Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. nóvember 1984 5 Norræna skólahlaupið 1984 Á dögunum tók Myllu- bakkaskóli þátt i hinu Nor- ræna skólahlaupi 1984. Slíkt hlaup hefur farið fram á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár og nú eru ís- lendingar þátttakendur í 'fyrsta skipti. Markmiðið er að hvetja nemendur, kennara og annað starfsfólk í skólum til aö auka útivist sína og hreyfingu. Auk þess að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan. Það er hin Norræna skóla- íþróttanefnd sem stendur fyrir hlaupinu og veitir hún öllum þátttakendum viður- kenningarskjal og einnig viðkomandi skólum. I Myllubakkaskóla eru nú 697 nemendur og 39 kenn- arar og annað starfsfólk. Fjöldi þátttakenda var alls 401 og hlupu þeir samtals 1492,5 km, sem skiptist þannig: 269 nem. hlupu 2,5 km. 70 nem. hlupu 5 km. 42 nem. hlupu 10 km. 20 kenn./starfsfólk hlupu 2.5 km. Óhætt er að segja að allir hafi haft hina bestu skemmtan af þessu, enda veður bjart og gott, en dá- lítið svalt. Vonandi verður þettatil þessaðaukaáhuga almennings fyrir almenn- ingsíþróttum. Þá er tak- markinu náð. - ehe. Sjúkrahúsið 30 ára N.k. sunnudag eru 30 ár liðin síðan Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs tók til starfa, en það var 18. nóv- ember 1954. Verður nánar greint frá þessum timamót- um síðar hér í blaðinu.-epj. Flestir vor léttfættir i byrjun. Kannski leynast framtiöar hlauparar i þessum hópi? Sími 4040 Sími 4040 Föstudagur 16. nóv.: Opið frá kl. 22 - 03. Hljómsveitin GOÐGÁ leikur fyrir dansi. Laugardagur 17. nóv.: LOKAÐ VEGNA EINKASAMKVÆMIS. SAMKAUP SAMKAUP ít lL :J1 Sími1540 VÖRUKYNNING föstutíag kl. 14 - 19 Nýr sykurlaus EGILS-SAFI á kynningarverði. Einnig kynnir ORA lifrarkæfu og reyksíldarkæfu með brauði frá MYLLUNNI. Kynningarverð. II n Sími1540 TILBOÐ: UPPÞVOTTALÖGUR: VEX epla, 660 gr kr. 32,60 VEX epla, 2 I kr. 62,80 VEX sítrónu, 660 gr kr. 31,40 VEX sítrónu, 2 I kr. 60,40 VEX gólfsápa, 1.5 I kr. 53,10 í hádeginu föstudag: HEILSTEIKT NAUTALÆRI MUNIÐ HELGARTILBOÐIN FRÁ IKIÖTSEL V/SA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.