tröppu mann
virðingar, sem hann stendur í mann-
félaginu. Stórbokka ætlar Gneisti
sér að knésetja.
Gneistj verður ófeiminn og djarf-
máll, mun ekki víkja fyrir neinum,
enda ætlar hann sér að styðja hvern
góðan málstað.
Fundarboð.
Samkvæmt ákvörðun á aukafundi í bæjarstjórninni í gær, tylkynnist
hér með að almennur borgarafundur verður haldinn 17. þ. m. í barna-
skólanum, til að ræða um kosningu bæjarstjóra.
Skrifstofu bæjarfógeta 13. des. 1922.
Ari Arnalds.
Bæjarstjórinn.
Gneisti mun flytja innlendar og;
útlendar fréttir, er hann mun afla j
sér frá fyrstu hendi. Hann á völ
fjölda útlendra blaða, og mun birta
mikið af fræðandi greinum.
Gneisti verðar vinur æskunnar og
vill glæða hvern göfugan mann-
dómsneista hjá ungu kynslóðinni í
þessum bæ og víðar. — Hann mun
með alvöru snúasérað skólamálum
vorum. —
Gneisti mun afla sér greina, sem
glæði trúarlíf og góða siði. — Hann
verður hlyntur bindindismálum. —
Heróp Gneist^ er:
Afram ! Víkjum aldrei ftá góðum
málstað!
Á bæjarstjórnarfundi 4. þ. m. var
samþykt svohljóðandi ályktun.
„Bæjarstjórnin ákveður að láta
fara fram atkvæðagreiðslu um
bæjarstjóra í Seyðisfjarðarkaup-
stað, þegar kosið veröur í bæjar-
stjórn um næstu áramót".
—• Og á aukufundi 12. þ. m.'sarr,-
þykti bæjarstjórnin að boða til borg-
arafundar um málið næstk. sunnu-
dag, 17. þ. m.
Þegar málið, innan bæjarstjórnar,
er komið á þennan rekspöl, væri
eigi ástæðulaust fyrir borgara bæj-
arins að fara að véita því athygli.
Kémur þá fyrst til athi gunar
stjórn bæjarmálanna, eins og hún
hefur verið og er nú, og hvort þörf
ér breytinga frá því.
Nú hefur því verið slegið föstu,
bæði í umræðum innan bæjarstjórn-
ar og með samþyktum, er þær um-
ræóur hafa leitt af sér, að fyrir-
komulagið á stjórn bæjarmálanna
mundi e k k i vera heppilegt í ýms-
um atriðum og að umbætur á
henni og rækslu ýmsra starfa, er
að henni lúta, væri nauðsynlegar.
Þetta hefur verið ályktað.
Sé sú ályktun nú rétt, þá ber að
athuga, hvernig þessar umbætur
megi framkvæma, svo að gagn verði
að. Breyting er þýöingarlaus á öðr-
um grundvelli en þeim, að fyrirsjá-
anlega sé til bóta.
Eins og kunnugt er, er eftirlit,
ráðstafanir og framkvæmdavald í
bæjarniálunum nú hjá bæjarstjóra
og bæjarfógeta. Bæjarfulltrúarnir
vinna sín störf launalaust, og hefur
hið sama gi(t um bæjarfógeta hér.
Laun sín hefur hann frá ríkinu sem
lögreglustjóri, en ekki fyrir störf
sín sem oddviti bæjarstjórnar.
Nú hefur bæjarstjórnin komist
að þeirri niðurstöðu, að einásta
hugsanlega breytingin á stjórn bæj-
armálanna, sem að haldi geti kom-
ið, sé að fá
bæja rstjdra,
sem sé forustumaður bæjarstjórnar,
og hafi framkvæmdavaldið í öllum
bæjarmálum milli funda.
Þetta er auðvitað nýtt embætti
og fylgir sá böggull því skammrifi
fyrir bæinn, að hann verður að
greiða full hæfileg árslaun fyrir
starfið. En aukin útgjöld eru vitan-
lega því að eins tiltækiieg, að nokk-
urnvegin vissa sé fyrir því; að þau
fáist endurgoldin, beinlínis eða
óbeinlínis, eöa hvorttveggja.
Ber þá næst að taka til athug-
unar, hvort um það geti verið að
ræða í þessu tilliti.
Ef hér verður fenginn bæjarstjóri,
leggjast að sjálfsögðu undir hann
ýms þau störf, sem áður hafa ver-
ið og nú eru rækt í bænum, fyrir
sérstaka borgun. Má þar fyrst nefna
gjaldkerastarfið með 1200 kr. laun-
um, að viöbættum 6—700 kr. í inn-
heimtulaun og skrifstofufé. Niður
fellur skrifstofufé til bæjarfógeta, 100
kr. og 100 kr. fyrir fundaskriftir.
Einnig hefur komið til mála eftirlit
með slökkviáhöldunum, sem nú er
borgað 150 kr. fyrir. Mætti þá gera
ráð fyrir, að þessir útgjaldaliðir,
sem nema nál. 2200 kr., féllu niður
sem slíkir, en kæmu upp í laun
bæjarstjóra.
Hvaðan á þá að koma það fé,
sem á vantar? Og fyrir hversu há
laun væri hugsanlegt aö geta fengið
hæfan mann í starfið?
Ef tekin væru til samanburðar
laun hliðstæðra opinberra starfs-
manna, eins og t. d. sýslumanna,
má nefna, að byrjunarlaun sýslum.
N.-Múlasýslu og bæjarfógeta á
Seyðisfirði, eru 4600 kr., sem reynd-
ar hækka, eftir embættisaldri. Ef
nú væri hugsanlegt aö hægt væri
að fá hæfan mann í starfið fyrir t
d. 4500—5000 kr. — setn ekki munu
þykja of há laun — vantar um það
helming í viðbót við þá liði, sem
niður falla og áður eru nefndir.
Nú sem stendur mun bærinn eiga
útistandandi hjá öðrum sveitarfélög-
u;n hátt í tug þúsunda króna. Væri
eigi lítils vert, ef það fé næðist inn
bráðlega, sem gjarnan virðist meiri
líkur til er ráðin eru í höndum eins
sérstaks manns. Og eigi væri ólík-
legt, að bæði í fátækramálum, fjár-
hagsmálum, sem og öðrum mikils-
varöandi málum bæjarins yröi rögg-
samlegar að verki gengiö en verið
hefur og nákvæmara eftirlit haft með
ýmsu, ef málin í heild sinni væru
sameinuð undir einni forustu —
meðan bærinn ekki er stærri en
hann nú er — en ekki dreifð á 2
skrifstofur, bæði bæjarfógeta og
bæiargjaldkera, og auk þess ýmsar
framkvæmdir komnar undir geð-
þótta og ástæðum hinna ýmsu
nefnda, sem sjaldnast vita hver um
annara störf, netna þegar fundir eru
haldnir. Nefndirnar yrðu auðvitað
eins og áður, nema aö því leyti að
bæjarstjóri yrði sjálfkjörinn í þær
helztu sem formaður, og vissi því
jafnan kvað öllu liði. Þetta alt sam-
an gæti gefið svo miklar tekjur
óbeinlínis, að talsvert ynnist upp í
launin.
Þá er vert að minnast þess, sem
áður er getið, að bæjarfógetarnir
hér iiafa unnið sín störf launalaust
fyrir bæinn. En bráðlega mun koma
að því, að bærinn verði að borga
þetta starf, sem mun nema hálfs
árs launum eins manns, því ólík-
legt er, að ríkissjóður telji sér skylt
aö launa starfsmann bæjarstjórnar
á Seyðisfirði, fremur en oddvita í
sveitum. Og færi nú svo, að dæmd-
ist á bæinn að borga bæjarfógeta
sem svaraði hálfs árs launum eins
manns, þá mundu beinu útgjöldin
verða hátt upp í það eins mikil og
það, sem gengi til þess að launa
bæjarstjora. Og það, sem óbeinlínis
kynni að vinnast við það fyrirkomu-
lag, væri aukinn fésjóður fyrir bæinn.
Enginn má taka orð mín svo, að
ég sé að kasta steini að þeim, sem
hafa stjórn eða framkvæmd bæjar-
málanna í höndum sér. Þetta er aö
eins mitt álit, og fer það saman viö
álit bæjarstjórnar.
Um það, hvaða mentabraut mað-
ur sá, cr valinn yrði, kynn.i að hafa
gengið, skal ekki fjölyrt. En ekki
get ég r.citað því, að til þess áliti
ég, að öðr i jöfnu, lögfræðing heppi-
legann, fyrir ýmsra hluta sakir. Því
Jóla-skófatnaðui; . beztur og ódýrastur hjá S i g u r g í s 1 a