Gneisti - 16.12.1922, Side 2

Gneisti - 16.12.1922, Side 2
2 G N E I S T 1 Q N E I S T I Pappírsverzlunin. kemur út 2—3 sinnum til áramóta; síðan svo oft, sem ástæða þykir til, líkl. 3—4 blöð á mánuði. — Fyrst um sinn verður blaðið selt í lausa- sölu á götunum og á pósthúsinu á 25 aura eintakið. — Auglýsingar af- hendist ritstjóra; kostar kr. 1,50 hver cm. dálks, x/5 dýrara á 1. síðu. Afsl. gefinn þeim, sem mikið auglýsa. Ritstjóri og eigandi: Þór. B. Gudmundsson. Sími 49. hefur einnig verið hreyft, að t. d. lögfræðingur gæti unnið ýmislegt í hjáverkum að öðru, og því sætt sig við lægri laun en ella. Vel má það vera. En ekki vil ég halda því svo mjög á odd. Sá, s‘em vill fá vel unnið starf, á að tíma að borga það svo, að starfið geti verið aðal- starf og þurfi ekki að neyða til vanrækslu. Því sá misskilningur, aö skera viö neglur sér sanngjarna greiöslu, fyrir hvaða vinnu sem er, ætti að hverfa úr sögunni. Og frá mínu sjónarmiði er Seyi^- isfjarðarkaupstaður þó svo stórt heimili, að fullkomið sé einum til aðalumráða, og hefur mörgum hús- bónda minna verið nógu umfangs- mikið, þó enginn búskussi hafi verið. Önundur í Ási. t Hinn 9. þ. m. lézt hér í bænum unglingspilturinn Sigurður Bogason, sonur Boga Benediktssonar, bók- haldara. — Sigurður var prúður og góður drengur. — Hinn 11. þ. m. l'ézt á Búðareyri hér í bænum Böðvar Stefánsson verkamaður, 64. ára gamall. Hann hafði dvalið mestan hluta æfi sinn- ar hér í bæ. Altaf vel látinn og vin- sæll. — Svartidauði á Spáni og Portugal. Sýslumaðurinn, Seyðisfirði. í dag hefur verið gefin út svo- hljóðandi auglýsing; Auglýsing um pest (Svartadauða) á Spðni og Portugal. ' Með því aö pest hefur gert vart við sig í Barcelona á Spáni og í Lissabon í Portugal, þá ber að skoða allar hafnir á Spáni og í Portugal sem sýktar af nefndum sjúkdómi. Ákvæðum laga nr. 34, 6. nóvember 1902, um varnir gegn því að næm- ir sjúkdómar berist til fslands, skal því nú beitt, að því er snertir hafnir þessar. Samkvæmt 22. gr. nefndra laga, er hér meö bannaö aö flytja til landsiná frá höfnum á Spáni og í Portugal brúkað lín, dulur, brúk- aö vatt, hnökraull, pappírsafklippur, hár, húðir og ávexti. Timinn er peningar, segir malíækið. Þessvegna ættu flestir að nota þá penna, sem hægt er að skrifa 2000 orð með, á meðan skrifuð eru 1200 með venjulegum pennum. Hvaða pennar eru þetta? Pappírsverzlunin svarar því. Einnig er bezt að nota blýant- ana, sem aldrei þarf að ydda, endast heilan mannsaldur og geta marg- borgað sig á einu ári. Bráðum kemur jóla- dagur. Þá er ganian að gefa — og þyggja — jólagjafir, — Gleymið þá ekki nauösynlegustu hlutunum fyrir þá, sem þurfa að skrifa, — án þeirra áhalda er ekki liægt að lifa. Það er ekki gneisti af skynsemi, heldur bjart vizkubál, að nota slíka penna og blýanta. Lögrétta hin forna var setin af mönnum, sem lögðu alt á minnið og kunnu alt utanbókar. Nú er öldin önnur. Vísir yrðu menn varla, ef enginn væri pappírinn og blekið. Pappírsverzl- u n i n hefur til nóg af allskonar pappír og umslögum og svo mikið er til af bleki, að allir bæjarmenn — bæði templarar og nontempl- arar — geta orðið b I e k a ð i r, jafnvel alt Austurland. Pappírsverzlunin hefur einnig nóg af bókum, s. s. höfuðbókum, kassabókum, tvíritunarbókum, skrifbókuin og vasabókum, t. d. „hring- bókum", sem fara betur í vasa en allar aðrar vasabækur og endast mörgum sinnum betur. Þær eru því einkar hentugar fyrir dagbækur, til að-rita í merka viðburði og Veðurlýsingar, hvort heldur er lýst austanfari eða vestanvindum, eöa öðrum fyrirbrigðum á hverfanda hveli.-* — Pappírsverzlunin hefur ennfremur sitthvað til jólaskrauts, s. s. körfur á jólatré og síðast en ekki sízt, útskorna gripi eftir Ríkarð og G e i r, sem hver íslendingur ætti að taka fram yfir útlent glingur. „Komið og skoðiö" — er gamla viðkvæðið. Virðingarfylst. Rófur og ágætar kartðflur næit moð ,Sirius“. það ssm ekki er pantað fyrirfram hér, verður sent á aðra firði. Panfið því strax. M a í s með .Goðafoss1 og nægar birgðir af H e y i með ,Síríus‘ í janúar. - Gerið pantanir yðar áður en norska krónan stígur. Þór. B. Guðmtindsson. Sími 49. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Þetta birtist öllum þeim til Ieiðbeing- ar, er hlut eiga að máli. Eruð þér, að því er til yðar kasta kemur, beðnir að sjá um að ná- kvæmlega sé farið eftir lögum nr. 34 frá 1902, um meðferð á öllum skipum er koma frá höfnum sem auglýsingin nær til. Ennfremur skal það tekið fram, og á það er lögð áherzla, aö ef skip kemur hingað frá Spáni eða frá Portugal, þá skal ekki leyfa því nokkurt samband við land, né heidur leggja því viö Iand, fyr en úrskurður heilbrigðisstjórn- arinnar í Reykjavík er fenginn. Dómsmálaráðuneytið. Hvað ber til frétta í bænum? Bæjarstjórinn. 6 bæjarfulltrúar báru fram á síð- asta bæjarstjórnarfundi tillögu um kosningu bæjarstjóra á Seyðisfirði. Mátti heita að öll bæjarstjórnin væri málinu fylgjandi. — Bar helzt á milli hvort setja skyldi málið í nefnd, til athugunar, eða láta þeg- ar ganga til kosninga jafnframt bæjarstjórnarkosningum upp úr ný- ári. Varð það ofan á, með því að I ekki þótti rétt, að ómaka kjósend- ur á sérstakan kjörfund vegna þessa máls. Svartidauði hefur gert vart við sig á Spáni og í Portugal. Barst bæjarfógeta skeyti um það frá ríkisstjórninni 12. þ. m. — Kallaði hann bæjarstjórn þegar á aukaíund. Þar var samþykt að fela sóttvarnarnefnd að ráöa sóttvörð, til þess að hafa eftirlit með öllum skipum er hingað koma. Skal gjalda houum 50 kr. þóknun á mánuði — úr bæjarsjóði, fyrst um í sinn, Vonandf fæst sá kostnaður I endurgoldinn úr ríkissjóði. Samkomuhússleysi er eitt af bæjarins mestu mein- I um. Samkvæmislíf er nauðsyn. — Það hefur margvísleg óþægindi í för með sér, að verða að nota barna- skólann til allra samkvæma. Fyrir nokkrum árum síðan bundust ýms félög í bænum samtökum um að safna fé til samkomuhúss. Mun lít- ið liafa orðið úr framkvæmdum í því efni, nema hvað félagið „Bjólf- ur“ hefur safnað allmiklu fé, og efnir það enn til jólaskemtunar í því skyni, og stofnar m. a. til happ- drættis um tvo listagripi, eftir snill- inginn Ríkarð Jónsson. — Óskandi væri að öll félög í bænum létu til skarar skríða í þessu nauðsynjamáli, svo þess yrði ekki langt að bíða, að samkomuhússvandræðunum verði aflétt, því þau vandræði standa bæj- arfélaginu vafalaust á margan hátt meira fyrir þrifum, en marga grunar. Stúkan^„Hvöt“ hér í bænum starfar nú af miklu fjöri. Hefur hún, þrátt fyrir hinn mikia og nafntogaða mótblástur, blómgast mjög vel. Meðlimum fjölg- að nálega um helming síðan í apríl s. I. og eru nú á annað hundrað. Er sagt að „jómfrú Spaníu" þyki hún ill viðurskiftis og þyki nú óvæn- legar á horfast með völd sín og veg hér í bæ en í fyrstu. — Væri og allgott að þeir mættu þess kenna, sem mest brautargengi hafa henni veitt. — Fyrst er stúkan tók til starfa, mátti svo að orði kveða, að bæjarstjórnin öll tæki henni opnum örmum. Var henni nærri einróma leyft ókeypis athvarf til fundarhalda í skólanum. — Nú er stúkan þeg- ar vaxin upp úr því húsrúmi, sem hún fékk í fyrstu, og hefur því fal- að annan salinn til starfsemi sinnar. Brá þá svo undarlega við, að sum- ir bæjarfulltrúarnir, sem áður höfðu fvllilega viðurkent og lofað hina heillaríku menningarstarfsemi þessa alheims félagsskapar, snérust nú öndverðir gegn honum, og vildu helzt vísa stúkunni út á gaddinn. Ber slíkt vott um óheillavænlegt kviklyndi, því hvarvetna í heimiunm þykir mentuðum mönnum sjálfsagt að hlynna sem bezt að þessum félagsskap. Til þess að stúkan yrði ekki að fara út á gaddinn, urðu fylgismenn hennar í bæjarstjórninni að sam- þykkja þau kjör, sem því miður er v

x

Gneisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gneisti
https://timarit.is/publication/1189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.