Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.1984, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 18.04.1984, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 18. apríl 1984 VÍKUR-fréttir „Reykjanesviti fer upp í heilu lagi ef það gýs“ - var haft eftir manni sem taldi vitann byggðan á eldgíg. Vitavarðarhjónin á Reykjanesi heimsótt Einn af skemmtilegri og vinsaelli viðkomustöðum á Suðurnesjum, hvort sem er fyrir (slendinga eða erlenda ferðamenn, er án efa Reykjanesviti. Hann var reistur árið 1878 og síðan endurbyggður árið 1908 þar sem hann stendur nú. Reykjanesviti var fyrsti vit- inn á íslandi, en sagan segir að þegar Danir réðu lögum og lofum á landi okkar hafi þeir sagt að það þyrfti eng- ÁÐUR Sól Saloon SÓLBAÐSSTOFA Hátelg 13 - Keflavík Muniö sterku perurnar. Opið frá: mánud.-föstud. 7-23 laugardaga - sunnudaga .... 9-21 Sími 3680 TEPPAHREINSUN SUÐURNESJA SI'MI 3952 Okkar sérgrein er - teppin þín Nú bjóðum við upp á nýjar mjög öflugar vélar sem við leigjum út. Þú getur hreinsað tepp- in, sófasettið, bílinn o.fl. Eftir sem áður hreinsum við teppin með okkar rómaða árangri. an vita að reisa. Á sumrin væri björt nótt og á veturna væru engin skip á ferð. En vitinn var reistur og hefur gert ómetanlegt gagn og gerir enn. Blaðamaður Víkur-frétta lagði leið sína út á Reykja- nes sl. laugardag og heim- sótti vitavarðarhjónin þau Valgerði Hönnu Jónsdóttur og Óskar Aðalstein Guð- jónsson sem öllu þekktari er fyrir ritstörf og hefur gefið út fjölda bóka. Ég spurði þau hjón hvenær þau hefðu tekið við vita- varðarstarfinu og í hverju það væri fólgið: ,,Við hófum störf hér árið 1977. Starfið er fyrst og fremst fólgið í því að sjá um það að Ijósið logi á vitanum og að radíóvitinn sendi sín stöðugu hljóðmerki. Svo er það auðvitað veðrið, ég geri veðurathuganir 6 sinnum á dag“, segir Valgerður Hanna, eða bara Hanna, eins og hún er kölluð dags daglega. Hún er skráður vitavörður en Óskar Aðal- steinn sinnir að mestu leyti ritstörfum sínum.,,Vitinn er sjálfvirkur og þarf því ekki mikið að sinna honum, það er öllu meira með veðurat- huganirnar. Þær eru mjög bindandi. Á 3ja tíma fresti frá morgni til miðnættis þarf að athuga veður og tilkynna það“. Nú hafið þið gegnt vita- varöarstörfum annars stað- ar? „Við vorum á Galtarvita í 24 ár, sem er alþjóðleg veð- urathugunarstöð, og þá var Óskar vitavörður en ég að- stoðarmaður hans. Galtar- viti er norðanvert við Súg- andafjörð og ekki hægt að komast að honum nema sjóleiðis, að vísu var hægt að ganga á fjöru, en hún var Auglýsing til sjóðfélaga Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suður- nesjum hefur sent frá sér yfirlit til þeirra sjóðsfélaga sem greiddu iðgjöld til sjóðsins á árinu 1983. Þeir sjóðfélagar sem telja sig hafa greitt ið- gjöld til sjóðsins árið 1983, en hafa ekki fengið sent yfirlit, eru beðnir að hafa sam- band við Lífeyrissjóðsdeild Sparisjóðsins í Keflavík, Suðurgötu 7, sími 2081. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Suðurgötu 7 - Keflavík Óskar Aðalsteinn og Hanna, vitavarðarhjón, - Reykjanes- viti i baksýn. stórgrýtt og erfið yfirferðar, en við gerðum það samt af og til“. „Það má segja að við séum búin að lifa heilar aldir í vitum", segir Óskar Aðalsteinn. „Við vorum fyrst 3 ár á Hornbjargsvita, 24 ár á Galtarvita og nú erum við búin að vera 7 ár á Reykjanesvita. Við erum því búin að þjóna suð-vestur- ströndinni í heilt lífsstarf". Hvernig er að lifa á svona afskekktum stöðum? „Það hefuroft veriðsögu- legt. Á Hornbjargsvita til að mynda fengum við vörur sendar 3-4 sinnum á ári, sem við gátum treyst á, og póstinn fengum við óreglu- lega. Á þessumtíma varfólk líka að flytja af Hornströnd- um og eyjarnar voru orðnar auðar þegar við fluttum þaðan, einungis vitinn i gangi. En með samgöngur á staðinn þá hefur þróunin verið skemmtileg með það að gera. Fyrstu árin var alltaf farið á trébátum sem ekki gátu farið nema í slétt- um sjó, síðan komu gúmmí- bátarnir til sögunnar og var þarstökkbreyting á, en bylt- ingin varð þegar flutningar voru farnir að fara fram með þyrlum. Það var í Galtarvita, en slíkir flutningar voru af og til, gúmmíbáturinn þess á milli“. „Þið hafið því oft lifað við það að vera innilokuð? „Já, en maður tekur því, það venst. Við byrgjum okk- ur upp af vörum og á meðan nóg er fyrir mann að bíta og brenna, þá líður manni bara ágætlega. Þetta er mjög misjafnt og fer eftir hversu veturnir eru erfiðir. Hér á Reykjanesi verður svo til ófært þegar snjóar af alvöru, lengst vorum við innilokuð í 3 vikur í vetur, enda erum við bara á litlum bíl. Eftir langa veru í vitan- um án þess að komast nokkuð finnur maður skemmtilega til frelsisins þegar maður loks kemst eitthvað, það er sérstaklega skemmtileg tilfinning". „Hvað með heimsóknir hingað, eru þær miklar? „Þegar vora tekur fer fólk að streyma hingað og hvað Óskar Aðaisteinn við ritstörf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.