Morgunblaðið - 08.10.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 08.10.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landssamband smábátaeigenda, LS, undirbýr nú sameiginlegt út- boð á olíu, sem gæti náð til um 500 minni báta til að byrja með. Til- gangurinn er að leita hagstæðari kjara fyrir fé- laga í Lands- sambandinu og segir Örn Páls- son, fram- kvæmdastjóri LS, að olíuút- boðið gæti farið í formlegt ferli í byrjun nóvember. Leitað verði eftir tilboðum frá stóru olíufélögunum N1, Skeljungi og Olís. Innan vébanda Landssam- bands smábátaeigenda eru eigend- ur tæplega þúsund báta. Fimm milljónir lítra á ári „Þetta verkefni hefur lengi verið á teikniborðinu, en eftir að hafa rætt þennan möguleika við sér- fræðinga höfum við ákveðið að stíga skrefið,“ segir Örn. „Með því að þjappa körlunum saman búum við til eitt stórt skip úr kannski 500 bátum. Þannig gæti útboðið verið upp á um fimm milljónir lítra á ári og jafnvel meira, allt eftir því hvað það verða margir með í sam- flotinu. Allir njóta karlarnir nú þegar einhvers afsláttar hjá sínu olíu- fyrirtæki, en við teljum að með slíku samstarfi við magnkaup munum við fá enn meiri afslátt og það er markmiðið. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur við þeirri litlu kynningu sem þegar hefur farið fram og menn eru þegar byrjaðir að hafa samband og skrá sig í hóp- inn.“ Örn segir að um umtalsverð- ar upphæðir geti verið að ræða, en olían sé einn stærsti útgjaldaliður útgerðarinnar. Það sé þó mjög mismunandi hvað hver útgerð noti mikið af olíu. Sömdu um tryggingar 1997 Örn rifjar upp að árið 1997 ósk- aði LS eftir tilboðum í tryggingar fyrir smábátaflotann. Niðurstaðan hafi verið sú að semja við erlent tryggingafélag og það samstarf hafi leitt af sér verulega lækkun trygginga hjá smábátunum. Sá samningur hafi fjarað út, en marg- ir njóti enn þeirra kjara sem þá var samið um. „Það var flókið og erfitt í fram- kvæmd að semja um tryggingarn- ar á sínum tíma því bera þurfti saman ólíka skilmála og þjónustu við það sem menn höfðu. Nú erum við að tala um olíu og það er jú sama olían sem alls staðar er í boði, en vissulega munum við einn- ig líta til þjónustuþátta,“ segir Örn. Vilja samflot um olíukaup  Landssamband smábátaeigenda undirbýr útboð á olíukaupum  500 bátar til að byrja með  „Með því að þjappa körlunum saman búum við til eitt stórt skip“ Við bryggju í Grundarfirði Í upphafi er miðað við 500 minni báta í útboðinu. Örn Pálsson Örn Pálsson segir að útboð á ol- íu fyrir smábáta gæti verið upp- hafið á útboðum í fleiri vöru- og þjónustuflokkum. Þar komi margt til greina og nefna megi veiðarfæri. „Það er af nógu að taka og gangi þetta útboð í olíu vel er ekki spurning að við höld- um áfram að skoða mögu- leikana,“ segir Örn. Margir möguleikar FLEIRI ÚTBOÐ HUGSANLEG Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Innanríkisráðuneytið mun væntan- lega síðar í vikunni kynna drög að reglum um notkun dróna. Unnið hef- ur verið að undirbúningi þessa regluverks um nokkurt skeið og er það starf nú á lokastigi, segir Jó- hannes Tómasson, upplýsinga- fulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. Væntanlegar drónareglur voru til umfjöllunar á Alþingi síðastliðinn mánudag. Þar sagði Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra að mikilvægt væri að jafnvægi væri milli ávinnings af þessum tækjum og svo óþæginda sem af þeim geta hlotist. Slíkt væri gerlegt með reglugerð sem ætti sér festu í lögum um loftferðir. Í glugga Seðlabankans Umræðan um þetta á Alþingi kom til vegna fyrirspurnar frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, sem sagði að nú mætti sjá dróna á flugi á hinum ýmsu stöðum, svo sem í miðborg Reykjavíkur, við gönguleiðina upp á Esju og fyrir ut- an glugga Seðlabankahússins. Jafn- vel þar sem fólk væri í sólbaði á svöl- um fjölbýlishúsa, en með slíku væri gengið nærri friðhelgi einkalífs. „Þetta hljómar allt eins og nokk- urs konar vísindaskáldskapur,“ sagði Katrín um notkun drónanna. Hún telur þurfa hófstillt regluverk um þetta flug. Tæknin sem slík væri hins vegar mjög spennandi. Þá sagði flokkssystir hennar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, tækifæri felast í notk- un dróna við smalamennsku. Drónar fást víða í raftækjaversl- unum. Þeir allra einföldustu kosta innan við 10 þúsund krónur en svo fást líka tæki sem eru margfalt dýr- ari en langdrægari. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugmaður Að stýra dróna á flugi er spennandi. Þetta kallar líka á einbeitingu eins og lesa mátti úr svip Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem reyndi fyrir sér í drónaflugi á Kirkjubæjarklaustri í fyrrakvöld. Reglur um drónaflug verða kynntar í vikunni  Notkun flygilda minnir formann VG á vísindaskáldsögu Maður á sextugsaldri, sem lögregla kom að meðvitundarlausum á Akra- nesi sl. föstudag og var fluttur á bráðamótttöku Landspítalans í Fossvogi, hefur verið úrskurðaður látinn. Honum hafði verið haldið í öndunarvél þangað til síðdegis í gær. Annar maður, á fertugsaldri, hafði verið handtekinn, grunaður um til- raun til manndráps en málið er nú orðið að morðmáli. Hinn grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. október í Héraðsdómi Vesturlands en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hef- ur verið staðfestur af Hæstarétti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi en í til- kynningunni segir einnig að rann- sókn málsins miði vel. Ennfremur segir í tilkynningunni að þegar lögregla hafi komið að manninum, sem nú er látinn, hafi verið talið að um hengingu hefði ver- ið að ræða. Að á vettvangi hafi verið vitni sem hafði hafið endurlífgun. Einnig hafi verið annar maður á vettvangi, en það var sá grunaði sem var stuttu síðar handtekinn. isak@mbl.is Akranesmálið nú orðið að morðmáli  Hinn grunaði er í gæsluvarðhaldi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Dómurinn staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim grunaða. Samninganefndir Starfsgreina- sambandsins (SGS) og Flóa- bandalagsins undirrituðu í gær samning við samninganefnd ríkisins vegna starfsfólks aðildarfélaga SGS hjá ríkisstofnunum. Fram kemur í tilkynningu á vef SGS að samningurinn sé á svipuðum nótum og samið var um á hinum al- menna markaði í vor og mun hann gilda frá 1. maí síðastliðnum. „Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Hinn fyrsta júní árið 2016 hækka laun um 5,5% að lágmarki 15.000 krónur auk breytinga á launatöflu. Ári síðar hækka laun um 4,5% og 1. júní 2018 hækka laun um 3%. Samningurinn gildir til 31. mars árið 2019 og kemur þá til sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2019 upp á 45.000 krónur fyrir starfsfólk í fullu starfi og hlutfallslega fyrir starfsfólk í hlutastarfi,“ segir í tilkynningunni. „Lágmarkslaun eru hækkuð til samræmis við það sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði og verða 300.000 krónur frá 1. júní 2018 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun. Framlag í þróun- ar- og símenntunarsjóði verður hækkað í 0,82% auk þess sem aukið framlag verður sett í stofnanasamn- inga samkvæmt sérstakri bókun,“ segir jafnframt. Samningurinn verður borinn und- ir félagsmenn aðildarfélaga SGS á næstunni. jonpetur@mbl.is SGS samdi við ríkið  Samið var á svipuðum nótum og gert var á almennum vinnumarkaði Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra mun á ríkis- stjórnarfundi á föstudag koma með tillögu um að Karl Axelsson hæstaréttar- lögmaður verði skipaður dómari við Hæstarétt Ís- lands. RÚV greindi frá þessu í gær- kvöldi. Sérstök dómnefnd hafði komist að þeirri niðurstöðu að Karl væri hæfastur í starfið. Kom nefnd- in með tillögu þess efnis og frestur til að gera athugasemd við hana er liðinn. Ráðherra er því bundinn af henni. Þrír sóttu um stöðuna, auk Karls þau Davíð Þór Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir. Tillaga um skipun Karls í Hæstarétt Karl Axelsson Hæstiréttur hefur staðfest nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann yfir karlmanni fyrir að áreita og ógna fyrrverandi eiginkonu sinni. Skal maðurinn sæta nálgunarbanni í sex mánuði og er lagt bann við að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barna þeirra. Eftir skilnað hjónanna 2012 hafa þau deilt um forræði barnanna. Með dómi í ár var konunni dæmt forræðið. Sætir nálgunar- banni í sex mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.