Fréttablaðið - 08.11.2016, Blaðsíða 10
Bandaríkin Bandarískir kjósendur
taka í dag af skarið um það hvort
þeirra Hillary Clinton eða Donalds
Trump verður næsti forseti Banda-
ríkjanna. Clinton yrði fyrsta konan
sem gegnir þessu valdamikla emb-
ætti, en Trump gæti orðið til alls vís.
Hillary Clinton og Donald Trump
hafa síðustu daga bæði verið á
miklum þeytingi á milli kosninga-
funda, í von um að næla sér í sem
allra flest atkvæði á lokametrunum
í þeim ríkjum þar sem óvissan er
einna mest.
Í gær kom Clinton fram á kosn-
ingafundi í Michigan, Norður-Karó-
línu og Pennsylvaníu en Trump not-
aði síðasta daginn til að heimsækja
fjögur af ríkjum Bandaríkjanna:
Flórída, Norður-Karólínu, Penn-
sylvaníu og New Hampshire.
Barack Obama forseti hefur einn-
ig blandað sér í kosningabaráttuna
til stuðnings Clinton og stefndi á að
koma fram á síðasta kosningafundi
hennar í Pennsylvaníu.
„Við erum á góðri ferð,“ sagði
Clinton og hét því að unna sér ekki
hvíldar fyrr en síðasta atkvæðið
hefur verið talið.
Kosið verður í dag en skoðana-
kannanir sýna að afar mjótt er á
mununum, þótt Clinton hafi haft
nokkurra prósenta forskot fram á
síðasta dag.
Mikil óvissa ríkir um það hvort
yfirlýsingar alríkislögreglunnar
FBI muni hafa frekari áhrif á fylgi
frambjóðendanna. Aðeins tveimur
dögum fyrir kosningadag kom nýj-
asta yfirlýsingin frá James B. Comey,
yfirmanni FBI, þar sem hann segist
ekki sjá neina ástæðu til að rann-
saka tölvupóst Clinton frekar.
Aðeins viku fyrr hafði hann skýrt
frá því að í tengslum við rannsókn
á fyrrverandi eiginmanni helstu
aðstoðarkonu hennar hafi fundist
tölvupóstsamskipti við Clinton sem
hugsanlega gæti þurft að rannsaka
frekar.
Sú yfirlýsing virtist hafa merkj-
anleg áhrif á skoðanakannanir.
Sigurlíkur Donalds Trump jukust
töluvert, ekki reyndar vegna þess
að fylgi Clintons hafi dalað neitt
heldur var það fylgi Trumps sem
jókst nokkuð hratt.
Demókratar reiddust mjög þess-
ari yfirlýsingu og hafa sumir sakað
-
.
✿ kosningaspáin
Á kosningavef bandaríska tölfræðingsins Nate Silvers, Fivethirtyeight.com, er
grannt fylgst með öllum skoðanakönnunum sem gerðar eru í Bandaríkjunum.
Líkur á útkomu eru reiknaðar út reglulega, yfirleitt oft á dag.
© GRAPHIC NEWSHeimild: FiveThirtyEight Myndir: Associated Press
SiGUrlÍKUr
Kjörmenn
49,2% 44,5%
Spáin 7. nóvember
Hillary Clinton Donald Trump
Tölum fyrir Gary
Johnson, fram-
bjóðanda Frjáls
er hér sleppt
HI
AK
MN
ND
TN
AR
MO
AZ
CA
WA
CO
IL
NC
SC
KYKS
FL
GA
PA
OK
AL
LA
VA
NY
TX
NM
NV
WY
ID
UT
OR
MT
SD
NE
IA
WI
IN OH
NH
VT
ME
MI
MS
DE
NJ
CT
RI
MA
MD
DC
WV
Trump
Clinton
90%50%
hvernig líkurnar hafa þróast
100% Kosið 8. nóvember
75
50
25
0
Clinton
75,2%
Trump
24,8%
Heimsbyggðin bíður
úrslitanna í ofvæni
Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu
skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif
síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót.
Stuðningsmenn Trumps á kosningafundi í Virginíu þar sem stóryrðin gagnvart Hillary Clinton voru ekki spöruð frekar en venju-
lega. NordiCpHoToS/AFp
219
milljónir manna hafa rétt til
að kjósa í Bandaríkjunum.
umhverfismál Parísarsamning-
urinn um aðgerðir gegn loftslags-
breytingum gekk í gildi á heimsvísu
á föstudaginn.
Samningurinn var samþykktur
í París 12. desember 2015. Sigrún
Magnúsdóttir, umhverfis- og auð-
lindaráðherra, skrifaði undir samn-
inginn fyrir Íslands hönd 22. apríl
2016 og Alþingi samþykkti sam-
hljóða fullgildingu hans 19. sept-
ember síðastliðinn að tillögu utan-
ríkisráðherra. Ísland var þar með á
meðal fyrstu 55 ríkja sem þurftu að
fullgilda til að samningurinn gengi
í gildi á heimsvísu. Ísland stefnir
á 40 prósenta minnkun losunar
gróðurhúsalofttegunda árið 2030,
miðað við árið 1990, í samstarfi við
aðildarríki ESB og Noreg.
Í gær hófst 22. aðildarríkjaþing
Rammasamnings S.Þ. um lofts-
lagsbreytingar í Marrakesh í Mar-
okkó. Það verður jafnframt fyrsta
aðildarríkjaþing Parísarsamn-
ingsins, en hann er byggður á
grunni Rammasamningsins,
sem hefur að geyma almenn
ákvæði um losunarbókhald
og skyldu ríkja heims að
bregðast við loftslagsbreyt-
ingum af manna völdum.
Fyrir þinginu liggur m.a. að
útfæra nánar ýmis ákvæði
Parísarsamningsins, s.s.
um bókhald ríkja varð-
andi losun gróðurhúsa-
lofttegunda og bindingu
kolefnis með skógrækt og
öðrum aðgerðum, aðlögun
að breytingum, fjármál og
fleira. – shá
Sögulegt samkomulag frá
París í gildi á heimsvísu
útivist Ferðafélag Árnesinga hyggst
gera kort um gönguleiðir um og yfir
Ingólfsfjall.
„Til framtíðar litið er mikilvægt að
göngufólki og almenningi séu veittar
ábyrgar upplýsingar um gönguleiðir
sem taldar eru öruggar á og við Ing-
ólfsfjall,“ segir í bréfi ferðafélagsins
til þeirra sem eiga lönd í fjallinu með
ósk um leyfi fyrir kortagerðinni.
„Á undanförnum árum hafa því
miður hent slys og óhöpp sem rekja
má til fákunnáttu fólks um göngu-
leiðir á þessu svæði,“ rekur ferða-
félagið, sem leggur til sex aðkomu-
Gera göngukort fyrir Ingólfsfjall
staði að fjallinu. Tekið er fram að
gönguleiðir fari ekki um ræktar-
lönd og að tröppur verði settar yfir
girðingar. – gar
ingólfsfjall austan Hveragerðis.
FréTTAblAðið/E. Ól.
311,8 225,0
75,2% 24,8%
jún júl ág sept okt nóv
FBI um að draga taum Trumps, en
þegar nýjasta yfirlýsingin kom sagði
Trump ekkert að marka FBI: „Hillary
Clinton er sek. Hún veit það. FBI veit
það,“ sagði hann og sakaði FBI um
að vera á hennar bandi.
Síðustu dagana hefur bilið á milli
þeirra staðið nokkurn veginn í stað
og verið í kringum tvö prósent, sem
þýðir að ekki þarf mikið til þess að
Trump hrósi sigri þótt Clinton hafi
vissulega vinninginn enn þá.
Mestar líkur standa til þess að
Clinton hafi sigur á Trump, líklega
frekar nauman, en hvorki er hægt
að útiloka að Trump vinni nauman
sigur á henni né að Clinton sigri
þegar allt kemur til alls með miklum
yfirburðum. Þessir tveir óvæntu
möguleikar eru báðir í raun vel
mögulegir, miðað við skoðanakann-
anir síðustu daga og vikna.
Venjulega taka úrslitin að skýrast
á miðvikudagsmorgni, en það gæti
dregist verulega ef litlu munar í ein-
hverjum ríkjum.
gudsteinn@frettabladid.is
40%
minnkun á losun skaðlegra
efna er skuldbinging Íslands
8 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 Þ r i Ð J u d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
Erum við reiðubúin?
Lokaráðstefna Norrænu velferðarvaktarinnar
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 10. nóvember kl.9-16:00
á Hilton hótelinu.
Norræna velferðarvaktin er hluti formennskuáætlunar Íslands í
norrænu samstarfi árin 2014-2016. Verkefnið miðar að því að undir-
búa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við vá bæði af
völdum náttúrhamfara eða mannavöldum. Rætt verður um félags-
þjónustu sveitarfélaga og vá, nýja norræna velferðarvísa, viðbrögð
velferðarkerfa í efnahagskreppum og fleira spennandi.
Fyrirlesarar eru:
Lena Dominelli, félagsráðgjafi og prófessor í félagsvísindum
við háskólann í Durham
Jonas H. Pontusson, prófessor í félagsvísindum við Genfarháskóla
Guðný Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjafadeild HÍ
Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu
Håkan Nyman, sérfræðingur í sænska heilbirgðis-
og félagsmálaráðuneytinu
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ
Ari Eldjárn, verður með uppistand og
Baldvin Þór Bergsson er ráðstefnustjóri
Þeir sem vilja sækja ráðstefnuna eru beðnir um að skrá þátttöku á
www.nvv.is. Þar má einnig sjá ítarlegri dagskrá.
0
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
8
-D
7
A
C
1
B
3
8
-D
6
7
0
1
B
3
8
-D
5
3
4
1
B
3
8
-D
3
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K