Gneisti - 16.12.1922, Page 3

Gneisti - 16.12.1922, Page 3
GNEISTI 3 Lyfjabúð Seyðisfjarðar J í i a g j a f ir. hefur nú eins og að undanförnu allskonar kryddvörur. — — Meö íslandi koma appelssínur epli og vínber. Kaupið í „Bjarka“. Epli - Appelssíur - Vínber - Át- og suðu- súkkulaði, fl. teg. Kex - Kerti (smá og stór) - Jólaspii - Tablborð með mönnum og fleira. í peningavandræðunum, sem nú standa Á g æ t t ó 1 g fæst hjá Sameinuðu ísl. verzlunum E s k i f i r ð i Skiftafundur í dánarbúi Þórarins Jörgenssen, trá Seyðisfiröi, verður haldinn : hér á skrifstofunni, fimtudaginn 28. þ. m. kl. 12 á hádegi. Skrifstofa bæjarfógeta Seyðisfjarðar 16. desember 1922. Ari Arnalds. Jólavindlana kaupa hyggnir menn hjá * ' Sveini Arnasyni Skiftafundur í dánarbúi Sigurðar Sveinssonar, frá Breiðuvík í Borgarfjarðar hreppi verður haldinn hér á skrifstofunni miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 12 á hádegi. Skrifstofa Norður-Múlasýslu 16 Desember 1922. Ari Arnalds. V 3 Þjóðskáidið I Hannes HaísSein 1 fyrv. ráðherra dáinn. L Hann lézf 13. þessa mánaðar að heimili sínu í Reykjavík, eftir ianga vanheilsu. — Þessa þjóð- kunna mikilmennis verður nán- ar minst hér í blaðinu síðar. hætt við að verð stúkunni um megn. Upp undir 1000 króna kostnaður við fundahöld á ári, er meiri blóð- taka en ætlandi er að félag þoli til lengdar, sem er ungt og fátækt og að nokkru leyti skipað ungu og fá- tæku fólki. Það væri því óskandi, að þeir háttvirtu bæjarfulltrúar, sem skapa vilja félagsskap þessum aldur, mættu sjá sig um hönd og gæta sín fyrlr slikum óheillum. Annars gæti orðið ástæða til að láta kjósendur skera úr málum, því þessir bæjarfulltrúar eiga ekki skóla- húsið einir. Ferlíki eitt mikið liggur hér út á Búðar- eyri, og verður mörgum starsýnt á. Er það gufuketill einn allválegur, sem legið hefur á sjávarbotni í Norðfirði undanfarin ár. Er hann eign Þórarins Guðmundssonar, kon- súls. — Þykist ritstjóri „Gneista" vita, að ketil þenna eigi að setja upp í sútunarverksmiðjunni og nota við sútun skinna. og að meiri á-\ herzla verði lögð á rekstur sútun- arverksmiðjunnar eftirleiðis en verið hefur undanfarin ár,' — og er það vel. — Hjónaband. Nýlega giftu sig á Fáskrúðsfirði ungfrú Jakobína Jakobsdóttir, systir Stefáns kaupmanns þar, og Her- mann Þorsteinsson, kaupmaður hér í bænum. Skipaferðir. Flutningsskipin „Ulv“, „Enighed- en“ og „Uno“, hafa öll komið hing- að í vikunni og tekið hér fiskfarma til Spánar og Ítalíu. — Með „Ulv“ var Ólafur Proppé alþingismaður, og fór hann með skipinu. Sumt af fiski þeim, sem nú er fluttur út, er saltfiskur. Er það leið- inlegt, þar eð verkalýðurinn missir af atvinnunni við verkunina, sem honum kæmi einkar vel að njóta yfir vetrartímann. Svo mikið efni hefur borist ritstjóra „Gneista" að engar líkur eru til að hann geti fyrst um sinn tekið upp í blað sitt neinn „Pésa“, hvorki „Verzlunar- ólagið" né „Amerísk ráð“. Mun hann því ekki taka illa upp þó sum önnur blöð hirði eitthváð af því tagi. HroJafregnirnar frá Grikklandi, er síminn þegar hefur flutt hingað, hafa vakið hryllng og skelíingu um allan héim. Þrátt fyrir öflug mót- mæli sendiherra Englendinga í Aþenu, og þrátt fyrir það þó Grikkjakon- ungur reyndi alt til að frelsa hina dauöadæmdu ráðherra, var skyndi - dómnum fullnægt fáum klukkustund- um eftir að hann var uppkveðinn. Guvaris, fvrv. forsætisráðherra, lá dauðveikur af taugaveiki, og var hann sóttur í rúmið og studdur á aftökustaðinn; stóð hann þar skjálf- andi af kulda unz skotin riðu af. Baltazei fitlaði við gleraugu sín, en Theotokir og Protopapadakis brá hvergi. 35 manna hersveit skaut í einu á hina dæmdu. Á undan aftökunni höfðu þeir all- ir verið til altarfs í fangelsinu, og að aftökunni afstaðinni voru ættingj- unum afhent líkin. Konungur Grikkja vildi fara úr iandi er aftakan hafði farið fram yfir, ættuð þér aö eins að kaupa ódýra jólagjöf. Hana fáið þér hjá mér. Snúið ykkur í ,Skálanes‘, Þór. B. Guðmundsson. Skurepulver (afbragðsgott) fæst f verzlun Halldórs Jónssonar Margreitt gullstáss fæst hjá Einari Blandon. en stjórnin vildi ekki leyfa það, og lieldur honum sem fanga í höllinni, og fær hann ekki að hafa tal af öörum mönnum en þeim, sem stjórn- in ber fult trust til. Sendiherra Englendinga fór tafar- laust frú Aþenu. Bonar Law komst svo að orði í neðri málstofu parla- mentsins, að aðfarirnar í Aþenu væru villimannslegar. Venizelos hef- ur hlotið mikið ámæli af því að liafa ekki komið í veg fyrir aftök- urnar, því hann haföi fyrir tilmæli Englendingn lofað að reyna að fá þeim afstýrt. Curzar lávarður hafði orðið all-þungyrtur við Venizelos á ráðstefnunni í Lausanne, en hann svarað engu góðu. Kvað Bretum ekki sæma að skifta sér af innan- ríkismálum Grikkja, og Iauk málj sínu með því að geta þess, að Grikkland væri ekki nýlenda Eng- lendinga. Fornmenjar fundnar í Egyitalandi. Símað er til „Times" frá Cario : Mjög merkar fornmenjar hafa fund- ist í konungadalnum hjá Theben. í gröf eins konungsins af 18. kon- ungsættinni hefur fundist aðdáanlegt safn af alabasturs-skrautkerum, mál- verkum og gyltum húsgögnum, for- kunnar fögrum. Allir munirnir hafa varðveizt miög vel, og mega heita óskemdir. Mörg þessara grafarher- bergja hafa enn ekki verið opnuð, svo þaðan má vænta fleiri funda. Hræðilegt námuslys varð íWoodward í Alabama. Spreng- ing varð í námunni er 400 námu- menn voru niðri í henni, og kom- ust fyrst ekki upp. Síðan kviknaði í námunni. Þó varð meiri hlutanum bjargað. 70 manns fórust, en 60 særðust.

x

Gneisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gneisti
https://timarit.is/publication/1189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.