Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.1984, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.02.1984, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 2. febrúar 1984 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík NJarövík Garöl Síml 2800 Síml 3800 Sími 7100 Verkalýðsfélagið yfirtekur Félagsbíó Á 51. afmælisdegi Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis þ. 28. des. sl. tók félagið við rekstri Félagshúss hfsem á og rekur kvikmyndahúsið Félagsbió. Tók ný stjórn við fyrirtækinu þann dag og er hún skipuð þeim Karli Steinari Guðnasyni, Sigur- birni Björnssyni og Stefáni Kristinssyni, en fram- kvæmdastjóri verður áfram Óli Þór Hjaltason. Á sínum tíma þegar Fé- lagshús var stofnað, var VSFK stærsti hluthafinn, en aðrir hluthafar eignuðust hlut í stað vinnulauna sem ins. Síðan hafa mál þróast þannig, að Verkalýðsfélag- ið hefur smátt og smátt veriðaðkaupaföl hlutabréf, en nú Irin síðari ár voru að- allega nokkrir stórir hlut- hafar sem enn héldu hlut sínum. En sl. haust tókust samningar við þá og því er nú svo komið að aðeins örfá hlutabréf eru í annarra eigu en félagsins og einhver eru glötuð. Að sögn Sigurbjörns Björnssonar verða nú sam- fara nýjum rekstraraðila gerðar ýmsar breytingar á rekstrinum, þannig að Fé- lagshús hf. geti staðið við þau áform sem sett voru við stofnun þess á sínum tíma, þ.e. að allur hagnaður renni til styrktar öldruðum verka- mönnum og sjómönnum á félagssvæði Verkalýðsfé- lagsins. - epj. Félagsbió A orðið flest hlutabréf í Félagshúsi hf. þeir lögðu i byggingu húss- 40 tonna flykki rann af flutningavagni Tengivagninn var nýbú- inn að beygja við gatnamót Bakkastígsog Hafnarbraut- ar i Njarðvík og á leið suður Hafnarbraut. Hristist vagn- inn á holóttum veginum auk þess sem halli var nokkur, og skipti engum togum að jarðýtan, sem er um 40 tonn að þyngd, rann af tengi- vagninum og lenti á hlið- inni. Var ýtan á nýjum beltum og hefur það hjálpað til að beltin eru hál þegar þau eru ný. Tvö ámoksturstæki komu ýtunni síðan á réttan kjöl og tók það skamma stund. Fall ýtunnar var það þungt, að léttir innan- stokksmunir flugu um koll i húsinu sem næst var þar sem óhappið átti sér stað. Er mesta mildi að ekki varð slys af völdum óhappsins, en þess má geta að flutn- ingur þessi var í lögreglu- fylgd. - pket. Rétt fyrir kl. 23. sl. þriðju- I dagskvöld vildi það óhapp I til að jarðýta í eigu Ellerts ' Skúlasonar hf. í Njarðvík rann af tengivagni og lenti á hliðinni utan vegar. Enginn var í ýtunni þegar óhappið skeði. Ýtan er lítið skemmd eftir fallið. Mildi aó ekki uróu slys á mönnum. Sparisjóðurinn í Keflavík: Stærsti sparisjóður landsins Blaðið hefur fregnað að Sparisjóðurinn í Keflavík hafi náð þeim áfanga að verða stærsti sparisjóður landsins ásl. ári. Þvívarhaft samband við Pál Jónsson, sparisjóðsstjóra, og þetta borið undir hann. Varðist Páll allra frétta, þar sem ársreikningar sparisjóðsins væru ekki komnir fram, en staðfesti samt frétt blaðsins um að Sparisjóðurinn í Keflavík væri í dag örugglega stærsti sparisjóður landsins. Heild- arinnistæður væru um 530 milljónir kr., en Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar væri með innistæður upp á 440 millj. kr., en hann varáðurstærsti sparisjóðurinn. í þriðja sæti kemur svo Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, en þessir þrír eru lang- stærstu sparisjóðirnir. Spurningin: Ertu bjartsýn(n): Sigurveig Guömundsdóttir: „Bjartsýn? Já, frekar". Ólöf Leifsdóttir: ,,Já, já.“ Ósk Þórhailsdóttir: ,,Ja, ég er nú oft ansi svartsýn". Ingi Gunnlaugsson: ,,Ég eróttalega bjartsýnn, því lífið er svo skemmti- legt". epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.