Morgunblaðið - 08.10.2015, Page 24

Morgunblaðið - 08.10.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 Í grein minni frá 5. september síðastliðnum, þá lýsti ég því hvernig lítill hópur opinberra starfsmanna, í ráðu- neytum og stjórnsýsl- unni hefur byggt sér upp lokað forréttinda- kerfi, sem kemur al- gjörlega í veg fyrir það að allir landsmenn séu jafnir samkvæmt lögum landsins. Ekki tók síðan betra við, þegar gerðardómurinn kvað upp úrskurð sinn í launamálum hjúkrunarfræðinga og félagsmanna Bandalags háskóla- manna, enda allir aðilar, sem um málið fjölluðu innan forgangselítunnar. Nei, þessi vinnubrögð ganga einfaldlega ekki, að láta þessa forréttindaelítu vanvirða grunnatriði stjórnarskrár landsins, að allir þegnar landsins skuli vera jafnir fyrir lögum landsins. Á þeim tíma, sem ég starfaði að kjarasamningamálum á vegum VSÍ, sem er forveri Samtaka atvinnulífsins, var mér það ljóst að áður en samningaviðræður eru hafnar, þá þurfa að vera til staðar skýrar upplýs- ingar um þær afleið- ingar sem viðkomandi atriði hefur. En vitleys- an gekk meira að segja svo langt að starfsfólki ASÍ og VSÍ var boðin aðild að Lífeyrissjóði op- inberra starfsmanna, sem starfsfólkið þáði, þrátt fyrir harðorð mót- mæli og að barið hafi verið í borðið hjá VSÍ. Já, kjarasamningarnir við lækna, kennara, hjúkrunarfræðinga og samn- ingar við BHM eru allir verulega ámælisverðir, því þar er byrjað á öfug- um enda. Fyrst þarf að ákveða lág- markslaun í landinu. Við skulum kalla þau X og síðan þurfum við að marka launasviðið sem heimilt er að semja innan á almennum markaði, til dæmis XXX. Síðan þarf að setja í lög ákvæði þess efnis, að séu laun hærri en þreföld lág- markslaunin, þá falli burt allar verk- fallsheimildir, þannig að aldrei verði hægt að nota verkfallsvopnið, ef launin eru yfir þreföldum lágmarkslaunum. Ofurlaun þau, sem í mjög auknum mæli hafa tíðkast hjá æðstu stjórn- endum og millistjórnendum í dag, verður að endurskoða. Mín tillaga er sú að tekinn verði upp sérstakur há- tekjuskattur, 5% á kr. milljón á mán- uði, og hækki síðan um 5% fyrir hverj- ar byrjaðar eitt hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun, þó þannig að skattprósentan verði aldrei hærri en 90% í þennan hálaunaskatt. Ég tel það víst að þessi aðferð muni skila góðum árangri í því að bæta siðferðið í þess- um ofurlaunamálum. Þannig mætti afla tekna sem renna til samfélagsins alls, en ekki aðeins fyrir þessa lokuðu elítu opinberra starfsmanna. Siðferðið í samningamálum við op- inbera starfsmenn er á það lágu plani, að engu tali tekur. Þetta lokaða forrétt- indakerfi opinberra starfsmanna verð- ur að uppræta þannig að allir þegnar þjóðfélagins verði jafnir fyrir lands- lögum. Við ykkur hjúkrunarfræðinga vil ég segja, að þið hafið látið græðgina ná tökum á ykkur. Þegar ég var á fjór- anda ári, þá varð ég fyrir því óláni að mjaðmakúlan á vinstra fæti brotnaði af leggnum, sem kostaði mig liðlega tveggja mánaða dvöl á Landspít- alanum, á stofu 14 á handlækn- ingadeild, sem þá var undir styrkri stjórn Snorra Hallgrímssonar og frök- en Jóhönnu. Já, þá var heimavist hjúkrunarskólans í risinu á Landspít- alanum. Þegar ég var orðinn hjóla- stólafær, þá fór ég á hverju kvöldi með Ágústi (lamaða íþróttamanninum) upp á heimavist, og þar kynntist ég dálítið því námsefni sem þið fóruð yfir, og þar á meðal var siðfræðin sem ég hreifst af. Mér er hreinlega spurn, hvort hætt sé að kenna siðfræði eftir að hjúkrunar- fræðin var færð á háskólastig? Ég vil því hvetja ykkur, kæru hjúkr- unarfræðingar, til að draga til baka allar uppsagnir ykkar og einnig að falla frá þeirri siðlausu leiðréttingu sem gerðardómurinn færði ykkur. Við ykkur félagsmenn BHM vil ég fyrst segja, að kröfugerð ykkar var til háborinnar skammar. Ekki hvarflaði að ykkur að taka neitt tillit til þess að það er þjóðin öll, sem kostar helming námslána ykkar, en ekki þið. Einnig vil ég geta þess, að mér þykir sem þið gleymið því alltof oft að þið eruð í þjónustu þjóðarinnar, en hún er ekki í þjónustu ykkar. Kæru ráðherrar, þingmenn og aðrir starfsmenn stjórnsýslunnar, takið nú á ykkur rögg og farið að vinna vinnuna ykkar, við að tryggja að allir þegnar þjóðfélagsins verði jafnir fyrir lögum landsins. Og ekki væri verra að þið upplýstuð um öll þau sérkjör sem þið eruð aðnjótandi við innvinnslu réttar til eftirlauna, sem þingmenn og eða ráðherrar. Örlítið meira um virðingarleysi stjórnvalda gagnvart ákvæðum stjórnarskrárinnar Eftir Guðjón Tómasson » Ofurlaun þau, sem í mjög auknum mæli hafa tíðkast hjá æðstu stjórnendum og milli- stjórnendum í dag, verður að endurskoða. Guðjón Tómasson Höfundur er eldri borgari. Fjáröflun fyrir félög og hópa www.danco.is Heildsöludreifing Flottar pakkningar sem innihalda jólapappír og skraut Keppnin um Oddfellow- skálina hafin Keppni um Oddfellow-skálina hófst í vikubyrjun. Sextán pör mættu til leiks og styrktu félagsauðinn en þetta er í fjórða skiptið sem spilað er um skálina. Hér er lokastaðan, meðalskor 168 stig: Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 236 Guðm. Ágústsson - Brynjar Níelsson 202 Hreinn Ó. Sigtryggss. - Jón Úlfljótss. 184 Sigurður Sigurðss. - Arnar Óskarss. 184 Jóhannes Sverrisson - Óskar Karlsson 182 Rúnar Sveinss. - Ragnar Halldórss. 181 Feikna stuð á feðgunum Hjalta og Páli, 70,2% skor og tóku heim verð- laun kvöldsins. Spilaðar verða 6 lotur og gilda fjög- ur bestu skorin. Sigurvegarar frá upphafi: 2015 Helgi G. Jónsson - Hans Óskar Isebarn 2014 Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 2013 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. Næst verður spilað 2. nóvember. Hausttvímenningi lokið hjá BK Fyrstu keppni vetrarins hjá Brids- félgi Kópavogs lauk sl. fimmtudag og giltu tvö kvöld af þremur til verð- launa. Ingvaldur Gústafsson og Bern- ódus Kristinsson sigruðu örugglega, hlutu 123,9 stig. Næstu pör: Þórður Jörundss. – Þórður Jörundsson 114,1 Sigm. Stefánss. – Hallgr. Hallgrímss, 112,6 Haraldur Ingason – Pétur Gíslson 112,6 Friðjón Þórhallss. – Hjálmar Pálss. 109,4 Fimmtudaginn 8. október hefst svo Fresco-impkeppnin sem er þriggja kvölda butler og þarf að mæta öll kvöldin. Spilað er í Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 19. Keppnin um Súgfirðingaskálina hafin Haustmánuður genginn í garð og þá hefst keppni um Súgfirðingaskál- ina, tvímenningsmót Súgfirðinga- félagsins. Þetta er í 15. skipti sem keppnin er haldin. Mæting var góð, 15 pör styrktu félagsauðinn. Úrslit úr fyrstu lotu urðu eftirfar- andi en meðalskor er 180 stig. Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 220 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 209 Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnss. 199 Steinþór og Birgir Benediktssynir 197 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 193 Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 184 Flemming og Kristján byrjuðu mótið af krafti og enduðu kvöldið með 61,1% skor. Spilaðar verða sjö lotur og telja sex beztu skorin. Næsta lota verður spil- uð í byrjun gormánaðar þann 26. okt. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit í öllum stofn- unum sínum 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalag- ið. Í þessu felst afgerandi yfirlýs- ing um að bæta eldvarnir hjá stofn- unum bæjarins og auka þar með öryggi þeirra sem þar starfa og eiga þangað margvísleg erindi. Ekki veitir af því pottur er sann- arlega víða brotinn í þessum efn- um. Eldvarnafulltrúar munu héðan í frá annast reglulegt eftirlit með eldvörnum hver í sinni stofnun samkvæmt leiðbeiningum og gát- listum Eldvarnabandalagsins. Eld- varnabandalagið og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar veittu eldvarnafulltrúum bæjarins, 34 talsins, nauðsynlega fræðslu og þjálfun svo þeir geti sinnt hlutverki sínu vel. Við óskum þeim allra heilla í því. Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits er mikið fagnaðarefni. Það er kærkomin viðbót við eld- varnaeftirlit slökkviliðsins og markmið þess er annars vegar að draga úr hættu á að eldur komi upp og hins vegar að tryggja nauðsyn- legan viðbúnað til að bregðast við á ögurstundu. Eldklárir starfsmenn Eldvarnabandalagið og slökkvi- liðið veittu einnig öllu starfsfólki bæjarins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustaðnum og heima og var það liður í innleiðingu eigin eld- Eigið eldvarnaeftirlit – okkar hagur, okkar ábyrgð Eftir Garðar Heimi Guðjónsson og Regínu Ásvaldsdóttur. » Í þessu felst afger- andi yfirlýsing um að bæta eldvarnir hjá stofnunum bæjarins og auka þar með ör- yggi þeirra sem þar starfa og eiga þangað erindi. Garðar Heimir Guðjónsson Garðar er verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins. Regína er bæjarstjóri Akraness. varnaeftirlits. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að eld- varnir á vinnustaðn- um séu í lagi og allir starfsmenn geta stuðlað að því að svo sé með árvekni og ábyrgri umgengni. Starfsmenn, um 500 talsins, fengu af- henta handbók Eld- varnabandalagsins um eldvarnir heimilis- ins með hvatningu um að efla eldvarnir heimafyrir. Skemmst er frá því að segja að viðtökur starfsmanna voru afar ánægjulegar og von okkar er sú að fræðslan skili sér í öflugri eldvörnum á vinnustað og ekki síð- ur á heimilum starfsfólks. Greini- legt var að fræðslan opnaði augu margra fyrir mikilvægi eldvarna til að vernda líf, heilsu og eignir. Tilraunaverkefni Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits er liður í samstarfi Akraneskaup- staðar og Eldvarnabandalagsins um að auka eldvarnir. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður árangurinn metinn að þeim tíma liðnum. Það er von okk- ar og trú að þetta verkefni muni skila sér í öflugri eldvörnum hjá stofnunum Akraneskaupstaðar. Markmið okkar er jafnframt að unnt verði að draga lærdóm og öðl- ast reynslu af þessu verkefni sem getur nýst öðrum í sama tilgangi. Regína Ásvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.