Fréttablaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 10
Thera°Pearl margnota hita- og kælipúðarnir eru hannaðir af læknum. Thera°Pearl eru með ól sem auðveldar meðferð meðan á vinnu eða leik stendur. Jólagjöfin í ár ErlEnt Það gerist reglulega að fram á sjónarsviðið spretta örríki sem flest eiga það sameiginlegt að eng- inn telur þau marktæk. Venjan er sú að þau hverfi svo til jafn harðan og þau birtast eða í síðasta lagi þegar jarðvist stofnandans lýkur. Þó eru dæmi um nokkur ríki sem lifa ágæt- is lífi. Nægir í því samhengi að nefna Kristjaníu, Sealand og Seborga. Í fyrra var ríkið Liberland, sem á hinu ástkæra ylhýra gæti kallast Frjálsland, stofnað á landsvæði við Dóná milli landamæra Króatíu og Serbíu. Löngum hefur staðið deila á milli Króatíu og Serbíu um hvernig skuli skipta landinu við Dóná. Þegar gamla Júgóslavía liðaðist í sundur þurfti að skipta landinu upp á nýtt. Þar á meðal er rúmlega 100 kíló- metra löng leið meðfram Dóná. Króatar hafa gert tilkall til sex svæða á austurbakka árinnar en Serbar telja sig ráða yfir þeim svæðum. Á móti hafa Króatar eftir- látið Serbum svæði við vesturbakk- ann sem Serbar vilja ekki sjá því ef Serbar tækju við svæðinu myndu Króatar líta svo á að tillaga þeirra hefði verið samþykkt. Þeir hafa á móti látið landsvæðið sín megin óafskipt til að fallast ekki á tillögur Serba. Blautur draumur frjálshyggju- manna Það var við þessar aðstæður sem grundvöllur skapaðist fyrir stofnun Frjálslands. Í apríl í fyrra fór hinn tékkneski Vit Jedlicka á svæðið, lýsti yfir stofnun Frjálslands og var sjálfur kjörinn forseti af tveimur aðilum sem með voru í för, kærustu sinni og einu vitni. Álitu þau að sökum landa- mæradeilunnar væri þarna á ferð sjö ferkílómetra, rúmlega þrefalt Sel- tjarnarnes, einskismannsland, terra nullinus, og því stæði ekkert í vegi þeirra að nema þar land líkt og Ing- ólfur Arnarson nam Ísland forðum. Frjálsland er ekki eina dæmið um örríkið á svæðinu því tvö enn smærri hafa sprottið fram á sjónarsviðið. Samtímis stofnuninni var send út fréttatilkynning um stofnun Frjáls- lands. Þar segir meðal annars að „markmið stofnenda ríkisins sé að búa til nýtt ríki þar sem frjálst fólk fær að blómstra án þess að ríkis- valdið stjórni því með óþarfa skatt- skyldu og reglusetningu“. Í manifestó ríkisins kemur til að mynda fram að það skuli vera herlaust, löggæsla verði í höndum einstaklingsins og engir verði þar skattarnir. Þess í stað Hvað á að gera við fríríkið Liberland? Liberland er lítið fríríki sem stofnað var á umdeildum bletti á landamærum Serbíu og Króatíu. Stofnandi þess er tékkneski frjálshyggju- maðurinn Vit Jedlicka. Nokkur hundruð þúsund manns hafa sótt um ríkisborgararétt en alþjóðasamfélagið lætur sig engu varða. Sealand (Bretland) Úti fyrir ströndum er mannvirki sem byggt var á tímum heim- styrjaldarinnar síðari og stendur enn. Árið 1967 stofnaði Paddy Roy Bates þar ríki. Það hefur lifað til dagsins í dag og gaf á sínum tíma út um 150 þúsund vegabréf. Árið 2007 reyndi skrárskiptasíðan PirateBay að kaupa ríkið og gera þaðan út til að forðast dómsmál í heima- ríkinu Svíþjóð. Byggð hefur verið á pallinum frá stofnun en nú ræður Michael, sonur Paddy, þar ríkjum. Seborga (Ítalía) Seborga er 300 manna bær skammt frá Mónakó. Árið 1963 komst maður að nafni Giorgio Carbone, sem hafði lesið yfir sig, að þeirri niðurstöðu að svæðið hefði aldrei orðið partur af Ítalíu. Íbúar bæjarins tóku undir mál- flutning hans og árið 1995 samþykktu þeir stjórnarskrá og sögðu sig frá Ítalíu. Carbone ríkti til ársins 2009 en þá var eftirmaður hans kjörinn. Vit Jedlicka, for- seti Liberlands. Nordicphotos/AFp muni það taka við frjálsum fram- lögum frá þegnum landsins. Heil- brigðiskerfi, sorphirða, samgöngur, allt verður þetta drifið áfram af einkaframtakinu eða í gegnum hóp- fjármögnun íbúa. Öll bjúrókrasía er fyrirlitin og eyðublöð óþörf. Viltu giftast einhverjum? Til hamingju, þið eruð hjón. Fréttir af stofnun Frjálslands fóru líkt og eldur í sinu um samfélags- miðla og strax á fyrstu dögum þess höfðu þúsundir sótt um ríkisborg- ararétt. Allir geta sótt um ríkisfang þar nema nasistar, kommúnistar og fasistar. Umsóknir nema nú tæp- lega hálfri milljón en aðeins nokkrir tugir þúsunda munu hljóta ríkisfang að lokum. Í ofanálag hafa margir lagt fé í verkefnið. Frá stofnun hafa tæp- lega 116 þúsund dollarar safnast með frjálsum framlögum í gegnum BitCoin en BitCoin er opinber gjald- miðill landsins. Þá hefur annað eins safnast í öðrum gjaldmiðlum. Alls nemur það rúmlega 28 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Alls ekkert grín Því er sjaldnast tekið af mikilli alvöru þegar einhver furðufuglinn býr til fána, Wikipedia-síðu og lýsir síðan yfir sjálfstæði lítillar land- spildu þar sem hann sjálfur ræður ríkjum. Frjálsland er engin undan- tekning þó það njóti einhverrar hylli á veraldarvefnum. Alþjóðasamfélag- ið hefur sýnt stofnun Frjálslands lítinn áhuga og Serbum er nokkuð sama um það. Jedlicka hefur þó sýnt það á undanförum mánuðum að honum er full alvara. Frjálsland hefur til að mynda efnt til hugmyndasam- keppni um hvernig skuli byggja á svæðinu þegar þar að kemur. Sú keppni laðaði að tillögur frá mörg- um af þekktustu arkitektastofum heims en sigurtillagan stefndi að því að orkuþörf borgarinnar yrði svarað með þörungum. Að auki hefur fjöldi vegabréfa verið gefinn út fyrir þá sem hlotið hafa ríkisborgararétt. Króatía er eina ríkið sem stjórn- völd hafa ekki hunsað Frjálsland alfarið. Landamæraverðir vakta svæðið og passa að enginn komist þar inn. Jedlicka var eitt sinn stöðv- aður þegar hann reyndi að komast inn á svæðið og stóð til að sekta hann fyrir verkið. Úr varð dómsmál sem var að lokum vísað frá og sektin felld niður þar sem dómstólar töldu sig ekki hafa lögsögu til að dæma í málinu. Frá stofnun Frjálslands má færa rök fyrir því að Jedlicka hafi það að mörgu leiti ágætt. Sem forseti útóp- íu anarkófrjálshyggjumanna hefur hann farið í opinberar heimsóknir víðsvegar um veröldina. Honum hefur verið boðið að halda fyrirlestra um tilraunina og hvernig hún hefur á vissan hátt gengið vonum framar. Í fyrirlestrunum hefur honum meðal annars verið tíðrætt um hvernig Frjálsland uppfylli nú nær öll skilyrði sem Montevideo-sáttmálinn setur til að teljast ríki. Við sáttmálann hefur verið miðað í þjóðarétti en sam- kvæmt honum þarf ríki varanlegan íbúafjölda, skilgreint landsvæði, stjórnvöld og getu til að stunda sam- skipti við önnur ríki. Hvað verður um Frjálsland getur tíminn einn leitt í ljós en Jedlicka, og sendiherrar hans í löndum um ver- öld alla, munu í það minnsta halda áfram að vinna með hag ríkisins að leiðarljósi. Frjálsland (Liberland) Flatarmál: 7 km2 opinber tungumál: Enska og tékkneska (hugmyndir hafa verið uppi um að þegar fólk getur flutt á svæðið muni íbúar ætt- leiða tilbúið tungumál sem enginn hefur hingað til litið við) Gjaldmiðill: BitCoin Asgardia Asgardia er eitt nýjasta örríkið. Upp á því var stungið í síðasta mánuði af Igor Ashur- beyli en síðan þá hefur rúmlega hálf millj- ón sótt um ríkisfang. Enn sem komið er er Asgardia aðeins hugmynd því það skortir landsvæði. Markmið örríkisins er að þegar mannkynið hefur að nema land út í hinum stóra geimi þá verði sú nýlenduvæðing friðsæl. Samkeppni um fána ríkisins stendur nú yfir sem og umsókn þess um aðild að Sameinuðu Þjóðunum. Flest smáríki enda sem lítið annað en grein á Wikipedia. Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur þau langlífustu og áhugaverðustu. listinn er ekki tæmandi. Jóhann Óli Eiðsson johannoli@frettabladid.is 2 8 . n ó v E m b E r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 2 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 3 -C 2 8 0 1 B 7 3 -C 1 4 4 1 B 7 3 -C 0 0 8 1 B 7 3 -B E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.