Víkurfréttir - 25.09.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 25. september 1980
VÍKUR-fréttir
Hættuástand á sorphaugunum
Einsog kunnugterhefurSorp-
eyðingarstöð Suöurnesja verið
óstarfhæf vegna bilunar frá því í
sumar og verðuraðtaliðeróstarf
hæf fram undir áramót, ef ekki
lengur. Á meðan stöðin er stopp
er öllu sorpi Suðurnesjamanna
ekið á sorphauga Varnarliðsins
og brennt þar, því ekki er aðstaða
til aö grafa það í jörðu eins og
gert var á sorphaugunum á Mið-
nesheiði.
Við brunann á sorpinu og þá
aðallega hinum ýmsu plastefn-
um sem í því eru, myndast stór-
hættulegt eiturloft. Vitaö er til að
við bruna á plastefnum sem
þessum hafa menn, ef þeir eru
nærri, orðið alvarlega veikir af
völdum slíks eiturlofts. Vegna
þessa hefur Öryggiseftirlit ríkis-
ins og Heilbrigðiseftirlit Suöur-
nesja nú til athugunar í samráði
við Varnarliðið, sem á umrædda
sorphauga, að láta koma upp
þarna aðstöðu til að koma í veg
Sorpgryfja Varnarliðsins
fyrir það að við sorpbrennslu
verði heilsu manna skaði gerður
þó þeir séu að störfum á
haugunum meðan á brennslu
sorpsins stendur. Tekið skal
fram að engum starfsmanna
varnarliðsins er þarna starfa,
hefur orðið meint af þessu
ennþá, en eins og sagt er, er
betra að byrgja brunninn áðuren
barnið dettur ofan í hann.
Lang minnsti mánaðarafli
um margra ára skeið
Bátaafli lagöur á land i Kefla-
vík í ágústmánuði nam aðeins
398 lestum og afli togara 309
lestum, og er þetta lang minnsti
mánaöarafli sem borist hefur á
land i Keflavík um margra ára
skeið, sem stafar m.a. af því
ástandi er hér hefur verið í frysti-
húsunum. Meiri hluti bátaaflans
er afli þriggja dragnótabáta, eöa
alls 241.9 lestir, en afli þeirra
skiptist þannig að Gullþór er
hæstur með 100.7 lestir, Baldur
með 92 lestir og Ólafur með 59.2
lestir. Af öðrum bátum er Freyja
hæst línubáta með 50.6 lestir.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja:
Mánaðarlegir fundir verða
fram að áramótum
Sálarrannsóknarfélag Suður-
nesja hefur hafiö vetrarstarf sitt
og er ákveðið að fyrsti félags-
fundurinn, þ.e. októberfundur,
verði haldinn i Félagsheimilinu
VtK, þriðjudaginn 7. október n.k.
og hefst hann kl. 20.30. Gestur
UvA
HrINGBRAUT 99 - 230 KEFLAVÍK
SfMI 1530
ATHUGIÐ!
Kjötúrvalið er hjá okkur.
Ný ýsa, ýsuflök og ýsuhakk flesta daga vikunnar.
Bæjarins besta pizza fæst hjá okkur.
Opið alla daga til kl. 22 (líka sunnudaga).
Líka í hádeginu.
mmm
Keflvíkingar
athugið
Nú standa yfir lögtök vegna vanskila á út-
svörum og aðstöðugjöldum til Bæjarsjóðs
Keflavíkur. Gerið skil og forðist með því
aukinn kostnað og dráttarvexti.
Innheimta Keflavíkurbæjar
fundarins verður Gunnar Dal rit-
höfundur, og mun hann flytja
fróðlegt erindi um málefni sem
fellur vel undir starfssvið félags-
ins.
Ákveðiö hefur verið að fram að
áramótum verði mánaðarlegu
fundirnir haldnirfyrsta þriðjudag
í hverjum mánuði og verður
nóvemberfundurinn þvi haldinn
4. nóvember og jólafundurinn 9.
desember. Ekki er enn ákveðiö
með fundarefni né fundarstað á
þessum fundum en það verður
auglýst í V(KUR-fréttum þegar
þar að kemur.
Vonast er til að á þessu starfs-
ári takist að fá hingaö miðla fyrir
félagsmenn, en ekki hefur enn
verið gengið frá þeim málum
ennþá, nema hvað læknamiðl-
arnir sem félagið hefur haft við
góðan oröstír að undanförnu
munu starfa áfram.
Félagið hefur fest kaup á við-
bótarhúsnæöi viö hliöina á húsi
þess að Túngötu 22 og mun það
gefa kost á að i framtíðinni verði
félagið með nægjanlegt
húspláss undir alla starfsemi fé-
lagsins, en sjálfsagt mun renna
töluvert vatn til sjávar áður en af
þvi verður. Síöar í vetur verða
húsnæðismálin kynnt nánar.
Varðandi miðilsfundi og önnur
málefni félagsins er félagsfólki
og öðrum þeim er áhuga hafa á
starfsemi félagsins, bent á að
allar upplýsingar er hægt að fá í
síma félagsins, 3348, alla þriöju-
daga frá kl. 15-17.
Tv«r hútmœöur
óska eftir vinnu viö ræsting-
ar. Fleira kemur til greina.
Uppl. í síma 2918 á kvöldin og
um helgar.
ÖKUKENNSLA
Helgl Jónatansson
Vatnsnesvegl 15 - Keflavfk
Sfml 3423