Ljóðormur - 01.06.1990, Side 17

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 17
Heinz Czechowski 15 Heinz Czechowski Ævisögur 1 Meðan þokan kraumar við gluggann geri ég, uppi í sófa, þetta uppkast að ævisögu manns, ósköp venjulegs manns sem gæti verið faðir minn eða bróðir: maður. 2 Hvað er maður? spyr ég mig áður en ég set fyrstu línumar á blaðið: hvað er maður í þessum heimi fullum þoku? Ekki eru það orðin ekki ljóð hermikrákanna. Eru það myndirnar á söfnunum? Eru það ...? 3 Þá hætti ég. Ekki hið skrifaða ekki hið sagða. Hann er maður. A sér ævisögu, tæpast aðgreinanlega frá hveijum og einum, en þó aðgreinanlega af örlitlu smáatriði, degi, klukkustund, stemmningu, skoðun. 4 Það gæti verið margt. 5 Hann fæddist á mánudegi í smábæ fyrir austan, blár á hörund, ófullburða, vesæll eins og margur. Faðir hans, klæðskeri, gat hann eftir bjórkvöld. Móðirin,

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.