Fréttablaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 40
2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m Á n U D A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð VERSLAÐU Á NETINU FYRIR JÓLIN Í dag, mánudaginn 28. nóvember, verða ýmsar verslanir með frábæran afslátt á vörum sem seldar eru á netinu. Verslaðu á Cyber Monday og borgaðu reikninginn 1. febrúar 2017. Þú borgar aðeins 195 kr. tilkynningar- og greiðslugjald (ef fjárhæð er yfir 3.000 kr., annars 0 kr.) og 3,95% lántökugjald. Kynntu þér jólareikning Netgíró á www.netgiro.is 28. NÓVEMBER Þau helgina áttu Hildur Björg Kjartansdóttir Körfuboltakona hjá Univeristy of Rio Grande Valley Hildur Björg átti góðan leik þegar Rio Grande bar sigurorð af Sam Hou- ston State, 78-50, í háskólabolt- anum í Bandaríkjunum. Hildur Björg var í byrjunarliði Rio Grande og skilaði flottum tölum á þeim 17 mínútum sem hún spilaði. Hildur Björg skoraði 14 stig og var stigahæst í liði Rio Grande. Hún tók einnig sjö fráköst. Hildur Björg hitti úr fimm af sex skotum sínum utan af velli og nýtti bæði víta- skotin sín. Rio Grande hefur unnið fjóra af sex leikjum sínum í vetur. Hildur Björg, sem hóf ferilinn með Snæfelli, er á sínu þriðja ári hjá Rio Grande. Rúnar Kristins- son Þjálfari Lokeren Rúnar Krist- insson stýrði Lokeren til sigurs á St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur Lokeren undir stjórn Rúnars sem tók við liðinu undir lok síðasta mánaðar. Rúnar sem lék sjálfur lengi með Lokeren er í miklum metum þar á bæ. Lands- liðsmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Ari Freyr Skúlason léku báðir allan leikinn í vörn Lokeren. Liðið er í 12. sæti belgísku deildarinnar með 15 stig eftir 16 umferðir. Lokeren hefur náð í fjögur stig í þremur deildarleikjum undir stjórn Rúnars. Vignir Svavarsson Handboltamaður hjá Team Tvis Holstebro Vignir var markahæstur í liði Holstebro sem vann fimm marka sigur, 34-29, á portúgalska liðinu ABC/UMinho í D-riðli Meistara- deildar Evrópu. Með sigrinum fór Holstebro upp fyrir ABC/UMinho og í 5. sæti riðilsins. Danska liðið á ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum. Vignir skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum í leiknum í gær. Fyrir leikinn hafði Vignir skorað 14 mörk í sjö Meistara- deildar- leikjum í vetur. FormúLA Nico Rosberg á Mercedes varð í gær heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 þegar hann kom annar í mark í Abú Dabí, síðasta kappakstri tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Rosberg verður heimsmeistari ökumanna. Rosberg var með tólf stiga forystu á Lewis Hamilton, liðsfélaga sinn hjá Mercedes, fyrir kappaksturinn í gær. Það var því ljóst að Rosberg myndi duga að enda í 3. sæti ef Hamilton kæmi fyrstur í mark. Svo fór að Hamilton vann keppn- ina. Það dugði þó ekki til því Ros- berg endaði í 2. sætinu og tryggði sér þar með titilinn. Rosberg fékk sam- tals 385 stig í keppni ökumanna, fimm stigum meira en Hamilton sem varð heimsmeistari 2014 og 2015. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 3. sæti en hann var tals- vert langt á eftir þeim Rosberg og Hamilton. „Þetta var ekki auðveldasta keppni sem ég hef ekið. [Max] Ver- stappen olli vandræðum í upphafi og svo varð ég að verjast vel undir lokin. Ég er bara svo þakklátur liðinu og aðstandendum mínum,“ sagði hinn 31 árs gamli Rosberg eftir keppnina í Abú Dabí. Hamilton tók úrslitunum af fag- mennsku og óskaði félaga sínum til hamingju með titilinn. Maður getur ekki unnið alla titlana. Ég gerði allt sem ég gat. Nico átti betra ár hvað varðar bilanir. Þess vegna er staðan eins og hún er. Ég hlakka til barátt- unnar við hann á næsta ári,“ sagði Hamilton. Mercedes hafði mikla yfirburði í keppni bílasmiða. Liðið fékk 765 stig, 297 stigum meira en Red Bull sem endaði í 2. sæti. – iþs Rosberg heimsmeistari í fyrsta sinn Nico Rosberg fagnar heimsmeistaratitlinum. fRéttablaðið/getty 2 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 3 -A 4 E 0 1 B 7 3 -A 3 A 4 1 B 7 3 -A 2 6 8 1 B 7 3 -A 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.