Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Blaðsíða 2

Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Blaðsíða 2
KAUPFÉLAGIÐ SVARAE Hver gætir hag's Jííiis. neytaiiclH Kreppan. Orka sú, sem fslendingar eiga yfir að ráða í landsmálabarátt- unni, gengur að langmestu leyti til átaka milli stjórnmálaflokk- anna í landinu. En að því leyti, sem hún hefir beinzt út á við og verið að einhverju leyti sameig- inleg, hefir hún farið til þess að verjast fjárhagslegu öngþveiti af völdum kreppunnar, mæta markaðshruni, óhagstæðum jafnvirðisviðskiptum við aðrar þjóðir, breyta framleiðsluhátt- um okkar og vinna nýja mark- aði. Svo mjög er nú að þjóðinni kreppt á þessum vettvangi, að sjálft sjálfstæðismál hennar hefir enn ekki verið tekið á dag- skrá. Er þó skammt þess að bíða að ekki verði hjá því komizt, að taka það mál til nýrra álita og væntanlegrar úrlausnar. Jafnvirðisviðskipti og gjaldeyrisverzlun. Þar sem áður var opinn mark- aður fyrir framleiðsluvörur okk- ar og þær greiddar í erlendum gjaldeyri, hefir nú á síðustu ár- um verið þröngvað upp á okkur jafnvirðisviðskiptum af nálega öllum helztu viðskiptaþjóðum okkar. Þetta hefir óhjákvæmi- lega leitt til sérstakra ráðstaf- ana um að beina viðskiptum landsmanna í ákveðna farvegi, til þess að verjast algerðu greiðsluþroti bankanna út á við. Innflutningstakmörkunum og gialdeyrisverzlun þjóðarinnar, eins og hún er nú, verður ekki nánar lýst í þessari grein. Ytra borð þeirra mála er flestum kunnugt. Um nauðsyn opinberra ráðstafana munu flestir heil- skyggnir menn vera sammála. En örðugleikar þeirra mála í framkvæmd munu seint verða skildir til hlítar eða yfirstignir að fullu. Þolraun atvinnuveganna. Þessi síðustu ár hafa verið mikil þolraun fyrir höfuð at- vinnuvegi landsmanna, land- búnað og sjávarútveg. Markaðs- hindranir, markaðshrun og verðsveiflur hafa skipzt á. Um fátt hefir meira verið rætt en stuðning við þessa atvinnuvegi og viðleitnin hefir beinzt í þá átt að þoka til framleiðsluhátt- um okkar um vöruval og vöru- meðf erð og að leita nýrra mark- aða. Má og telja, að furðulega mikið hafi áunnizt í þessar áttir. Þrátt fyrir nálega gersamlegt hrun Spánarmarkaðarins fyrir saltfiskinn, hefir að verulegu leyti tekizt að halda í horfi. Aukin, breytt og bætt hagnýting sjávaraflans og leit eftir nýjum markaði, hefir allmikið hamlað upp á móti tjóninu við hrun eldri markaða. Á vegum land- búnaðarins hefir viðleitnin beinzt í þá átt, að bæta sölu- skipulag helztu landbúnaðar- vara á innlendum markaði, til þess að halda uppi verði þeirra eftir því, sem fært hefir þótt. Innlendur iðnaður. Til þess að draga úr gjaldeyr- isþörfinni út á við, hefir á und- anförnum árum verið lögð mikil áherzla á það, að efla innlendan iðnað. Ýmsar nýjar iðnaðar- greinir hafa risið upp í landinu að vísu mjög misjafnlega þarfar. Þörfin fyrir aukna vinnu í land- inu hefir og gripið inn í þessar ráðstafanir. Það er nokkur á- stæða til að óttast, að við ráðs- ályktanir Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar varðandi inn- flutning á vélum og hráefni til iðnaðar, kdmi meira til greina þessi allsherjarstefna þeirra, er fyrir ráða málum þessum, að „efla innlendan iðnað", heldur en nákvæmt mat á þörf eða þarfleysi sumra þeirra greina (sælgæti allskonar, fegrunar- meðul o. fl.). Misvægi veltuf járins. Verzlunarhöftin og gjaldeyris- ráðstafanir þær, sem óhagstæð- ar ástæður hafa þröngvað upp á þjóðina annarsvegar og hin lítt hugsaða allsherjarviðleitni, að efla innlendan iðnað hinsvegar, hafa dregið á eftir sér óþægi- legan dilk. Veltufé þjóðarinnar * er að safnast á hendur fárra manna, með þvílíkum hraða og öfgum, eins og um stríðsokur væri að ræða. Innflutningstak- markanirnar hafa skapað stór- kaupmönnum einokunaraðstöðu um verzlun í ýmsum greinum, en útilokað nýja samkeppni. Nokkur dæmi um verzlunarokur kaupmanna voru nýlega birt í sumum blöðum bæjarins og sýndu þau, að álagningin.reikn- uð af kostnaðarverðinu (ekki innkaupsverði eins og þar var gert) komst jafnvel upp í 200%. Reiknuð af innkaupsverði verð- ur hún mun hærri. Ýmsar vefn- aðarvörur, búsáhöld o. fl. er hér lendis selt í búðum kaupmanna við tvöföldu verði við það, sem gerist í nágrannalöndunum. Á sama hátt hafa innflutnings- ráðstafanir og tollverndir fóstr- að upp á síðustu árum fámenna stétt, en álitlegan stofn einskon- ar iðnaðarokrara. Þessir nýríku menn, sem í skjóli þessara skiljanlegu en misviturlegu iðn- aðarráðstafana, gerast eftir- gangssamir um það, að þeim sé tryggð tollvernd og að innflutn- ingshöftunum sé beitt þeim í hag. Hverjir borga brúsann? Það hefir verið rakið hér að framan, hversu óhjákvæmilegar verzlunarráðstafanir hins opin- bera og misviturlegar iðnaðar- ráðstafanir hafa leitt til hækk- andi verðlags á ýmsum flokkum vara og jafnvel fullkomins ein- okunarokurs í sumum greinum. Og hverjir borga brúsann? Ég og þú, neytandi! Við borgum brúsann. Heróp síðustu ára hefir verið: Stuðningur til handa framleiðslunni, tollvernd til handa iðnaðinum, innflutnings- takmarkanir, sem hafa veitt til- tölulega fámennum hópi manna aðstöðu til óheyrilegs vöruokurs. En í öllu þessu sjálfsvarnarfáti þjóðarinnar hefir einn mikils- verður aðili gleymzt. Og sá að- ili er neytandinn sjálfur. Ekkert hefir verið gert til þess að halda í skefjum okri því, sem hefir orðið bein afleiðing af fyrr- nefndum ráðstöfunum. Ekkert eftirlit með gæðum framleiðslu- vara, annarra en matvæla. Eng-. ar takmarkanir á vöruverði. Og niðurstaðan verður sú, að al- múginn verður fátækari með hverju ári sem líður. Aurarnir týnast úr vösum f jöldans í gildn- andi sjóði nokkurra vöruokrara og nýríkra iðnaðarhölda. Hver gætir hags þíns, neytandi? Enginn gætir hags þíns, eins og nú háttar til, ef þú ekki gerir það sjálfur. Hugleiðingarnar hér að framan -eiga einkum við á- standið eins og það hefir verið og er hér í Reykjavík. Neytenda. samtökin í höfuðstaðnum mega enn teljast vera á æskuskeiði. Þau hafa enn ekki hlotið bol- magn, til þess að taka upp keppni við kaupmenn nema á takmörkuðu sviði viðskiptanna. En hverju hafa þau áorkað? Ár- ið 1937 var samkeppnin í mat- vöruverzlun af þeirra hálfu orð- in svo sterk, að kaupmenn sáu sér nauðugan einn kost að lækka verðið almennt til samsvörunar. Auk þess kemur hér til greina á- góðahluti og sjóðir félagsmanna. Þannig hafa þau nú þegar brotið stórt skarð í múrinn til hags- muna fyrir þá, sem skilja mátt þessara sjálfbjargarsamtaka. Takmark verzlunarsamtaka almennings í landinu er það, að sigrast á okrinu, féflettingu al- múgans við kaup og sölu, óhæfi- legri fjársöfnun einstakra manna en koma til leiðar sið- mennilegum viðskiptum og al- mennri hagsæld. Samvinnumað- urinn skilur, að slík samtök eru höfuð sjálfsvörn hins fátæka al- múga í lifsoaráttunni, miklu á- hrifaríkari og farsœlli en hækk- anir launa og kaupgjalds. Látum okkur hella vatni í botnlaust ílát. Og sjá! ílátið verður allt af jafn tómt. Látum okkur hækka laun og kaupgjald, sem jafnharðan rennur í vasa fámennrar stéttar stórkaupmanna og iðnaðarhölda. Og allir þeir, sem laun taka, verða jafn fátækir eftir sem áð- ur, en ríkissjóði og atvinnuveg- um íþyngt til hagsmuna fyrir nokkra okrara. Þetta er kjarni málsins. Þessvegna eru neyt- endasamtökin barátta hins fá- tæka manns fyrir lífi sínu og fjölskyldu sinnar, markvís þróun til aukinnar farsældar almenn- ings og siðmennilegri þjóðfélags. hátta. Og þeir, sem nú ráða fyrir hinum opinberu verzlunar- og iðnaðarráðstöfunum, þurfa að skilja þennan kjarna málsins til fyllri hlítar. Úr því að hinn ó- breytti almúgamaður skilur með hverjum hætti ber að snúast til varnar gegn almennri fátækt og niðurbroti atvinnuveganna og tekur sér stöðu í fylkingu sam- takanna, er valdhöfunum tæp- lega minna ætlandi, en að skilja hvers virði samtökin eru fyrir viðleitni þeirra sjálfra um betri stjórn í landinu til varnar og til viðreisnar almennri hagsæld og þróun atvinnuveganna. Þraut- píndir, örfátækir neytendur, þýð ir hrun atvinnuveganna. Þess- vegna heimtum við réttlæti. Þessvegna heimtum við, neyt- endur og samvinnumenn, skyn- samlegan stuðning í viðleitni okkar. Neytandi. 1Tndi*a.efitid nýfa. ei* aoalumtalsefnið iiiiiia. Fljótvii'kast. Óskaðlegt f yviv tauio og lieiitluriiai*. 70 aura stor pakkí Mána-staiigasápa á sTörtn Mettiiia*

x

Kaupfélagið svarar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupfélagið svarar
https://timarit.is/publication/1199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.