Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Blaðsíða 4

Kaupfélagið svarar - 15.10.1938, Blaðsíða 4
KAUPFÉLAGIÐ SVARAR Kaupíélag eítir kenningum Sjálfstæðismanna Ég er nú svo gamaíl, sem á grönum má sjá og minnist vel árásar Björns Kristjánssonar á samvinnufélögin út af samá- byrgðinni og fleiru því, er hon- um þótti ærið athugavert í skipulagi þeirra og starfshátt- um. Ég ætla ekki að blanda mér í það gamla deilumál, til þess að leggja dóm á þessa hvössu árás Björns Kristjáns- sonar né heldur vopnaburð þeirra, sem stóðu þar til and- svara. Ég var, sem flokksmaður Björns, fylgjandi honum í höf- uðatriðum þeirra mála. Mér var ögeðfeld hin takmarkalausa samábyrgð kaupfélaganna sam- fara skuldaverzlun þeirra. Ég get þó vel fallizt á það, sem for- mælendur samábyrgðarinnar héldu þá fram, að upphaflegar ástæður félaganna meðan kalla mátti, að engir peningar væru til í landinu til verzlunarþarfa, lánstraust bænda ekkert, sam- göngur tregar og ekkert mátti út af bera með tíðarfar, að ekki yrði kollfellir á stórum land- svæðum — hafi gert þessa skip- un á samtökum bænda nauð- synlega og óhjákvæmilega. Hitt var aftur á móti rangt að vilja þröngva þessari skipun upp á búleysingja og daglaunamenn í kaupstöðum, eftir að allar fyr- taldar ástæður voru gerbreyttar. BjörnKristjánsson og við sam- herjar hans í þessum verzlunar- deilum fundum samvinnufélög- unum til foráttu einkum það, sem hér greinir: 1. Að félagsmenn væru fjötr- aðir ótakmarkaðri samábyrgð. 2. Að þau rækju skuldaverzl- un, sem geui samábyrgðina enn viðsjárverðari. 3. Að þau væru pólitískt vígi ákveðins stjórnmálaflokks í landinu. Af öllum þessum ástæðum hafa ýmsir þeir menn, sem nú fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, talið félagsskapinn við- sjárverðan og ófýsilegan fyrir almenna þátttöku. Hinsvegar hefir það ávallt verið skilningur alls þorra þessara manna, að verzlunarsamtök almennings gætu verið til ómetanlegra bóta, ef þessum annmörkum yrði rutt út vegi. Og hinu sama hefir ætíð verið haldið fram í blöðum Sjálfstæðisflokksins. — Ádeilur þeirra hafa ávalt snúizt ein- göngu að skipulagsagnúunum og því, sem talin hefir verið mis- beiting samtakanna í pólitískri baráttu í landinu. Umræðurnar, sem nú eru uppi í blöðum bæjarins um verzlun- armálin, hafa valdið því, að mér hefir orðið litið þetta til baka. Ég er einn þeirra mörgu almúgamanna, sem tek þátt í neytendasamtökum Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis ‘með þeim árangri fyrir sjálfan mig, að fremur rýrar tekjur, sem ekki hrukku áður fyrir sæmilegum lífsnauðsynjum, hrökkva nú, ef sparnaðar er gætt og hófsemi. í skipulagi KRON og starfshátt- um er sneitt hjá öllu því, sem mér þótti ófýsilegt fyrir mig og mína líka í fari annarra kaupfé- laga. KRON ábyrgist skuldbindingar sínar með sjóðum sínum, en á félagsmönnum hvílir engin per- sónuleg ábyrgð fyrir félagið. í stað skuldaverzlunar er tek- in upp staðgreiðsla, svo að mín eigin peningabudda segir til um kaupgetuna, en ekki reiknings- nótur kaupmannsins, sem án alls yfirlits frá minni hálfu söfnuðust fyrir hjá kaupmann- inum allan mánuðinn og komu svo um hver mánaðamót eins og hirtingarvöndur hinnar illu refsinornar, — fátæktarinnar, sem þjáir okkur allt of marga. Dyrnar hjá KRON standa öll- um opnar, hvaðan, sem þeir koma og af hvaða sauðahúsi, sem þeir eru. Enginn spyr um pólitískt hugarfar eða hjarta- lag. Allir eiga þar sameiginlegt mál, að gæta hagsmuna sinna á heiðarlegan og bróðurlegan hátt og verjast fátæktinni í sameig- inlegri baráttu. Óskum mínum og þörfum, sem kaupstaðarbúa, hefir með skipulagsháttum KRON verið algerlega fullnægt. Og ég hefi álitið, að svo hlyti að vera um allan almenning i þessum bæ, ekki sízt flokksmenn mína, Sjálfstæðismenn, sem hér hafa í fyrsta sinni fengið kaupfélag, að öllu leyti skipulagt eftir kröfum sínum og kenningum. Og vissulega er okkur Sjálf- stæðismönnum innan handar að tryggja til fullnustu, að Kaupfélagið bregðist aldrei hinu heilbrigða samvinnuskipulagi í einu eða neinu. Erum við ekki i miklum meiri hluta í þessum bæ? Kaupfélagið er opið fyrir alla, og ef Sjálfstæðismenn yrðu ekki eftirbátar annara flokka um að flykkja sér um kaupfé- lagið, ættu þeir víst að verða þar fjölmennastir á skömmum tíma. Og í kaupfélaginu ræður afl atkvæða um öll mál. Mér hefir því stórlega blöskrað tónn- inn í blöðum Sjálfstæðisflokks- ins í garð félagsins. Er engu líkara en að ekki sé öðru til að dreifa en öfund, rógi og rætni. Það er leitazt viö að tortryggja félagið sem einhverskonar póli- tískt útbú frá Moskva. Inn- flutningur þess á brýnustu lífs- nauðsynjum félagsmanna er tal_ inp eftir og þar fram eftir göt- unum. Og ég verð að standa orðlaus þegar pólitískir and- stæðingar mínir, en samherjar í kaupfélagsmálum, leggja fyrir mig spurningar eins og þessar: Hvað er orðið af fyrri viður- kenningu þessara blaða í garð kaupfélaga, ef þau aðeins losuðu sig við samábyrgðina, skulda- viðskiptin og hinn pólitíska sundurdrátt? Eru ekki menn úr öllum pólitískum flokkum sam- an í KRON og skipa stjórn þess. Álíta blöðin, að þið Sjálfstæðis- mennirnir í KRON takið því með þökkum, að vera stimplaðir eins og þrælar og þý einhvers erlends valds? Þykjast þessi blöð tala í umboði almennings í þessum bæ, er þau lasta menn fyrir það eitt, að verjast með heiðarlegum verzl'unarsamtök- um, fátækt og greiðsluþroti? — Þessar og þvílíkar spurningar dynja á mér hvaðanæva. Og meðan ég stend orðlaus, er spurningunum svarað fyrir mig á þessa leið: Kaupmönnum, sem gefa út þessi blöð, hefir aldrei verið neitt annt um kaupfélögin eða skipulag þeirra. Ef fyrri vandlætingar þeirra og ráðlegg- ingar um skipulagið hefðu verið byggðar á heilindum, þá gætu ekki blöð þeirra fjandskapazt gegn hinu rétta skipulagi. Allt fyrra skraf þessara manna um ágæti samábyrgðarlausra kaup- félaga hefir verið þvaður og hræsni, til þess að rægja stefn- una. Stórkaupmennirnir blóðsjá eftir hinum sparaða eyri okkar fátæklinganna í KRON, af því að hann hverfur ofan í peninga. budduna okkar, en ekki í mill- jónasjóði þeirra. Og ritstjórar blaðanna halda fram málstað kaupmannanna móti betri vit- und, af því að kaupmennirnir halda blöðunum úti og greiða ritstj órnarlaunin. Það er þeirra háttur að verjast fátækt og greiðsluþroti. Ég verð að játa, að við þessu öllu verð ég að þegja, svo sárt sem mig tekur það vegna flokks míns. Ég hafði haldið, að ég gæti verið hvorttveggja í senn, góður Sjálfstæðismaður og góður kaupfélagsmaður, og ég mun í lengstu lög reyna að sameina þetta. En ég vinn það ekki fyrir neitt flokksfylgi að bregðast þeim samtökum, sem mér hafa reynzt dýrmætari og heiðarlegri en allur annar félagsskapur, sem ég hefi tekiö þátt í. Ég kýs fremur að ganga til vinnu minnar og setjast að mínu fátæklega borði, heldur en það hlutskipti, þó þess væri kostur, að misbjóða pappír og prentsvertu með vísvitandi og þjóöhættulegum blekkingum. Ég vil heldur búa við fátækt í fé- lagsskap góðra manna og vel- velviljaðra, hvaða stjórnmála- flokk sem þeir styðja, heldur en að styðja lífsreglurnar, sem seg- ir frá í Heljarslóðarorrustu, þar sem stolið var frá öllum þeim, sem ekkert áttu, en ekkert tekið frá hinum, sem auðugir voru. Sjálfstæðismaður. Árásirnar á Kaup- Sélagið (Framhald, af 1. síðu.) laganna: „Félagið er samvinnu- félag samkvæmt landslögum. Það verziar aðeins gegn stað- greiðslu.“. . . KRON hefir þannig uppfyllt allar þessar kröfur. Það er nú að sjálfsögðu ekki nóg að reglurnar séu til á papp- irnum. Þeim verður einnig að fylgja í framkvæmd. Nú er auð- velt að ganga úr skugga um það,í reikningum félagsins, að 2., 3. og 4. atriði hefir verið fullnægt í framkvæmdinni. Slíka stærð- fræðilega vissu er ekki hægt að fá um L atriðið. En þeir sem halda fram, að brotið hafi verið gegn því,verða að sanna þá stað- hæfingu. Það hefir alveg láðst. Ég tel mig hafa allgóða aðstöðu til þess að dæma um þetta at- riði og get lýst því yfir, að mér er ekki kunnugt um að ásak- anir í þessu efni séu á rökum reistar. KRON getur vitanlega enga ábyrgð borið á því, þótt einhver stjórnmálablöð reyni að tileinka sínum flokki fremur en öðrum það sem þau telja gott í starfi félagsins. Óbreyttir liðs- menn Sjálfstæðisflokksins geta ekki heldur ráðið neinu beinu um það, þótt svo virðist sem aðal blöð flokksins hafi tekið fjand- samlega afstöðu til félagsins og starfsemi þess. Félagið hefir án saka, verið dregið inn í baráttu stjórnmála- blaðanna, og þau hafa látið uppi hug sinn til þess, hvort sem það nú eru erindi flokkanna sjálfra eða einstakra manna, sem þau eru að reka. Því hefir verið haldið fram nú síðast, að KRON væri ívilnað um innflutning og að það væri þeirrar ívilnunar ómaklegt fyrst og fremst af því, að það „okr- aði“ á vörum. Þessum ásökun- um mun verða hnekkt á öðrum stað hér í blaðinu. En við það, sem hér hefir verið sagt að framan, vil ég þó bæta: Það er augljóst mál, að þegar innflutningshöftum er beitt, get- ur reglan um frjálsa samkeppni ekki komið að haldi, því að for- senda hennar er fyrst og fremst frjáls innflutningur. Um inn- flutningshöft má deila, en flest. ir munu þó líta svo á, að eins og nú háttar, séu þau óhjákvæmi- leg, og víst er, að þau eru stað- reynd að því er snertir ýmsar vörur t. d. vefnaðarvöru. Þegar um er að ræða skiptingu á þeim litla innflutningi, sem fæst, má fylgja ýmsum reglum, t. d. að veita hann eingöngu í hlutfalli við fyrri innflutning. Með því móti fá gamlar verzl- anir fujlkomna einokun, sem hlýtur að valda verðhækkun. Það má láta ný verzlunarfyrir- tæki kaupmanna fá hluta af innflutningnum, en mun reynast ófært í framkvæmd og óþarfi að orðlengja um það hér. Það má láta samtök kaupenda, kaupfé- lög, fá innflutning í meira eða minnahlutfalli við félagsmanna- tölu. Það má setja verðlagsnefnd, sem að vísu kemur að litlu eða engu haldi, og loks má fá ríkinu einkasölu. Frá kaupmannastétt- arinnar hálfu má ætla, að tvær fyrstu leiðirnar séu beztar og hinar verri í þeirri röð, sem þær eru taldar. Frá sjónarmiði almennings verður sú leiðin bezt, er leiðir til lægsta verðsins. Þar kemur einkum til greina starf kaupfé- laganna. Fái þau innflutning, er nemur eitthvað í áttina við lág- marksþarfir félagsmanna, hafa þau möguleika til þess að halda verðinu í skefjum. Aukinn inn- flutningur kaupfélaga, jafnvel á kostnað kaupmanna, er því rétt- mætur, ef þau uppfylla þá skyldu að halda verðinu í skefjum. Sé nú litið á starfsemi KRON í þessu efni, þá hefir það verið sýnt með óvéfengdum töl- um, að álagningin á matvörur hefir stórlega lækkað síðan fé- lagið tók til starfa, og félagið er nú a. m. k. vörður um, að sú álagning hækki ekki aftur, ef það þá ekki getur lækkað hana enn meir. Að því er snertir vefnaðar- vörur og búsáhöld, hefir starf- semi félagsins ekki borið á- rangur á sama háttinn. Þar hafa innflutningsleyfin verið skorin svo við nögl að tilhögun starfseminnar hefir hlotið að verða nokkuð önnur. Álagningin hefir hlotið að verða hærri vegna þess að ann- ars mundu kaupmenn og „spe- kulantar“ kaupa vörurnar upp og selja þær síðan með hækk- uðu verði. Var þá hag almenn- ings að engu betur borgið. Og jafnvel þótt aðeins væri um kaup almennings að ræða, hlaut að fara þannig vegna vöruþurð- ar, að. ef verðmismunurinn var mjög mikill keyptu þeir upp, er bezt höfðu ráðin, og þeir sem minna höfðu handa á milli urðu þá að kaupa hina dýrari vöru annarsstaðar, þegar KRON var komið í vöruþrot. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið úr ýmsum áttum, hefir álagningu á vefn- aðarvöru þó verið svo í hóf stillt, að verulegur hagur er að við- skiptunum, jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til þess mikilsverða atriðis að sá arður, sem félagið fœr af þeim, rennur til fé- lagsmanna sjálfra, þannig að hér tekur hver og einn úr ein- um vasa sínum og lætur í annan. Þessi munur á verzlunarhátt- um, að því er snertir matvörur á aðra hlið, en vefnaðarvörur á hina, er í raun og veru beiting tveggja grundvallarreglna, sem báðum er beitt um starfsemi kaupfélaga víðsvegar í heimin- um. Önnur er sú, að halda uppi strangri yerðsamkeppni við kaupmenn, er leiðir til þess, að vörur eru seldar svo lágu verði, að lítill arður verður. Hin sú, að selja ekki stórum undir verði kaupmanna, en úthluta siðar arðinum til félagsmanna. Hvor reglan hefir til síns ágætis nokkuð. Svo virðist, sem á- rásirnar á KRON séu helzt rökstuddar með því, að síðari reglunni sé að einhverju leyti fylgt um sumar vörur. Þessar árásir eru að vísu fjarri sanni, en satt er, að fyrri reglunni hefir ekki getað orðið fylgt til fulls um vefnaðarvörur og búsáhöld, af því, að innflutningur hefir ekki fengizt svo ríflegur að þetta sé hægt. Er því vonandi að þeir sem hér hafa mest látið ljós sitt skina, taki nú undir kröfur KRON um meiri innflutning því til handa, svo að það geti Arin 1935 og 1936 gerði ég, með aðstoð skattstofunnar, at- hugun á verzlunarrekstri 1934 og 1935. Var það með þeim hætti gert, að hvert einasta framtal frá verzlunum á öllu landinu var athugað og lagt til hæfis til yfir_ litsskýrslna. Skýrslurnar fyrir 1934 hafa verið gefnar út og engar athugasemdir verið við þær gerðar, en stundum í þær vitnað til réttlætingar málstað kaupsýslumanna. Samkvæmt þessum skýrslum var meðalálagning matvöru- verzlana í Reykjavík 1934 19.3%. Var ekki í neinni grein verzlun- ar í Reykjavík lægri álagning, en álíka talin í byggingarvöru- verzlununum. Við þetta er að vísu rétt að gera tvær athugasemdir: 1) Þessar skýrslur eru byggðar á eigin framtölum, og þó að þau séu gerð undir nokkru eftirliti, má alltaf gera ráð fyrir að eitt- hvað falli undan. 2) Alloft eru reiknaðir í kaup- verði vörunnar kostnaðarliðir, sem að réttu lagi bæri að telja til kostnaðar í verzluninni og í annan stað var söluverð vörunn- ar sumstaðar framtalið að frá- dregnum afföllum og afskrift- um. Meðalálagning matvöruverzl- ana var því raunverulega eitt- hvað hærri 1934 en skýrslurnar sýndu. En það haggar ekki þeirri staðreynd, að álagning þeirra verzlana var þá yfirleitt mjög lág, móts við aðrar verzlanir í Reykjavík. 1935 var meðalálagn. ing matvöruverzlana jafnvel ör- lítið lægri er á sama hátt var upp gert og þá lægri en álagn- ing allra annarra verzlana í Reykjavík. Þess er rétt að geta, að verzl- anir kaupa sína vöru frá heild- sölum og þar hefir áður verið sett á þær mikil álagning. í fyrra gerði ég athuganir á álagningu matvöru 1934—1937, eftir öðrum leiðum. Ég náði í verðskráningu nokkurra vöru- tegunda í Englandi og reiknaði eftir þeirri skráningu verð þeirra, eins og það myndi vera, komið í hús hér í Reykjavík, þegar búið væri að greiða af þeim allan flutningskostnað og tolla. Það verð (kostnaðarverð) bar ég síðan saman við smásölu- verð hér í Reykjavík, eins og það er skráð í Hagtíðindum, og enn- fremur við útsöluverð P. V. R. og KRON (smásöluverð í pönt- un). Af þessari athugun varð ljóst, að álagning matvöru í smásölu hafði lítið breytzt 1934 —1936, en var miklu meiri en fram kom í framtölum matvöru- verzlana. En á árinu 1937 lækk- aði hún stórkostlega, bæði hjá KRON og þó einkum matvöru- verzlunum almennt, Þessi lækk_ un álagningarinnar á matvöru var svo stórfelld, að ef matvöru- verzlanirnar hefðu einar átt að bera hana, gat ekkert verið eftir af álagningu þeirra, eins og hún var talin 1934 og 1935. Annað hvort hlýtur framtal matvöru- verzlana 1934 og 1935 að hafa verið stórkostlega rangt, ellegar umboðssalar og heildsalar hafa tekið mjög mikinn þátt í lækk- un álagningarinnar. Ég hefi ekki athugað hvort heldur er, en geri ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að heildsalarnir hafi lækkað sína álagningu. Skýringin á stórfelldri lækkun álagningarinnar 1937 getúr ekki verið nema ein: vaxandi sam- keppni KRON og annarra mat- vöruverzlana. Þetta er rifjað upp vegna þeirrar deilu, sem nú er háð um álagningu á vefnaðarvöru. En fyrir þeirri álagningu er miklu erfiðara að gera grein, svo að ekki verði véfengt. 1934 var meðalálagning vefn- lækkað álagningu á vefnaðar- vöru og búsáhöld í líkingu við álagningarlækkun þá, sem orð- in er á matvöru. Verðlækkun á aðkeyptum vörum verður vel þegin hjá öllum almenningi í hvaða stjórnmálaflokki sem er, og hún er nauðsynleg, ekki að- eins fyrir hinn launaða verka- lýð, heldur einnig alla fram- leiðendur, sem að lokum bera hallann af of háu vöruverði eins og öðrum óþarfa kostnaði. Th. B. L. aðarvöruverzlana í Reykjavík samkv. eigin framtölum þeirra 39,1% og 1935 ofurlítið hærri. Síðan hefir meðalálagningin samkvæmt framtölum ekki verið reiknuð, en frekar mun álagn- ingin hafa hækkað en lækkað. Hér er aðeins um að ræða ein- falda álagningu (þ. e. smásölu- álagningu) en oftast er álagn- ingin tvöföld, þ. e. bæði í heild- eða umboðssölu og smásölu. Dæmi þau um álagningu á vefn_ aðarvöru, sem tilfærð hafa verið í blöðunum undanfarna daga og sett hafa verið upp á réttan hátt, eru því alls ekki svo mjög reyf- araleg í augum þeirra, sem þessi mál hafa athugað. En því miður er margt af dæmunum skakkt upp sett og er það augljóslega gert til að blekkja lesendurna, um það, sem blöðin hefðu að réttu lagi átt að reyna að leið- beina lesendunum um. Það er augljóslega rangt í uppsetningu dæmanna, sem tekin eru og sýnd, þegar reiknuð er álagning af innkaupsverði varanna (áður en tollur og annar tilsvarandi kostnaður leggst á) í stað þess að reikna af kostnaðurverði þeirra. Tíminn byrjaði á þessu, en hans uppsetríing á dæmunum var að því leyti réttlætanleg, að hann vildi sýna samanburð á tollaálagningu og verzlun^rá- lagningu á innkaupsverðið og tók það fram. En síðan hafa Vís- ir og Mbl. tekið þetta upp til þess augljóslega að þyrla upp ryki um málið. Og þegar aug- ljóslega er farið að beita blekk- ingum í málinu að yfirlögðu ráði er því heldur ekki að treysta, að tekið sé innkaupsverð og útsölu- verð samskonar vöru (jafn góðr_ ar). Þangað er því ekki lengur að leita í blöðunum upplýsinga um vöruverð og álagningu, heldur aðeins heimilda um mismunandi mikil „sniðugheit" í blekkingum. Þó eru það nokkrar staðreynd- ir, sem almenningur getur verið viss um eftir þessar umræður, og skal hér nokkuð af þeim nefnt: 1) Álagning í matvöruverzl- unum hefir hin síðari ár öll verið tiltölulega lág. 2) Álagning á matvörum hefir þó lækkað stórkostlega sl, ár. 3) Álagning á vefnaðarvörum hefir verið há undanfarin ár og hefir ekki farið lækkandi, 4) KRON hefir haft aðstöðu til að hafa áhrif á álagningu á matvöru en litla eða enga að- stöðu til að hafa áhrif á álagn- ingu vefnaðarvöru. 5) Málsvarar vefnaðarvöru- kaupmanna, Mlb. og Vísir, ræða um álagningu á vefnaðarvörum í Rvík með vísvitandi blekking- um, til þess að þyrla ryki í augu almennings. Gegn þessu síðasta hefir al- menningur í Reykjavik eina vörn: Áður en hann gerir kaup á vefnaðarvöru, á hann að spyrja um verð vörunnar i KRON og 2—4 stcerstu vefnaðarvöruverzl- unum öðrum. Arnór Sigurjónsson. Blaðið kostar í lausasölu 10 aura. Útg.: Kaupf. Reykjavíkur og nágrennis Ábyrgðarm.: Sveinbjörn Guðlaugsson. Prentsmiðjan Edda h.f. Alagning og verðlagníng

x

Kaupfélagið svarar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupfélagið svarar
https://timarit.is/publication/1199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.