Víkurfréttir - 28.08.1980, Blaðsíða 12
l^Z^TBÉTTIB
| Fimmtudagur 28. ágúst 1980
SPARISJÓÐURINN
er lánastofnun allra
Suðurnesjamanna.
Taka þarf eina allsherjar
eitrunarherferð í Keflavík
- segir Júlíus Baldvinsson, meindýraeyðir
„Mánafákur“
Að undanförnu hefur nokkuð
borið á rottum í efri hluta Kefla-
víkur, og í einu dablaðanna var
skýrt frá því um daginn, að hér
væri mikill rottufaraldur. I tilefni
af þessu snerum við okkur til
Júlíusar Baldvinssonar, mein-
dýraeyðis, og spurðum hann
nánar um þetta.
- Nei, þaö er ekki hægt að
segja aö það sé neinn faraldur
hér," sagði Júlíus, ,,en því erekki
hægt að neita að það hefur þó
nokkuð borið á rottum hér i
Keflavík, og þá sérstaklega í efri
hluta bæjarins og þa aðallega á
svæðinu fyrir ofan Hringbraut,
Þar viröist vera miklu minna vatn
í skolpræsunum, en þegar neðar
dregur er vatnið meira og hitinn
frá hitaveituaffallinu er nokkuð
mikill, en það kunna þærekki að
meta og færasig þvíofarþarsem
vatnið er ekki eins mikið. Ég held
samt að það veitti ekki af að taka
eina allsherjar eitrunarherferð í
Keflavík, en þaðeru nokkrirvan-
kantar á að koma því við. Það
vantar t.d. aðstöðu til að blanda
eitrið og einnig er mjög erfitt að
koma eitri fyrir i brunnunum þar
sem hitinn frá affallinu er svo
mikill þessa dagana að það
myndi örugglegabráðna, þannig
að lítiö gagn væri í því. Nú að
undanförnu hefur einnig verið
nokkuð um það að svæla hefur
þurft hús vegna silfurskottu og
matarbjöllu, en af þeim hefur
verið þó nokkuð. Matarbjallan
berst hingað með alls konar
kornvöru."
Erlingur Jónsson hefur ekki
aldeilis setiö auðum höndum
fremur en endranær. Við rák-
umst á hann um daginn í smíða-
stofu Gagnfræðaskólans, þar
sem hann var að leggja síðustu
hönd á nýjasta listaverk sitt, sem
hann nefnir „Mánafákur". Er
þetta kopar skúlptúr, 180 cm að
hæð á 140 cm háum stalli.
Eigandi listaverksins mun vera
Birgir Guönason.
Erlingur er nú á förum til
Noregs í myndlistarnám.
Enn einn
gamall
Nú nýverið var keyptur hingað
12 ára gamall bátur, sem hlotið
hefur nafnið SANDVÍK KE 25,
25 lesta eikarbátur smíðaður á
Akureyri 1968. Eigandi hans er
Svanur Jónsson, Keflavík, og er
báturinn farinn til rækjuveiða.
epj.
Til síldveiða
Þessi mynd var tekin nú ívikunni i Keflavíkurhöfn þarsem unniðvaraf
fullum krafti við að útbúa m.b. Heimi KE til síldveiöa meö reknet. Ekki
tókst okkur aö afla upplýsinga um hve margir Suðurnesjabátar verða
gerðir út á reknet. en þeir munu vera nokkrir.
Loks nýr bátur til Keflavíkur
6. ágúst sl. hljóp af stokkun-
um hjá Dráttarbraut Keflavíkur
hf., nýr 17 lesta eikarbátur, sem
gefið hefur verið nafnið GRÓA
KE 51, og er eigandi hans Smári
Einarsson, Keflavík.
Báturinn er mjög vel tækjum
búinn og vandaöur af allri gerð
og í honum er GM vél 175 ha.
Smíði hans hófst fyrir um 10
árum og hefur hann því verið all
lengi ísmíðum.envinnaviðhann
var lengst framan af sem íhlaupa
vinna er verkefnaskortur var í
Dráttarbrautinni.
GRÓA er með smíðanúmer 8
hjá Dráttarbrautinni, en liðin eru
23 ár síöan bátur var smiðaður
þar síöast, þar til nú, en það var
57 lesta eikarbátur, Guðbjörg,
sem smiðuð var fyrir Sandgerð-
inga 1957.
GRÓA er fyrsti báturinn sem
kemur nýsmíðaður til Keflavíkur
í 8 ár, eða síðan 1972 að Ólafur
Sólimann kom hingað nýr, ef
undan er skilin nýsmíði skuttog-
arans Aðalvikur er kom 1974.
GRÓA mun fara næstu daga á
línuveiöar.
epj.