Fréttablaðið - 08.11.2016, Síða 31

Fréttablaðið - 08.11.2016, Síða 31
Flestir hafa heyrt að möndlur séu hollt snakk á milli mála en kannski vita færri að möndlur eru líka góðar fyrir húðina þar sem þær eru ríkar af E-vítamíni. E-vítamín er sagt hafa andoxandi áhrif á húðina og gera hana mýkri og teygjanlegri. Möndlur eru ekki eina fæðutegundin sem hefur góð áhrif á húðina. Chia-fræ eru full af andoxunar- efnum, steinefnum og trefjum ásamt því að innihalda fullkomna blöndu af nauðsynlegum fitusýrum sem gefa húðinni ljóma. Ananas er einnig sagður vera góður fyrir húð- ina því hann bætir meltinguna og minnkar bólgur og þrota auk þess að fjarlægja eiturefni úr líkamanum. Einnig ýtir ananasinn undir framleiðslu kollagens. Góðar fyrir húðina Fyrir hrekkjavökuhátíðina, 31. októ- ber, upphófst mikið sælgætis- stríð í Noregi. Verslanir buðu sæl- gæti í kílóavís á mun lægra verði en venjulega. Norskir tannlæknar og annað heilbrigðisfólk er ekki hrifið af slíkri útsölu á sælgæti og hefur látið í sér heyra. Sykur hefur nei- kvæð áhrif á börn og unglinga. Fólk freistast til að kaupa miklu meira en venjulega þegar verðið lækk- ar. Bæði veldur sykurfíkn tann- skemmdum, offitu og hjarta- og æðasjúkdómum. Bent er á að vit- legra væri að lækka verð á ávöxt- um og öðrum hollustuvörum. Þrátt fyrir að sykurneysla hafi aðeins minnkað á undanförn- um árum í Noregi er hún enn mjög mikil, að því er segir á netmiðlin- um VG. Kaupmenn lækka ávallt verðið á sætindum fyrir hrekkja- vöku og páska, að því er kaup- maður hjá Coop Norge segir. Allar helstu verslanir tóku þátt í sælgæt- isstríðinu að þessu sinni. Eins og rætt hefur verið hér á landi, benda Norðmenn á að hrekkjavaka sé ekki norskur siður. Sælgætisstríð geisaði í Noregi Pep-Start Hydroblur er 24 stunda olíulaust rakakrem sem gefur húðinni matta og fallega áferð. Fullkomið undir farða. Einnig til með sólarvörn. Lyfja. is Kaupaukinn inniheldur: Liquid Facial Soap – 30ml Moisture Surge Extended Thirst Relief – 15ml All About Eyes Rich – 7ml All About Shadow Duo High Impact Mascara – 3.5ml Long Last Soft Matte Lipstick - matte beauty, fulla stærð Fallega Snyrtibuddu *á meðan birgðir endast. 20%afsláttur af Clinique vörum8. - 10. nóvember Lyfja. is Clinique dagar í Lyfju Glæsilegur *kaupauki fylgir ef keyptar eru tvær vörur eða fleiri frá Clinique, dagana 8. - 14. nóvember í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi, Laugavegi, Smáralind og Reykjanesbæ. Kókosolía er sögð fyrirtaks tann- krem á síðunni askthedentist.com. Kókosolían er talin gera örveru- flórunni í maganum gagn, en beint samband er jú á milli maga og munns, og koma í veg fyrir sveppa- sýkingu í munni (candida). Ekki er þó sannað að olían vinni beinlínis gegn tannskemmdum. Muldar kakónibbur er líka gott að nota á tannburstann. Því merki- legt nokk eiga efni í kakóbaunum að styrkja glerung tannanna, jafn- vel betur en flúor. Muldar nibburn- ar á burstanum brjóta niður sýkla- skánina á tönnunum. Matarsódi hjálpar til við að halda sýrustiginu í munninum í jafnvægi en tennurnar verða fyrir stöðug- um ágangi sýra úr matnum sem við borðum. En að nota alls ekki neitt á tann- burstann? Það er víst í fína lagi, samkvæmt Dr. Mark Burhenne sem heldur úti askthedentist.com. Á ferðalögum eða þegar ekki verð- ur auðveldlega komist að vaski ætti til dæmis frekar að þurrbursta tennurnar en að sleppa því. Kókos og kakó á tannburstann F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 3Þ r i ð J U D a g U r 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ h e i l s a 0 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 8 -F A 3 C 1 B 3 8 -F 9 0 0 1 B 3 8 -F 7 C 4 1 B 3 8 -F 6 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.