Fréttablaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 13
fólk kynningarblað Skandinavísk matargerð er orðin þekkt um allan heim og fólk er farið að ferðast heilmikið til Norðurlanda beinlínis út af matnum. Gísli Jensson 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r Sjóurriði, agúrka og ostrukrem er einn af þeim réttum sem gagnrýn- endur White Guide handbókarinnar pöntuðu á Grillinu. Mynd/Karl PeterSen atli rafn erlendsson er yfirkokkur á Grillinu og landsliðsmaður í matreiðslu. Mynd/SiGurjón raGnar Gísli jensson segir matar- ferðamennsku vera að aukast Mynd/SiGurjón raGnar Listi fyrir matarferðamenn Grillið stökk upp um sjö sæti milli ára á lista White Guide Nordic handbókarinnar yfir bestu veitingastaði á Norðurlöndunum. Það er nú í öðru sæti yfir þá fimmtán íslensku veitingastaði sem er að finna á listanum en í efsta sæti er veitingastaðurinn Dill. Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900- www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög ————————— Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða- opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. Bestu ísLensku veitingastaðirnir Nýja White Guide 2017 handbókin inniheldur 325 bestu veitingastaði í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sá veitingastaður sem fær hæstu einkunn er Esperanto í Stokkhólmi. Fimmtán íslenskir veitingastaðir eru í White Guide handbókinni. masters level 1 dill, reykjavík – 32/79 very fine level 2 Grillið, reykjavík – 30/74 3 norð austur Sushi & Bar, Seyðisfirði – 30/73 4 Slippurinn, Vestmannaeyjum – 29/73 5 Gallery restaurant Hótel Holt, reykjavík – 28/73 6 Vox (Hilton Hótel), reykjavík – 29/70 7 Fiskmarkaðurinn (Fishmarket), reykjavík – 29/69 8 Matur og drykkur, reykjavík – 29/68 fine level 9 Kol, reykjavík – 24/66 10 rub 23, akureyri – 26/65 11 austur–indíafjelagið, reykjavík – 26/62 12 Fiskfélagið (Fish Company), reykjavík – 25/61 13 lava restaurant, Grindavík – 25/61 14 Grillmarkaðurinn (Grillmarket), reykjavík – 23/61 15 Snaps, reykjavík – 23/6 Grafinn sjóurriði: 600 g sjóurriði 50 g salt 30 g sykur 2 búnt dill, saxað Börkur af 2 sítrónum 1 msk. pipar 1 msk. dillfræ 1 msk. fennelfræ Ostrukrem: 2 stk. ostrur 1 stk. eggjarauða 1 dl bragðlaus olía Salt Sítrónusafi dill vinaigrette: Dillolía 1 búnt dill 2 dl bragðlaus olía edikslögur: 3 msk. gott edik 2 msk. vatn 1 msk. sykur Roðflettið urriðann og hreinsið vel af alla fituna. Grafið urriðann með sykri, salti og öllum kryddunum í u.þ.b. sólarhring. Skolið urriðann vel og skammtið í hæfilega bita. Eldið við 50°C í ca. 5 mín. Þetta er hægt að gera ef sous- vide græja er við höndina eða á kafi í olíu sem hefur verið hituð upp að 50°C. Fyrir ostrukremið: Setjið ostrurnar og eggjarauðuna í mjótt, upphátt ílát ásamt örlitlu af sítrónusafa. Maukið vel saman með töfrasprota og bætið svo olíunni út í í mjórri bunu. Kryddið til með salti og sítrónusafa. Fyrir vinaigrette skal hita saman sykur, edik og vatn, til þess að leysa upp sykurinn og kæla aftur. Dillið og olían er sett saman í blandara og maukað vel eða þar til að rjúka fer úr olíunni, síið hana svo í gegnum bleiuklút eða kaffifilter. Raðið urriðanum á disk, setjið væna doppu af ostrukreminu á og rúllið upp agúrkusneiðum, krydd- uðum með salti og olífuolíu. Blandið saman hluta af ediksleginum og olí- unni og setjið u.þ.b. 2 msk. af vin ai- grette-unni yfir gúrkuna. sjóurriði, agúrka og ostrukrem „Þetta er listi sem er mjög virtur og er að verða mjög þekktur út um allan heim. Það er því mjög já - kvætt að v e r a á honum,“ segir Gísli Jensson, sommel ier og veitingastjóri Grillsins. Hann segir Grillið hafa tekið nokkr- um breytingum undanfar- ið ár. „Við höfum lagt áherslu á að fríska upp á staðinn, mat- seðilinn og þjónustuna til að ná til breiðari hóps viðskiptavina. Mér sýnist okkur hafa tekist afar vel upp ef marka má White Guide listann enda vorum við í níunda sæti yfir íslensku veitingastaðina í fyrra,“ segir hann. Gísli segir fólk nota White Guide listann til að finna góða veitingastaði í þeim löndum sem það ferðast til. „Skandinav- ísk matargerð er orðin þekkt um allan heim og fólk er farið að ferðast heilmikið til Norður- landa beinlín- is út af matnum. Skýrasta dæmið um slíkt „dest- ination dining“ á Íslandi er Dill Res- taurant sem er í fyrsta sæti yfir íslensku veitinga- staðina.“ Að sögn Gísla eru veitinga- staðirnir metnir alveg án vit- undar þeirra. „Við vitum að þeir koma yfirleitt mið- eða síðsum- ars, en annars eru gagnrýnend- urnir bara eins og hverjir aðrir gestir,“ segir Gísli en eftir að bókin var gefin út hefur hann komist að því hvaða réttir voru pantaðir. „Þeir fengu meðal annars andaregg í forrétt, rauð- sprettu og léttreyktan urriða,“ segir Gísli en Atli Þór Erlends- son, yfirkokkur Grillsins og landsliðsmaður Íslands í mat- reiðslu, gefur hér uppskrift að urriðanum. Lesa bara FBL 68% Lesa bæði FBL OG MBL 21% Lesa bara MBL 11% 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 6 -3 2 0 0 1 B 3 6 -3 0 C 4 1 B 3 6 -2 F 8 8 1 B 3 6 -2 E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.