Ljóðormur - 01.06.1990, Page 12

Ljóðormur - 01.06.1990, Page 12
10 Gaius Valenus Katúllus VII Hættu því héðan í frá að hjálpa nokkrum og gleðja ’ann, ætlaðu ekki að neinn sýni þér drengskap og dyggð. Þakklæti uppskerð þú aldrei, og fyrir hið góða er þú gerir hlýtur þú eftir á aðeins skapraun og hryggð, eins og enn hefur sannast: illa hefur mér brugðist sá sem ég ætíð hef sýnt sanna vináttu og tryggð. VIII Það gleddi mig stórum, ástkæra Ipsitilla, yndið mitt besta, hjartagullið Ijúfa, ef byðir þú mér heim um hádegisbilið. Það skaltu gera, en gættu þess þá vel að ekki verði útidymar læstar og vertu ekki sjálf á bak og burt en dokaðu heima og vertu við því búin að njóta með mér níu sinnum faðmlags. Og raunar þolir þetta enga bið: Ég ligg hér upp í loft með fullan kvið og rek minn fleyg á kaf í kyrtilinn. IX Útjöskuð tuðra, Ameana, af mér heimtar tíu þúsund, lagsmærin með ljóta nefið landeyðunnar Formíans. Vandamenn, á vettvang komið, vini og lækna kallið til: Stúlkan er ekki með öllum mjalla, augljóst mál: hún er snarrugluð. X Grey Katúllus, gefðu þetta frá þér og láttu það vera tapað sem er tapað.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.