Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Síða 7

Víkurfréttir - 06.09.1984, Síða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 7 Verður Gamla búðin endurbyggð? Garðhús hf. hefur óskað eftir leyfi fyrir slíku Starfsmenn sýna hér ágætah lax úr eldisstööinni. Hafbeitarstöðin í Vogum: Nánari ákvarðanir í haust Rúmlega eitt þúsund laxar eru komnir á land hjá Hafbeitarstöðinni í Vogum, sem muin vera með bestu endurheimtum hafbeitar- stöðva í landinu í ár, miðað við þær upplýsingar sem forsvarsmenn nokkurra stöðva gáfu Morgunblað- inu nýlega. Aðspurður um hvernig hefði gengið í sumar, sagði Gunnar Helgi Hálfdánar- son, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands, sem stendur fyrirtilraunum um hafbeitarstöð í Vogum ásamt bandarískum aðilum: „Við kvörtum ekki“. Síðan sagði hann að útkoman væri heldur betri en reiknað var með. Þá sagði Gunnar Helgi: „Okkur hefur tekist að afla mikilvægra upplýs- inga sem munu hjálpa okkur að taka nánari á- kvarðanir í haust". Enn- fremur að þeir gerðu sér grein fyrir að þeir væru með litinn og viökvæman fisk. Þess vegna færu þeir sér hægt. „Við reiknum ekki með að ná fullum tökum á tækninni fyrr en í lok ára- tugarins". Þá sagði Gunnar Helgi: „Við reynum að vinna fag- lega og vísindalega, og það er engu til sparað". - eg. EFTIRTAKA er það þegar þú vilt fá gamla mynd endurnýj- aða. Það er gert þannig, að filma er búin til eftir gömlu myndinni og þá er hægt að búa til nýja mynd í hvaða stærð sem þú vilt. h nýmijnD S Hafnargötu 26 - Keflavík - Sími 1016 Gengið inn frá bílastæði. Garðhús hf., Hringbraut 46, Keflavík, hefur óskað leyfis að mega endurbyggja „Gömlu búðina" Duus- götu 5 eftir bruna, og klæða hana utan með timbri í upp- haflegri mynd og byggja einnar hæðar viðbyggingu úr timbri við norðvestur- horn hússins, samkv. teikn- ingu Teiknistofunnar, Reykjavíkurvegi 60. Samþykki húseiganda og lóðarhafa, Ólafs B. Ólafs- sonar, liggur fyrir, áritað á umsóknina. Var erindi þetta tekið fyrir á fundi í bygginganefnd Keflavíkur í lok júlí og þar var bókað eftirfarandi um málið: Bókun slökkviliðsstjóra: „Þar sem ekki er vitað hvaða starfsemi á að fara fram í húsinu, er ekki hægt að fjalla um innréttingu hússins, svo sem vegg- klæðningar, neyðarút- ganga o.fl. Samþykktin er háð því, að um þau mál „Gamla búöin" er ekki beint ásjáleg i dag. verði fjallað þegar vitað er um notkun hússins". Bygginganefnd setur það skilyrði að steinveggir við- byggingarinnar verði að utan gerðir með stein- hleðslu á sama hátt og grunnur hússins. Samþykkt, en nefndin bendir á að húsið er friðað samkv. auðkenningu á skipulagskorti og þarfnast erindið þvísamþykkis þartil dómbærs aðila. - epj. DÚNDUR TEPPA- ■T ÚTSALA! ^ípPinn Hainargötu 90 - Ketlavjk BUTASALA 20-50% afsláttur. 20% afsláttur af heilum rúllum. Hjá okkur færðu betri teppi en fúll á móti. Veggdúkur ...... áður 795 kr. - nú 300 kr. rúllan Veggfóður ...... áður 280 kr. - nú 200 kr. rúllan Pappaveggfóður . áður 795 kr. - nú 300 kr. rúllan Veggfóður ...... áður 580 kr. - nú 200 kr. rúllan Pappaveggfóður . áður 390 kr. - nú 100 kr. rúllan Baðstofan Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Myndlistardeild Baðstofunnar byrjar starf- semi sína þann 25. þ.m. Innritun og greiðslaskólagjaldaferframað Skólavegi 26, þriðjudaginn 11. september frá kl. 19-22. Upplýsingar í símum 1605 og 3611.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.