Morgunblaðið - 08.10.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 08.10.2015, Síða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind og Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Allt að 50% ódýrari en sambærileg vara á meginlandi Evrópu* KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða aukagleraugu. *Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. GLERAUGU Á HAGSTÆÐARA VERÐI * Lindberg-umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. Skaðinn er skeður, ein kona í borg- arstjórn Reykjavíkur, sem ákvað að hætta í stjórninni, ætlaði sér síðasta daginn sem hún sæti stjórn- arfund, að skjóta eitr- aðri ör á Ísrael, – (með kröfum um við- skiptabann), – í sama mund og hún hlypi af fundinum og skellti hurðinni á eftir sér, – greinilega í þeirri von að hún þyrfti ekki að svara fyrir þetta athæfi og þar með yrðu engin eftirmál. En þessi eitraða ör var hlaðin hatri músl- ima á íbúum Ísraelsríkis og Gyð- ingum. En í stað þess að hitta „Landið helga“, þá geigaði skotið og hitti í þess stað íslensku þjóðina í hjarta- stað. En þótt það væri ein mann- eskja sem kom fram með þessa tillögu þá var það öll borg- arstjórnin sem samþykkti þessa tillögu. Öll stjórnin er þar með samsek, enda hefði þetta gerræði aldrei komið til, nema því aðeins að borgarstjórnin veitti samþykki sitt. Þá er það enginn vafi í mínum huga, að borgarstjórinn var þessa vel meðvitandi, allt frá upphafi, og hann er þar með samsekur öllum hinum í stjórninni. En hvernig væri nú að líta að- eins á uppruna þessara tveggja þjóða ? Allt frá stofnun hins nýja Ísr- aels ríkis, þá hafa þjóðir Íslands og Ísraels verið vinaþjóðir, enda að mörgu leyti ná- tengdar að trú og menningu. Ísr- aelsþjóðin sem nú á heimkynni á hinu forna landssvæði hins gamla Ísraels, er að stofni til hinir fornu Gyðingar, það er Júda-ættkvíslin, – ein af hinum tólf ætt- kvíslum hins forna Ísraels, – raunar stærsta ættkvíslin, sem bjó um aldir í Landinu helga í kringum Jerúsalem, og raunar á því sama svæði og nú er hið nýja Ísraels ríki. Íslenska þjóðin er einnig að stofni til ein af ættkvíslunum tólf, – það er af ættkvísl Benjamíns, sem var hin minnsta af hinum tólf ættkvíslum hins forna Ísraels, og þeirra heimkynni voru á lands- svæðinu í kringum Galíleu-vatnið allt fram yfir daga Krists. Þá bjuggu báðar þessar þjóðir, (eða ættkvíslir), hlið við hlið, í sátt og samlyndi, á hinu forna landi Ísr- aels. En það mun hafa verið skömmu eftir dauða Krists, að Rómverjar, – sem höfðu þá yf- irráð yfir landi Gyðinga, – höfðu í hótunum við Gyðinga, um að senda her til landsins, ef þeir greiddu ekki skatt til Rómar. Ef rómverski herinn kæmi eftir landi, norðan að, þá kæmu þeir fyrst að landi Benjamíns- ættarinnar. En sú ættkvísl var fámenn og varnarlítil. Þá vissu menn einnig að Rómverjar voru miskunnarlausir í hernaði. Þetta gæti því haft þær afleiðingar, að allri Benjamíns-ættkvíslinni yrði útrýmt. Því fór svo að þeir tóku sig þá upp, – allir sem einn, – með allan sinn búsmala, og héldu norður í átt að sléttunum í kringum Svarta hafið. (Þar sem núna er Úkraína). Það var sennilega sama, eða svip- uð leið, og hinar tíu Ísraels- ættkvíslanna höfðu farið nokkrum öldum fyrr, þegar þær ættkvíslir námu lönd í Vestur-Evrópu, Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Eftir að Benjamíns-ættkvíslin hafði dvalið nokkur hundruð ár þarna á sléttunum við Svartahafið, þá tóku menn sig upp, enn á ný, í leit nýrra landa þar sem þeir gætu stofnað sitt eigið heimaland og bú- ið þar í friði. Í þeirri för héldu þeir áfram allt til Danmerkur, Svíþjóðar og Nor- egs. Í Noregi vildu þeir nema land kringum tvo stóra firði, – land sem þeir gætu helgað sér sem sitt eigið heimaland, en það gekk ekki eftir sökum stöðugs ófriðar við norska smákónga og ættarhöfð- ingja. Að lokum fór það svo, að ákveð- ið var að taka stefnu á lítt byggða eyju, sem vitað var um langt í hafi úti, og að sá staður yrði sem enda- stöð. Það varð úr; þar var nýtt land numið – og þar var stofnað hið nýja ríki Benjamíns- ættarinnar, – og gefið nafnið Ís- land. En snúum okkur þá til dagsins í dag, hvað er til ráða, út úr því vandamáli sem komið er upp milli þessara tveggja vina- og frænd- þjóða ? Það fyrsta er, augljóslega, að dregin verði til baka þessa van- hugsaða ályktun, – eða tillaga, – borgarstjórnarinnar, og að til- lagan verði dæmd dauð og ómerk. Að mínu mati, þá ætti það að vera næsta skrefið, að ríkisstjórn Íslands sendi Ísraelsstjórn form- lega afsökun, með útskýringum um, að þarna hafi íslensk lög ver- ið brotin, (sem og alþjóðalög), og að borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki haft neinar heimildir til þess að blanda sér í utanríkismál Ís- lendinga, – með þessum hætti. Þá er það mitt mat, að borg- arstjórinn í Reykjavík sé ekki lengur hæfur til þess að gegna stöðu æðsta yfirmanns borg- arinnar og því eins þá verði að víkja honum úr því starfi. Meirihluti borgarstjórnarinnar, sem samþykkti þessa óréttmætu tillögu, er einnig vanhæfur, (einn- ig, að mínu mati), og ber því að víkja allri stjórninni frá. Svo og, í framhaldi af því, þá verði end- urkosið til borgarstjórnar Reykjavíkur, og að ný stjórn verði mynduð, sem sitji það sem eftir er núverandi kjörtímabils, – og þá jafnframt, að nýr borg- arstjóri verði ráðinn. Sáttarhönd skal fram rétta Eftir Tryggva Helgason » Íslenska þjóðin er einnig að stofni til, ein ættkvísl hins forna Ísraels, – ætt Benja- míns, – hin minnsta hinna tólf ættkvísla hins forna Ísraels. Tryggvi Helgason Höfundur er fv. flugstjóri og stofnandi flugfélagsins Norðurflugs á Akureyri. Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.