Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.1984, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 06.09.1984, Qupperneq 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. september 1984 13 ísinn búinn að fara illa með mörg skip Landsins forni fjandi, þ.e. hafisinn út af Vestfjörðum og Norðurlandi, er búinnað valda tjóni á mörgum fiski- skipum nú í sumar, sem verið hafa á veiðum á sömu slóðum og ísinn. Suður- nesjabátar hafa ekki farið varhluta af þessum tjónum. Eru það aðallega bátarsem hafa verið á rækjuveiðum á þessum slóðum, en þó er a.m.k. vitað um eitt skip sem var á grálúðuveiðum og lenti í ísnum. Þetta skip er Happasæll GK 225 og er hann nú til við- gerðar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., en sú stöð hefur einmitt fengið við- gerðir á flestum þeim skip- um af Suðurnesjum sem orðið hafa fyrir tjóni á þessum slóðum í sumar. epj. Vestmannaeyjum, ættu for- ráðamenn að sjá til þess að eign þeirra hér í Keflavík verði ekki þeirra vörumerki og illa hirtur minnisvarði um athafnir þeirra hér fyrr á árum. Annars væri það kannski rétt að huga að því, hvort ekki ætti að veita þessu húsi skussaverðlaun nr. 1 eða verðlaun fyrir að vera verst hirta atvinnutæki á Suður- nesjum. - epj. Skussaverðlaun nr. 1 Eins og sést annars staðar í blaðinu er nú hvað óðast verið að veita hin ýmsu fegurðarverðlaun her á Suðurnesjum. Og sem betur fer hafa margir tekið vel til hendinni, þó veðurfar hafi verið frekar óhagstætt bæði til gróðurstarfa og málningarvinnu. Engu að síður eru sumir sem virðast ekki láta sér segjast þó bent sé á slæma umhirðu á húsum þeirra hér í blaðinu. Einn þessara að- ila er Hraðfrystistöðin í Keflavík við Vitastíg, en á það hús hefur varla komið málning svo árum skiptir, auk þess sem flestar rúður eru brotnar og húsið orðið opið sem leikvangur barna niður við höfn. Er þetta með hættulegri leikvöngum hér um slóðir. Að vísu var fyrir fáum misserum byrjað að mála húsið, en af einhverjum ástæðum var hætt við starfið áður en langt var komið. Þar sem vitað er að á bak við þetta fyrirtæki er öflug útgerð í Reykjavík og Viðgerð stendur nú yfir á Happasæl frá Garði, eftir tjón af vöidum isjaka. Góð auglýsing gefur góðan arð. muR Breytingar á starfsliði Sjúkrahússins Nýr læknir, Konráð Lúð- víksson, kvensjúkdóma- læknir, hefur hafið störf við Sjúkrahús Keflavíkurlæknis- héraðs. Erna Bergmann, hjúkrun- arforstjóri, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með l.októ- ber n.k. Þá hefur verið ákveðið að flytja skrifstofur sjúkrahúss- ins yfir í hús Arnbjörns Ölafs- sonar, þar sem Heilsugæslan var áður til húsa. - epj. Hraðfrystistöðin i Keflavik, verst hirta atvinnutækiö á Suó- urnesjum. MIÐLARNIR I STAPA FÖSTUDAGSKVÖLD FRÁ KL. 23 - 3. Dúndur dansleikur. - Mætum öll! Félagsmála fulltrúi ráðinn í Njarðvík Tvær umsóknir bárust um starf félagsmálafulltrúa í Njarðvík, en starfið var ný- lega auglýst laust til um- sóknar. Voru umsóknirnar frá Guðrúnu Eyjólfsdóttur, Krossholti 12, Keflavík, og Guðjóni Sigurbjörnssyni, Fífu móa 16, Njarðvík. Lagði bæjarráð til að Guð- jón yrði ráðinn. - epj. Nýr útibússtjóri hjá Verslunar- bankanum 1. sept. sl. tók Guðmundur H. Viborg, viðskiptafræðing- ur, við starfi útibússtjóra hjá Verslunarbanka íslands í Keflavík. Hann lauk prófi frá Há- skóla íslands árið 1977 og stundaði að því loknu fram- haldsnám í Svíþjóð. Undan- farin ár hefur hann starfað við bankaeftirlit Seðlabanka íslands. - epj. SÓLBAÐ - SUMARAUKI Splunkunýjar BELLARIUM SUPER PERUR f BÁÐUM LÖMPUM: VERÐ: 10 tímar á kr. 600. SUND - GUFUBAÐ - HEITIR POTTAR innifalið í verðinu. SUNDHÖLL KEFLAVÍKUR Sími1145 ☆ Í> # *B>#*B>#-$-*B><B>#*B*<B*

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.