Ljóðormur - 01.06.1990, Side 55

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 55
Eysteinn Þorvaldsson 53 byggir hann ekki bara á þjóðlegheitum og viöráðanlegum skyn- heimi, heldur á utansólkerfis-sælu sem við getum notið góðs af lifandi og ekki síður dauð. En ljóð flestra tjá óvissu, kvíða og ein- manakertnd. í ljóði eftir Bjöm Erlingsson er mælandinn feiminn við nágranna og hræddur við illskeytta menn og í ljóðinu Það veit Guð segir hann m.a.: „En Guð veit þegar kvöldar / tek ég á rás / stekk út í myrkreið / læt það gleypa mig. / f von um að verða / eilíf bráð.“ í ljóðinu Gluggar eftir Gísla Gíslason situr mælandinn einn í rökkr- inu og mænir á gapandi glugga í blokkinni andspænis. „En það er tvöfalt gler á milli." Svipaða einsemd og tengslaleysi túlkar Kristján Þórður í myndrænum ljóðum, Brautarteinamir og Veggimir. Eng- inn getur annan stutt: „Hver er sjálfum sér næstur" segir í 47. ljóði Þórs Stcfánssonar, „þótt hann nái sér aldrei / nema í skiptum fyrir annan. // Þú stendur einn // ásamt fleimm.“ Og í tjóðinu Kviksand- ur segir Finnur Torfi: „... við sökkvum eitt og eitt /því enginn á sér bróður / sem heyrir neyðarhrópin.“ Þetta virðist vera heimur án fyr- irheita þar sem maðurinn er alltaf einn og óvíst um markmið og afdrif. „Sá dagur sem þú mæltir jjér mót við / kemur ekki“ segir í Viðböfh eftir Jónas Þorbjamarson. En í Ævintýri eftir sama höfund siglir sá sem ávarpaður er í Ijóðinu burt Ijær og fjær en „óvissuhaf / djúpir straumar ... // og land! / þú bjargast I land // þess albúinn að undrast.“ Enn er því hægt að vona og undrast og gleðjast. Lífið hefúr líka nokkuð að bjóða f ljóðum Gunnars Kristinssonar. í Ijóð- inu leikkassi er það fullt af ævintýmm sögum og tónlist og: „stígum tryUtan dans / fljúgumst á/slengjum saman höndum / hlaupum á þeim //vemm trúðar lífsins // fiflin.“ í fyrstu ljóðabókum ungra höfunda hafa sjálflægar raunatölur töngum verið algengar og oft með nokkm tómahljóði. SlQcu bregð- ur fyrir í umræddum bókum en sem betur fer minna en oft áður. Dapurlegast kveður Bjöm Þorsteinsson sem í aUmörgum Ijóðum barmar sér yfir grátefni og einmanaleika: „Raunamædd og brostin / stara augu mín útí þykkt svartnættið,"10 eða: „sál mín /ýmist fáskipt- in einsog fáni í vindi/eða tryllt úr kvöl ótal nístandi nála.“u Að sjálfsögðu em sálarhreUingar gott og gilt yrkisefni en hætt er við að lesendum ofbjóði ef ekki er hafður hemiU á tilfinningaseminni. Og hana á Bjöm eftir að hemja, og einnig málfarið, hann sýnir f síðasta ljóði bókarinnar, 71/ alls þyrst, að hann er fullfær um það og stund- um á hann til efnilega myndvísi. Kennimerki sjálflægrar umkvörtun- ar ungskálda em gjarnan orðin „sál“ og „hjaru“. Sálin er alloft á ferðinni hjá G. Rósu Eyvindsdóttur þótt ekki sé hún eins harmi þmngin í Ijóðunum og Bjöm. Hjá henni nægir líka skáldsýnin í eina mynd sem getur verið sterk þegar best lætur, t.d. þessi: „Kjamorku- vetur/ekki gráta/tárin frjósa.“ Birgitta Jónsdóttir hefur mestar mætur á orðinu „auga“ en bæði hjá henni og Bimi em sál og hjarta margendurtekin mótíf og í mjög áþekkum hugrenninmgatengslum hjá báðum. „ískrandi örvænting" er í Ijóði Birgittu, Örvœnting, en „í nístandi örvæntingu" gnístir maður tönnum í ljóði Bjöms Um mannsbamsins báðulegu forlög. Seinni hlutinn í ncfndu ljóðu Birgittu er svona: Lýsandi sem neon í niðamyrkri. Nakin sál. - ískrandi örvænting.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.