Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Blaðsíða 3

Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Blaðsíða 3
KAUPFÉLAGIÐ SVARAR Hrað veldiir? Munlð PERLU i næsta þvott! Mbl. og Vísir vildu lengi láta það heita svo, að þau væru alls ekki andstæð kaupfélögum, „ef þau væru réttilega rekin“ eins og þau orða það venjulega. — Agnúarnir á framkvæmdunum væru bara svo ákaflega margir, að hugsjónir samvinnustefnunn. ar og kaupfélagsskaparins fengju sjaldan notið sin á þann hátt, sem vera bæri. í þessu sambandi hefir verið dreift út rógi um kaupfélögin, af öllum hugsanlegum tegundum, og reynt að benda á allskonar veil- ur í starfsemi þeirra. Þessi lævíslega tvískinnungs- baráttuaðferð hefir einkum komið fram í hinum harðvítugu árásum á sveitakaupfélögin, eða þau kaupfélög yfirleitt, sem stofnuð voru á undan Kaupfé- lagi Reykjavíkur og nágrennis. Og það er fyrst og fremst tvennt sem reynt hefir verið að gera þessi félög tortryggileg með, en það er lánaverzlunin og sam- ábyrgðin. Hafa þessi fyrrnefndu blöð farið mörgum hjartnæmum orðum um það, hversu kaupfé- lögin gætu verið góðar og þarfar stofnanir, ef þessum framan- greindu ókostum vœri útrýmt. Hér skal á engan hátt farið út í að skýra hvers vegna óhjá- kvæmilegt hefir verið að hafa lánaverzlun og samábyrgð í flestum kaupfélögum þessa lands, né heldur að sýna fram á hvernig aðstæðurnar hafa gert það óumflýjanlegt, sem forráða- menn félaganna hefðu gjarnan viljað komast hjá, ef auðið væri. Hins skal aftur á móti minnst, hvaða viðtökur Káupfél. Reykja- víkur og nágrennis hefir fengið hjá þessum háttvirtu blöðum og liðsmönnum þeirra. — Þetta kawpfólag, sem hefir enga sam- ábyrgð í lögum sinum og hefir auk þess gengið í broddi fylk- ingar með að útrýma lánaverzl- uninni í Reykjavík og nágrenni. Mátti nú ekki eiga vísan stuðning þeirra, sem töldu sam- ábyrgðina annan höfuðókost kaupfélaganna? — Var mögu- legt að komast hjá því, að reikna með velvild þeirra, sem þóttust berjast á móti lánaverzlun, og að þeir sýndu þess einhvern vott, með því að fara nokkrum viður- kenningarorðum um forustu- hlutverk Kaupfélags Reykjavík- ur og nágrennis, í því, að inn- leiða fullkomin staðgreiðslu- viðskipti? Jú, sannarlega hlaut sá, sem hafði kynnt sér „baráttu“ Vísis og Mbl. fyrir þessu hvorutveggja að ganga út frá fyllsta stuðningi þeirra við málefnið og þá jafn- framt Kaupfélagið, svo framar- lega, sem hann legði nokkurn trúnað á einlægnina í þessum kenningum þeirra. — Sannleik- urinn er sá, að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis er l einu og öllu stofnað og starf- rœkt samkvœmt þeim fyllstu kröfum, sem nokkrum Sjálf- stœðismanni hefir dottið í hug að gera til slíkrar stofnunar. Hver er samábyrgðin hjá Kron? — Engin. Hvað er að segja um lánaverzlunina hjá Kron? Hún er heldur ekki til, í neinni mynd. — Og svo við bætum við einni spurningu enn — hver er pólitísk afstaða Kron? — Kron styrkir engan og fylgir engum sérstökum pólitískum flokki. Kron hefir félagsmenn úr öllum pólitískum flokkum. Kron lætur engum flokki, eða ■flokksblaði í té neinn fjárhags- legan stuðning. Það fé, sem Kron lætur af hendi til blað- anna, er greiðsla fyrir auglýs- ingar. Það getur hver og einn sannfært sig um með því að lesa reikninga félagsins, sem félagið hefir ekki og mun ekki gera sér far um að leyna fyrir félags- mönnum. Ef Mbl. og Vísir líta svo á, að fé það, sem Kaupfélag- ið greiðir þeim fyrir auglýsingar, sé pólitískur stuðningur, þá er það misskilningur, og sama máli gegnir um öll önnur blöð. Að öllu samanlögðu verður því ekki komið auga á, að Mbl. og Vísir gætu, sóma síns vegna, gert minna en að láta Kaupfé- lagið hlutlaust, ef sleppt væri kröfunni um beinan stuðning við þessi fyrri áhugamál þeirra, sem Kaupfélagið er búið að framkvæma. — En hvað segja staðreyndirnar um þetta? — Þessi blöð hafa allt frá byrjun sýnt félaginu fullan fjandskap. Það má ekki einu sinni stofna innlánsdeild án þess að Vísir finni köllun hjá sér til að fræða lesendur sina á þeim þvætting, að deildin sé, i einu mikilvægu atriði, ólögleg! Bæjarbúum munu ennþá vera í fersku minni árásir heildsal- anna á Pöntunarfélag verka- manna, fyrst eftir að það hóf starfsemi sína. Aðalárásin var fólgin í sölubanni í félagið; þ. e. Félag ísl. stórkaupmanna bann- aði meðlimum sínum að selja Pöntunarfélaginu vörur. Þetta átti að vera rothögg á félagið, því eins og kunnugt er, varð það nær eingöngu að kaupa af heild. sölum fyrst í stað. Árás þessi fór algerlega út um þúfur, og Pönt- unarfélagið fór með fullan sigur frá þessari viðureign. En hver var nú aðalorsökin til þessara refsiaðgerða? Maður skyldi nú halda, að hún hefði verið sú, að félagið seldi óhæfilega dýrt eða vildi þrengja kosti neytenda. Nei, ónei. Aðal- ástæðan til þess að heildsalarnir gripu til refsiaðgerða á félagið Aðrar „röksemdir" og ádeilur eru í samræmi við þetta. — Margsinnis hefir verið fullyrt, að Kron fengi innflutning langt. um meiri en því ber. Hið rétta er, að af mörgum vörutegund- um fær félagið ekki neitt ná- lægt því, sem gera mætti ráð fyrir, samanborið við félags- mannatölu þess. Leitið frétta hjá Gjaldeyris- og innflutningsnefnd og biðjið um skýrslur um innflutninginn, ef ykkur finnst þetta ósennileg fullyrðing. Vísir og Mbl. nefna Kaupfé- lagið „gjaldþrotafyrirtæki“. — í tilefni af því, er hérmeð skor- að á blöðin að benda á einhverja viðskiptamenn félagsins, sem hafi kvartað undan slíku. — Takist það ekki, eru blöðin áminnt um að hugleiða hvort nafnið „gjaldþrotafyrirtæki" eigi ekki einhversstaðar betur við en um Kron. „Áróðurstæki Stalins", „út- breiðslutæki Stalins“! — Þetta eru einna munntömustu heitin, sem heildsalablöðin velja Kaup- félaginu, sem hefir gert kaup- félagshugsjónir Sjálfstæðis- manna að veruleika. — En hvar og hvernig hefir félagið reynt til að útbreiða „kenningar Stalins", utan félags eða innan? Hafa hinir mörgu og ágætu Sjálf- stæðismenn, sem í félaginu eru, orðið fyrir slíkum áróðri? Vilja nú ekki þessi blöð koma með a. m. k. einn félagsmann, úr sín_ um eigin flokki, eða öðrum, sem kvartað hefir undan slíku? Ef það skyldi ekki takast. — Fara þá ekki rökin fyrir pólitískum ásökunum á félagið að reynast létt á metunum og sverja sig í ættina til innlánsdeildarlög- fræði Kristjáns Guðlaugssonar? XX. var sú — viðurkennd af heild- sölunum sjálfum — að félagið seldi óhæfilega lágu verði, enda fór stjórn Fél. matvörukaup- manna þess á leit við stjórn Pöntunarfélagsins, að samið yrði um hærri álagningu á mat- vörur en þá var hjá félaginu. Hvað segið þið um þetta, neyt- endur góðir? Eruð þið ekki þakklátir heildsölunum fyrir umhyggjuna? Var það ekki hættulegt fyrir afkomu ykkar, að farið var að lækka álagningu á nauðsynjavörum? Hafið þið ekki beðið hnekki við það að tekizt hefir með starfsemi Pönt_ unarfélagsins og síðar KRON að lækka álagningu á matvörum almennt um 15% — samkvæmt útreikningi í des. 1937 — en sennilega nemur lækkunin mun meiru nú. Árásir heildsalanna og blaða þeirra magnast nú með degi hverjum. Morgunblaðið og Vísir eru í dag að mestu leyti helguð KRON, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Það mun ekki hafa þótt vænlegt til sigurs að ráðast á félagið fyrir að selja ódýrt og lækka verzlunarkostn- að, því að nú er allt í einu snúið við blaðinu og borið á félagið að það selji við of háu verði. Það er meira að segja sakað um sví- virðilegt okur. Hvernig lízt ykkur nú á, neyt- endur? Haldið þið að sömu mennirnir, sem settu refsiaðgerðirnar á neytendasamtökin fyrir að selja of lágu verði — mennirnir sem vildu endilega semja um meiri álagningu — geri nú þessar hat- römmu árásir á samtökin vegna þess að þau haldi vöruverði of háu? Nei, því fer fjarri. Sannleikurinn er sá, að KRON hefir tekizt, þrátt fyrir allar á- rásir og refsiaðgerðir — að brjóta skarð í þann einokunar- múr, sem heildsalavaldið var bú_ ið að reisa utan um sig hér í höfuðstaðnum, á sama hátt og kaupfélögum út um land tókst á sínum tíma að hnekkja ein- okunarvaldi erlendra og inn- lendra kaupmanna. Annars eru skrif heildsala- blaðanna stundum þannig, að þau verka annað hvort sem aug- lýsing fyrir KRON eða sem „brandarar". Morgunblaðið hefir varið miklu rúmi í að telja lesendum sínum trú um að KRON væri „áróðurstæki Stalins“ og hlýddi fyrirskipunum frá Moskva! Hafa menn haft af þessu hina beztu skemmtun. En ef Morgunblaðið meinar eitthvað með þessu, þá væri fróðlegt að fá að heyra, hverjar þessar fyrirskipanir frá Moskva eru. Er það kannske samkvæmt skipun frá Moskva, að KRON starfar samkvæmt íslenzkum lögum um samvinnufélög? Er það samkvæmt skipun frá Moskva, að KRON er hlutlaust um stjórnmál og önnur mál, sem eru rekstri þess óviðkomandi? Er það samkvæmt skipun frá Moskva, að KRON lækkaði á sl. ári álagningu á matvöru al- mennt um 15%, en fyrir við- skiptamenn félagsins um 28%, og greiddi þeim arð að auki? Er það samkv. skipun frá Moskva, að KRON lækkaði fyrir ári síðan kolaverð í Rvik um 6 kr. smá- lestina? Er það samkvæmt skipun frá Moskva, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum — líka úr þeim flokki, sem Morgunbl. tel- ur sig málsvara fyrir — eru í trúnaðarstöðum hjá KRON? Er það samkvæmt skipun frá Moskva, að fjöldi manns úr Sjálfstæðisflokknum hefir tekið höndum saman við menn úr öðr- um flokkum og utan flokka, til að skapa öfluga neytendahreyf- ingu í Reykjavík og nágrenni, og til að hnekkja því einokunar- valdi, sem heildsalar voru búnir að skapa sér? Ef þetta hefir allt verið gert samkvæmt skipun frá Moskva, þá er ekki annað sýnilegt en að þetta séu mun aðgengilegri fyr- irskipanir heldur en þær, sem Morgunblaðið hefir fengið frá heildsölunum, og hefir það þó ekki hikað við að hlýða þeim „í einu og öllu“ jafnvel þó það yrði að almennu athlægi fyrir. Neytendur í Rvík og nágrenni þekkja nú vel orðið umhyggju heildsala fyrir velferð almenn- ings — þekkja aðferðir þeirra frá 1914 og síðan í hvert einasta skipti som þeir hafa séð sér leik á borði að okra á almenningi. Þessvegna er skiljanleg gremja þeirra í garð neytendasamtak- anna, sem hafa komið í veg fyrir óhæfilega álagningu á nauð- synjavörum. En hitt er aftur ekki eins auðvelt að skilja, að blöð sem telja sig málgögn allra stétta, skuli láta hafa sig til að birta hinar fáránlegustu árásir á neytendasamtökin. Ekki gera þau það með vilja og vitund fjöldans í Sjálfstæðisflokknum, ekki fyrir það, að alþýðan í Reykjavík hafi skipað svo fyrir. Hverjum eru þá blöðin að þjóna með árásum sínum? Aðeins 20— 30 heildsölum og skylduliði þeirra. Hvílík fjarstæða! Blöð stærsta stjórnmálaflokksins á íslandi verja sínum aðalkröftum til að ófrægja og rægja neytendasam- tökin, sem mikill fjöldi alþýðu- manna úr Sj álfstæðisflokknum í Reykjavík og nágrenni eru meðlimir í — til að þóknast 20 — 30 stórbröskurum í Reykja- vík. Það er slæmt að verða að hlýða svona fyrirskipunum. 11. okt. 1938. Sv. G. Hverjuiii þjona Vísir og HbU „Eitt rekur sig á annars horn, eins og búpening hendir vorn.“ Það er vandalítið að selja fáar fegundír við lágu verðí! En að sclja allar vörur ódýrt og borga tekjuafgang eftir árid það gerir enginn — ncma KROltf

x

Kaupfélagið svarar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupfélagið svarar
https://timarit.is/publication/1199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.