Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.1985, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 05.09.1985, Blaðsíða 20
VÍKUR Fimmtudagur 5. september 1985 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 4717 SPARISJÓÐURINN NJARÐVÍK - Tromplð - Gjaldeyrlsvlðskipti - Vlsa - Næturhólf - Geymsluhólf - öll almenn bankavið- skiptl 22 ára Keflvíkingur lenti í slysi úti á rúmsjó Spumingin „Biðin var erfiðust44 - segir Albert Sigurðsson, 2. vélstjóri á togaranum Sigluvík SI, sem slapp lifandi úr ótrúlegri raun „Biðin var erfíð og löng, því kvalirnar voru miklar. Hver mínúta virtist heil eilífð, auk þess sem ég mátti ekki sofna. Félagar mínir sem sátu yfír mér sáu til þess“, segir Albert Sigurðsson, 22 ára Keflvíkingur, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að lenda í spili á togaranum Sigluvík SI 2, sem var við þorskveiðar út af Vestfjörðum 11. ágúst sl. „Stóri bróðir“ sést hér við hlið „staupsins" ofan við Eyjabyggð. TVÖ NÝ MANNVIRKI „Það var verið að hífa inn höfuðlínu og ég var að vefja inn á kopp þegar ég missti tak á spottanum. Eg byrjaði að vefja á eftir en flækti þá hendinni í slakanum og í fátinu þegar ég reyndi að losa mig með hinni hendinni þá flækt- ist hún líka. Það skipti engum togum að ég fór á loft og snerist í 3-4 hringi að mér er sagt. Maðurinn í brúnni sá mig veltast þarna um og sló spilinu út. Þá var spottinn búinn að vefj- ast utan um mig allan. Vaktmaðurinn skar á bandið og þá hneig ég örmagna niður, með meðvitund þó og hélt henni allan tímann“ segir Albert. Og ekki langt þar frá - nýja flugstöðin. Þangað eiga margir eftir að koma. Ijósm.: pket. BIÐIN LANGA „Atvikið átti sér stað um kl 8 á laugardags- kvöld og þegar kallað á lækni sem kom með varðskipi frá Siglufirði um kl. 12 á miðnætti. A meðan höfðu skipverjar reynt að hlúa að mér eins og hægt var. Kvalirnar voru miklar en læknirinn gat ekki gefið mér deyfilyf fyrr en tveimur tímum seinna vegna blóðþrýstings og innvortis meiðsla. Þarna urðu mínúturnar að V, klukkutímum og biðin eftir að komast í land var svakalega erfið. Um kl. 3 að nóttu komum við lokst til Siglufjarðar og þar var ég færður á sjúkrahús. Þaðan var ég fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi og kl. 6 um morguninn var ég loks kominn á gjörgæslu á Landsspítalanum“. 9 RIF BROTIN „I slysinu brotnuðu 9 rif, flest tvíbrotin, svo hlaut ég viðbeinsbrot, vinstri handleggur brotnaði og lunga lagðist saman ásamt mari og bólgum víða um skrokkinn". Eg man það, að ég hugsaði bara um að passa að höfuðið færi ekki í. Mér tókst það einhvern veginn og fæturnir sluppu líka“. ÓSKEMMTILEGUR AFMÆLISDAGUR „Á gjörgæsludeild lá ég síðan í 6 daga og átti þar meira að segja afmæli, varð 22 ára. Þá komu svo margir ætt- ingjar í heimsókn að það varð að flytja mig til. Var fluttur í stóran „geim“ þar sem ég gat haft öll herlegheitin út af fyrir mig. En ég get varla ímyndað mér að ég hafi verið skemmtilegur að tala við á afmælisdag- inn því ég var enn hálf vankaður og ruglaður eftir slysið. En þetta er gaman eftir á. En nú er ég orðinn furðuhress og sprækur og fæ sennilega að fara heim fljótlega í næstu viku. Svo er bara að taka lífinu með ró næstu vikur og mánuði og leyfa ,,draslinu“ að gróa segir Albert og hlær. FYRSTI TÚRINN Á DEKKI „Þetta er rosaleg lífs- reynsla að lenda í svona löguðu. Og það í fyrsta túrnum mínum á dekki, en ég var 2. vélstjóri og er búinn að vera á skipinu síðan í mars sl. En það þýðir ekkert að gefast upp, ég ætla á sjó- inn aftur“ segir Albert Sigurðsson hress í bragði. n. . Sefurðu í náttfötum? Jóhanna Margeirsdóttir: „Já, auðvitað“. Rúnar Guðmundsson: „Nei, í nærbuxunum ein- um fata“. Sumarliði Jósefsson: „Nei, ertu frá þér“. Guðmundur P. Hilmarsson: „Nei, í nærbuxum og bol“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.