Fréttablaðið - 05.12.2016, Side 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Ég var ekki að fá
neitt kikk út úr
þessu lengur og mig langaði
til að líða aftur eins og
rakettu og tryllast úr
gleði á sviðinu.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
D Ý P R I O G B E T R I S V E F N
Með því einu að snerta takka getur
þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er
og með öðrum færð þú nudd. Saman
hjálpa rúmið og dýnan þér að ná há
marks slökun og dýpri og betri svefni.
Svo vaknar þú endurnærð/ur og til
búin/n í átök dagsins.
Tilboð 442.350 kr.
STILLANLEGT RÚM – VERÐDÆMI
Með tveimur Serta Therapist heilsudýnum,
2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 589.800
H E I L S U R Ú M
Þ R Á Ð L AU S FJ A R S T Ý R I N G
LEDvasaljós
Klukka
Vekjaraklukka
Upp/niður höfðalag
Upp/niður fótasvæði
Rúm í flata stöðu
2 minni
Nudd
Bylgjunudd
S T I L L A N L E G U H E I L S U R Ú M I N F R Á C &J :
· Inndraganlegur botn
· Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn
· Mótor þarfnast ekki viðhalds
· Tvíhert stálgrind undir botni
· Tveir nuddmótorar með tímarofa
· Þráðlaus fjarstýring með klukku,
vekjara og vasaljósi
· LED lýsing undir rúmi
· Hliðar og endastopparar svo dýnur
færist ekki í sundur
A F S L ÁT T U R
25%
J Ó L AT I L B O Ð!
S T I L L A N L E G H E I L S U R Ú M
FRÁBÆR JÓLATILBOÐ
STILLANLEG
HEILSURÚM
3.900 K R.
N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I
S L Ö K U N O G V E L L Í Ð A N
UNDRI heilsuinniskór með fimmsvæða
nuddinnleggi. Draga úr spennu og örva
blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og
einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgrárri
eða ljósri Merinoull. Komdu og prófaðu!
O K K A R K L A S S Í S K I
H E I L S U I N N I S KÓ R
Vinsælasta jólagöfin í Betra
Baki komin aftur. Inniskór sem
laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um
allt fótsvæðið. Ný og endurbætt útgáfa!
B Y LT I N G A K E N N T
5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G
7.900 K R.
Það var langur aðdragandi að því að við fórum að vinna saman. Þegar ég var að túra með Tookah, mína síðustu plötu, þá var ég komin með algjört
ógeð á þessum ramma sem ég var í –
ég hafði alltaf hugsað með mér að ef
ég væri á sviði að hugsa um eitthvað
annað þá ætti ég bara að hætta. Á
þessum tímapunkti var ég komin
þangað, var bara að hugsa um að þvo
bílinn minn eða eitt-
hvað allt allt annað. Ég
var ekki að fá neitt kikk
út úr þessu lengur og mig
langaði til að líða aftur
eins og rakettu og tryll-
ast úr gleði á sviðinu.
Um leið og maður send-
ir svona út í geiminn þá
kemur eitthvað til baka,
kannski ekki alveg það
sem maður hélt, en það
kemur.
Ég var búin að fá fullt
af símhringingum frá fólki
sem hafði í raun aldrei hlustað á mig,
en einhver hafði bent því á mig og
það vildi vinna með mér eða útsetja
lögin öðruvísi með mér. Einn vildi
gera strengjakvintetts-útsetningar á
lögunum og mér fannst það frábært
og sagði: „Veldu lögin, gerðu sett-
lista með lögunum og gerðu það sem
þú vilt við þau – ég kem svo bara og
syng.“ Síðan fór ég mánuði síðar að
hitta hann og þá var enginn strengja-
kvintett heldur bara experimental
djasshljómsveit. Mér fannst þetta
svo fyndið og ég sagði bara: „Gerum
þetta.“
Ég fann aftur þessa rakettutilfinn-
ingu, að vera á tánum og vita ekkert
hvað er að fara að gerast. Síðan þá hef
ég verið að vinna svona – fólk hringir
í mig og ef það virðist áhugavert segi
ég já.
Ég vil leyfa fólki að vera frjálst, ég
er ekkert að stjórna hvaða lög eru
tekin og stundum eru þetta ekki
lögin sem ég mundi velja. Það er svo
gaman að gefa fólki frelsi til að gera
það sem það vill og þá kemur alltaf
svo gott út úr þessu. 99% af þessum
giggum hafa verið „amazing“.
Stórsveit með
heimagerð hljóðfæri
Þegar Colorist Orchestra hringir þá
er ég til, en ég geri mér ekki
grein fyrir hvað
þeir eru að fara
að setja mikla
vinnu í þetta.
Þeir eru alltaf
að senda mér
tónlistina en ég
hlustaði aldrei
á hana því að ég
var svo hrædd
um að þá færi ég
að skipta mér af.
Síðan mætti ég
tveimur dögum
fyrir fyrstu tónleikana og fékk smá
sjokk því að þetta er risa band með
heimagerð hljóðfæri. En ég varð bara
ástfangin af þessu settöppi.
Þeir eru bara búnir að leggja svo
mikla vinnu í þetta – þetta er alveg
ársvinna, hver einasti taktur er skrif-
aður niður og það er ekkert improv.
Það er líka hvernig þeir sjá lífið,
hvernig þeir lifa lífinu og hvernig
þeir eru – það er bara heiður að vera
í kringum svona fólk. Þeir eru í krea-
tívu flæði og þetta er nærandi fólk og
nærandi umhverfi.
Eftir þessa fimm tónleika lang-
aði mig ekki til að hætta. Það er svo
sjaldan sem maður finnur fólk þar
sem kemistrían er eins og maður
hafi alltaf þekkst, alltaf verið að gera
tónlist saman. Við ákváðum svo að
gefa út „live“ plötu því að það var
leiðinlegt að fólk fengi ekki að upp-
lifa tónleikana.
Ég hefði alveg viljað að þeir hefðu
pródúserað eina plötu alveg frum-
samda. Þegar við sömdum okkar
fyrsta lag hugsaði ég: Sjitt, við
hefðum átt að gera plötu,“ segir hún
hlæjandi, „en þetta er bara prójekt
hjá þeim, þeir eru ekki að fara að
festa sig með einni manneskju. Þeir
gera næsta verkefni með einhverjum
öðrum listamanni,“ segir Emilíana
en hún mun túra um Evrópu á næst-
unni með bandinu áður en leiðir
skilja og hún vindur sér í aðra hluti.
Tónlist til að teikna við
„Fyrir utan túr með Colorist Orc-
hestra er ég að fara að gefa út plötu
sem ég gerði með Kid Koala sem
við sömdum fyrir löngu síðan. Það
er tónlist til að teikna við, hún er
gerð til að trufla þig ekki á meðan
þú vinnur.
Ætli maður sé ekki að reyna að
brjóta einhvern ramma sem maður
hefur verið í og ég er að reyna að
gera eitthvað allt annað. Það er svo
mikill leiðangur sem er hægt að fara
í, maður er með fullan poka af lær-
dómi og efni og núna getur maður
farið að hrista hann og gera eitthvað
sem maður hefur ekki gert áður,“
svarar Emilíana um hvað sé fram
undan hjá henni. Það verður spenn-
andi að fylgjast með hvað kemur úr
pokahorninu hjá henni á næstunni.
stefanthor@frettabladid.is
er aftur farið að líða
eins og rakettu
Emilíana Torrini og hljómsveitin Colorist Orchestra gefa út þann
9. desember plötu með níu lögum Emilíönu í nýjum útgáfum. Á
plötunni verða tvö ný lög – annað lagið er When we dance sem gert
hefur verið myndband við og er tekið upp með Coloris Orchestra.
Emilíana Torrini hefur ekki verið með band síðustu ár en hefur flakkað á milli verkefna sem henni þykja spennandi.
NORDIcPhOTOS/GETTy
5 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r22 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
0
5
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:4
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
8
C
-D
1
8
C
1
B
8
C
-D
0
5
0
1
B
8
C
-C
F
1
4
1
B
8
C
-C
D
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K