Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.04.1984, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 05.04.1984, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 5. apríl 1984 VÍKUR-fréttir Suðurnesjamenn, - hristið af ykkur slenið! Alveg er það makalaust, þetta með Suðurnesja- menn, að þótt fast þeir saeki sjóinn sem og aðra vinnu, er það sinnuleysi sem þeir sýnaallri opinberri umræðu um meðferðina á sjálfum sér, nokkuð sem aðeins teldist sæma mönnum sem Lóló úr Vör sem safnaði á sig mör og lá síðan í kör. Af hverju skyldi undirrit- aður hefja þennan greinar- stúf á þessum tvíræðu orð- um um sig og aðra Suður- nesjamenn? Tilefniö virðist honum augljós. Laugardag- inn 31. mars sótti hann fá- mennan stjórnmálafund í Stapa, auglýstan sem ,,al- menna umræðu um efna- hagsmálastefnu og árangur ríkisstjórnarinnar“. Þennan fund hefði hann ekki sótt, ef annar ,,Víkurfréttakóngur- inn" hefði ekki slegið á þráðinn og beðið hann. Undirritaður, sem var þá reyndar í hádegisfríi frá sín- um venjulegu störfum við undirstöðuatvinnugrein þjóðarbúsins, fiskvinnsl- Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Sólarlandaferð á vegum Styrktarfélags aldraðra á Suður- nesjum verður farin 2. maí til Benedorm. Upplýsingar og pantanir í síma 2474 frá kl. 14 föstudaginn 6. apríl. Pantanir verða að berast fyrir sunnudagskvöld 8. apríl vegna mikillar eftirspurnar. Fararstjórar Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Hin gömlu kynni Farið verður í Broadway, fimmtudaginn 12. apríl n.k. Miðar í síma 1709, 6568, 8195, og einnig hjá SBK í síma 1590, í síðasta lagi þriðjudaginn 10. apríl n.k. Rútuferðir verða frá SBK kl. 16.30. - Skemmtun fyrir aila 60 ára og eldri. - una, sá sér leik á borði til að hvíla sig á bleytunni og slor- inu, renndi af sér illa þefj- andi gallanum og brá sér í annan með rakspíra og bindi. Er undirritaður hafði þannig með nokkrum að- gerðum skipt svo algerlega um gervi; úr gervi áhyggju- litla og léttleikandi fisk- vinnslumannsins, i alvöru- þrungna og þungt þenkj- andi heimsborgarann og blaðamanninn, var haldið út í ,,draum fjósamannsins", einu vísbendinguna um uppruna heimsborgarans, og brunaðávitævintýranna í Stapa. I aðalsal félagsheimilis- ins sat ég frammi fyrir ýms- um kunnustu andlitum þjóðarinnar, þeim Stein- grími, Maíthiasi, Kjartani, Ólafi Ragnari og fundar- stjóra Helga Pé, þar sem við biðum í 20 mínútur eftir að yrði messufært. Þá sté í pontu hæstvirt höfuð ríkisstjórnarinnar, hóf upp raust sína og hélt góða tölu um baráttuna við aukakíló verðbólgunnar, tekist hefði að fækka þeim úr 130 í 10, þannig að brátt yrði þjóðin sem skröltandi beinagrind, án helstu einkennis velmegunar og velsældar, bumbunnar. Ólafur kvað þennan ár- angur ekki vera varanlegan, þar sem aðeins hefði verið ráðist á launin, að þessi leið hefði verið kunn sínum flokki, en Alþýðubandalag- ið vilji fara aðra leið, upp- stokkunar í ríkiskerfinu. Það væri hin eina varan- lega leið. Ólafur benti á margt broslegt á stjórnar- heimilinu, m.a. það, að allir segist þeir fylgjandi sparn- aði, en bendi hver á annan þá er röðin að þeim komi. Matthías sagði almenn- ing fylgjandi aðgerðum. Aftur á móti sagði Kjartan, að misþungt væru byrðarn- ar á landann lagðar, en þeir sem best hefðu notið ávaxt- anna væru stóratvinnurek- endur og stétt verslunar- manna. Að launafólk væri nú látið greiða fyrir óstjórn fyrri ára. Að í haust hafi stjórnin reigt sig af bestu fjárlagagerð allra tíma, en nú sitji þeir sveittir við lag- Við afgreiðum launalánin samdægurs P.S. Þú lendir ekki í vandræðum með bílastæði hjá okkur - það getur þú bókað. Verslunarbanki íslands Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 1788 Fremur fámennur hópur kom til að hlusta á ræðuskörung- ana lýsa árangri rikisstjórnarinnar og stöðunni i efnahags- málunum, en þó voru viðstaddir vel með á nótunum elns og sjá má. Frummælendurnir fjórir, Steingrimur, Matthias, Kjartan og Ólafur, voru greiðir isvörum, enda engir viðvaningar hér á ferðinni. færingu gatsins stóra sem fundist hefur á nýjum fötum herranna. Reis nú úr sæti sínu Ey- þór nokkur Þórðarson í beinu framhaldi af karpinu um títtnefnt gat, og spurði hvernig þeim líkaði stofnun skattf rjálsra bankareikn- inga, svo að launafólk og aðrir gætu enn einu sinni hjálpað hinum seinheppnu stjórnarherrum. Steingrím- ur bar sakir af og kvað erfitt að spara hjá ríkinu, þar sem það kæmi alltaf Illa við ein- hvern. Nokkrar umræður urðu þarna á milli teggja kapp- ræðna andlitanna fjögurra, og komu fram ýmsar áhuga- verðar fyrirspurnir, en stjórnmálamönnunum varð létt um svör, eins og þeim einum er lagið. Er litið er yfir, nú að lokn- um fundinum, skal lagður dómur á þátttakendur í kappræðunum. Persónu- lega telur undirritaður Kjartan hafa haft vinninginn úr fyrri umferð með sinni takmarkalausu ró og yfir- vegun. En höfuð og herðar yfir aðra bar Ólafur Ragnar Grímsson, sem í seinni um- ferðinni náði slíkum tökum á áheyrendum sínum, að svo virtist sem hvert orð væri teygað af vörum hans af mikilli innlifun. Hann minnti á einn mesta ræðu- skörung aldarinnar. Gefum Steingrími síð- ustu orðin: Nú fyrst er grundvöllur til áætlana í uppbyggingu rafeinda- og lífefnaiðnaðar, svo og fisk- eldis. - Ó.Þ.E. Samkaup: Ný húsgagna-, ferðavöru- og hljómtækjadeild opnuð Á morgun, föstudag verður opnuð ný deild i risinu í Samkaupum, þar verður á boðstólum sænsk húsgögn tilvalin í unglinga- herbergið og því hentugttil fermingargjafa. Eru þetta ódýr raðhúsgögn sem gefa ótal möguleika í uppsetn- ingu. Þá verða einnig til sölu í þessari nýju deild, Tomson sjónvörp og video tæki VHS, útvörp, kassettu og stereotæki frá Telefon, tölvur og tölvustokkar frá MBO. Allur viðlegubúnaður svo sem tjöld svefnpokar, bakpokar og fleira. Að sögn Kristjáns Hans- sonar verslunarstjóra í Samkaupum, verður því þarna uþplagt tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að kaupa fermingargjöfina að líta inn og athuga hvort þar er ekki eitthvað við þeirra hæfi á góðu verði. epj,- Tveir söngvarar í Ytri- Njarðvíkurkirkju ( kvöld kl. 20 syngja þeir Helgi Maronsson og Guð- mundur Sigurðsson við bænastundina í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Ragnar Snær Karlsson flytur hugleiðingu og stjórnar bænastundinni. Eru allir hjartanlega vel- komnir. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.