Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.1984, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 15.03.1984, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 15. mars 1984 VÍKUR-fréttir Aðalfundur Hjálparsveitar skáta, Njarðvík verður haldinn fimmtudaginn 22. mars n.k. kl. 20.15 í húsi sveitarinnar við Bakkastíg. Mætið oll. Stjórnin ATVINNA Vana háseta og netamenn vantar á b/v Bergvík KE 22. Upplýsingar í síma 1200 milli kl. 10 og 17 og í síma 91-78484 eftir kl. 19. HRAÐFRYSTIHÚS KEFLAVÍKUR HF. Læknaritari Læknaritara vantar nú þegartil afleysinga við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík. Skriflegar umsóknir berist forstöðumanni. Forstöðumaður Tilkynning um viðurkenningu iðnmeistara Bygginganefnd Njarðvíkur hefur ákveðið að láta koma til framkvæmda ákvæði grein- ar 2.4.7. í byggingareglugerð, um að iðn- meistarar skuli hafa lokið meistaraskóla eða hafa hlotið hliðstæða menntun til að hljóta viðurkenningu bygginganefndar. Þessi ákvörðun tekur gildi 1. júlí 1984. BYGGINGAFULLTRÚINN Hjá okkur færðu bílinn • réttan • blettaðan • almálaðan. Önnumst einnig framrúðuskipti. - REYNIÐ VIÐSKIPTIN - BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarðvík - Stmi 1227 TEPPA- OG HÚS- GAGNAHREINSUN Tek að mér teppa-, bílstóla- og húsgagna- hreinsun, með nýrri háþrýstivél. Upplýsingar í síma 1765. - GEYMIÐ AUGLVSINGUNA - Skíðaferðir Guð- mundar Sigurðssonar Vegna greinar Guðmundar Sigurðssonar íþróttakennara í Njarðvík, í síðasta tbl. Vík- ur-frétta, varðandi skíöaferð- ir í (R-skálann, sjáum viðekki annað fært en að látaeftirfar- andi koma fram. Eins og Guðmundur veit þá þurfa Víkur-fréttir að taka á mörgum ólíkum málaflokk- um. Blaðamenn þess blaðs eins og annarra eru ekki alvitrir eins og ætla mætti af skrifum GS, þeir eru mann- legir eins og aðrir. Þess vegna verður vitneskja að berast til okkar, svo að við getum skrifað um viðkom- andi mál. Við undirbúning umræddr- ar greinar var rætt við marga heimildarmenn, þ.á.m.skóla- stjórnarmann, fulltrúa nem- endafélags, aðila úr Skíðafé- laginu og við aðila sem hefur séð um akstur í skíðaferðir, svo eitthvað sé nefnt. Með samtölum við þessa heimild- armenn varð umrædd grein til. Þó GS og viðkomandi blaðamaður séu ekki sömu skoðunar á málinu, mega báðir vita að ávallt eru marg- ar hliðar á hverju máli. Enda eru skrif sem þessi, um skiða- ferðirnar, fyrst og fremst sett fram tif að skapa umræðu um málið, því að allar skoðanir eiga rétt á sér. Umræða um málið leiðir oftast til jákvæðr- ar úrlausnar og þvi er til- gangnum náð, ef umræða kemst af stað. Varðandi húsnæðisskort- inn í Bláfjöllum sem um var getið í umræddri grein, errétt að benda á að hér var um misskilning að ræða milli blaðamanns og eins heimild- armannsins. En öðrum stað- hæfingum Guðmundar um þekkingarleysi blaðamanns er visað á bug, á þeim for- sendum sem áðurhefurverið rætt um. Ritstjórn Víkur-frétta. Umræddar rútur frá Úlfari Jacobsen. Bréf til Bróa Guðmundur minn, af öll- um mönnum þurftir þú nú endilega að fara að skrifa um þessi skíðaskálamál. Það hefði frekar einhver átt að gjöra sem veit meira um þessi mál, en þú. Og fyrst skólastjórar sáu ekki ástæðu til að svara, þá hefðir þú átt að láta kyrrt liggja, enda held ég að Emil hafi haft samband við þá. Þú tekur þarna mína bíla til umfjöllunar og ef ég ekki leiðrétti þig, þá heldur fólk að þetta sé rétt. En með því að svara þessu fæ ég ágætis auglýsingu og því sleppi ég ekki, þegar ég fæ þær ókeypis. En líklega ertu með samviskubit vegna þess að þú fórst ekki að athuga með skála fyrr en um mánaðamótin jan.-febr. þegar aðrir gera það á haustin. Þú skammar Emil fyrir að fara vitlaust með stað- reyndir, en það getur verið mér að kenna, því hann hringdi í mig og ég var mjög tímabundinn. Svo það getur eitthvað hafaskolasttil með það, hversu mörg ár hver skóli hefur gist í (R-skálan- um, en staðreyndirnar eru þær að Njarðvíkurskóli var í (R-skála '79 og '80, en FS byrjaði að fara í (R-skála 1979. (sambandi við góða skála vil ég benda á, að (R-skálinn ervísteini skálinn sem lekur og er misheitur (eða kaldur) en Hrannarskálinn er nýr síðan í fyrra. Þar er líka toppaðstaða, fjöldi af lyftum og göngubrautum. Einngi má benda áað þarer farangri gestanna ekið á sleða frá bílunum að skál- anum, en annars staðar þurfa þeir að bera hann upp veggbrattar brekkur. Ég vil líka benda þér á að mínir vanbúnu bílar hafa farið í skíðalöndin í 11 ár, 7 árum lengur en góðu bílarnir hjá Úlfari, og komist ferða sinna í öllum tilfellum, nema þremur. Þá fóru heldur engir bílar. (flestum tilfellum er þetta þannig, að vegurinn er hreinsaður áður og þá komast allir bílar eða hann er ófær og þá kemst enginn bíll. Það er vel skiljanlegt að Úlfar vilji halda sínum samningum þó þetta gangi kannski út í öfgar. Það á að vera hverjum manni frjálst að hafa sín viðskipti þar sem hann vill og hagkvæm- ast er. Ekki ætla ég að neyða neinn til viðskipta við mig. Að síðustu vil ég benda á, að þaðvirðistveralagtofur- kapp á að fara í þessarferð- ir í febrúar, sem yfirleitt eru verstu mánuðir hvað veður snertir. Fyrr á árum fór Njarðvíkurskóli i mars, sem mig minnirað hafi gefist vel, enda lengri birtutími og stundum sólskin. Bestu kveðjur. Steindór Aðalfundur Sálar- rannsóknarfélagsins Sl. laugardag var haldinn aðalfundur Sálarrannsókn- arfélags Suðurnesja í húsi fé- lagsins að Túngötu 22 í Keflavík. Urðu á fundinum miklar umræður um starfsemi félagsins sl. árog þaösem nú er framundan. Á síöasta ári heimsóttu félag- ið 3 erlendir miðlarog dvöldu hér misjafnlega lengi. Ereinn þeirra væntanlegur aftur til félagsins með haustinu. Þá hafa undanfarin ár 2 lækna- miölar hafa fast aðsetur hjá fé laginu, en annar þeirra hætti í maí sl. Ein breyting varð á stjórn félagsins. Svala Sveinsdóttir kom inn í aðalstjórn í stað Emils Páls Jónssonar, sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs, en hann hefur verið í stjórninni í fjölda ára. Er stjórnin nú þannig skipuð: Formaður Jón B. Kristins- son, en aðrir í stjórn eru Cornelía Ingólfsdóttir, Sig- mundur Jóhannesson, Svala Sveinsdóttir og Dýrunn Þor- steinsdóttir. í varastjórn eru þeir Sigurður Erlendsson og Ólafur Þorsteinsson. - epj. Áttu góða grein í blaðið? Hafðu þá samband í síma 1717.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.