Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.1985, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.09.1985, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. september 1985 17 Er Keflavíkurflugvöllur fylki í Bandaríkjunum? Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verið í sviðs- ljósinu á þessu ári. Ritað, rætt og rifíst hefur verið um flutninga á vörum til þess, innflutning á kjöti og ýmsu fleira. Einn helsti ráðamaður þjóðarinnar, Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, hefur staðið í ströngu vegna þessa. En það er fleira matur en feitt kjöt, Albert. Eftirfarandi frásögn segir okkur það, að ýmislegt fer fram á Keflavíkurflugvelli, sem margan hafði ekki órað fyrir. Og þarna flýgur mörg krónan fyrir bí, sem ætti að fara í ríkiskassann. BÍLABRASK - Hundruð bíla horfnir Á Keflavíkurflugvelli eru á milli 2000-2500 einkabíl- ar með JO-númerum í eigu varnarliðsmanna og ó- breyttra Bandaríkjamanna sem eru hér á vegum varn- arliðsins. Enginn veit hvað bílarnir eru nákvæmlega margir. Bílarnir ganga kaupum og sölum milli Bandaríkja- Söluspjöld í gluggum bíla varn- arliðsmanna er daglegt brauð. manna. Sumir eiga jafnvel 4-5 bíla og leigja þá út. Ekkert eftirlit er með eig- endaskiptum eða afskrán- ingu. Ef bílar þessir lenda í umferðaróhöppum kemur oft fram að sá sem ók bíln- um er 4.-5. eigandi frá skráðum eiganda. Lögregl- an er nú að svipast um eftir mörg hundruð JO-bílum, sem hreinlega eru horfnir. Eigendum JO-bíla er skylt að hafa bíla sína tryggða hjá íslenskum tryggingafélögum, en ið- gjöld eru 40% af þeim tryggingaiðgjöldum sem Keflvíkingar greiða, auk þess sem þau eru undan- þegin söluskatti. Til þess að sleppa við tryggingaiðgjöld og önnur afskipti hafa margir náð sér í VL-númer og fest þau á einkabílana. Þau liggja í bunkum þarna á vellinum. Útsjónarsamir varnarliðsmenn gera þetta oft, enda amast enginn við þessu. Bílar með VL-núm- erum eru eign varnarliðsins og því ótryggðir. Gott dæmi um þetta eru bdar Navy Exchange, sem íslendingar þekkja undir nafninu „píexið“. Þetta er fyrirtæki í eigu Gyðinga (Navy Exchange er verslunarkeðja sem þeir reka á herstöðvum um all- an heim). Allir bílar fyrir- tækisins eru merktir með VL-númerum, þó þeir komi varnarliðinu ekkert við. Hringferð á útsölubensíni Olíufélagið hf„ ESSO, sér JO-bílum fyrir bensíni á kr. 12.72 pr. líter. Banda- ríkjamenn sem fara í lengri ökuferðir hafa í öllum til- fellum með sér bensínbirgð- ir á allt að 6-8 brúsum. Þeir sem taka bíl á leigu hjá ís- lenskum bílaleigum hafa aðgang að þessu útsölu- bensíni. Vamarliðsmenn geta því léttilega farið hringinn í kringum landið án þess að þurfa að kaupa dropa af bensíni af land- anum. Á bensínstöðinni á vellinum eru einnig seldir ótollaðir hjólbarðar og varahlutir. Bílhræ fá skoðun Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með JO-bílum að nafninu til. Sundurryðg- aðar druslur með brotnar Framh. á nœstu siðu Haugryðgaður og skemmtilega „bættur" bíll . . . . . . með hvitan skoðunarmiða 1985. Fengi íslendingur skoðun á svona bíl? Hér fá varnarliðsmenn útsölubensín . . . . . . og fara með það út fyrir völlinn í mörgum brúsum. 34,79% ÁRSÁVÖXTUN með KASKÖ 2. VAXTAVEXTIR leqajast inn á KASKÓ á 3ja mán. fresti. 3. SAMAN- BURÐUR á verð- og óverð- tryggðum reikning- um mánaðarlega tryggir hæstu ávöxtun. KASKÖ BÆTIR UM BETUR! • VAXTAUPPBÓT - þrátt fyrir úttekt. • RÝMRI INNLEGGSTfMI I UPPHAFI VAXTATfMABILS. VERTU VELKOMINN f KASKÓ. VŒZLUNRRBRNKINN -(mmmmsi með ! VATNSNESVEGI 14 - KEFLAVlK - SlMI 1788

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.