Morgunblaðið - 08.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.2015, Blaðsíða 35
Gunnar var sendur að Lamba- vatni á Rauðasandi þegar hann var níu ára og var þar í þrjú sumur: „Sveitadvölin hjá Erlu frænku minni var góð upplifun og synir hennar, Eyjólfur og Þorsteinn, eru á mínu reki. Annars fór tíminn að mestu í heyskap, mjaltir og önnur sveita- störf sem voru uppbyggjandi fyrir ungan dreng úr höfuðstaðnum. Seinna var ég svo á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í eitt sumar.“ Gunnar lærði á gítar hjá Eyþóri Þorlákssyni í tvo vetur. Gunnar hóf ungur störf hjá Gunn- ari föður sínum sem var húsasmíða- meistari á eigin vegum, fyrst við handlang og tiltektir en var síðan á námssamningi hjá honum. Eftir sveinsprófið starfaði Gunnar hjá föður sínum til tvítugs. Þá opnaði hann söluturninn Holtagrill og starf- rækti það til 1997. Hann fór síðan á eina vertíð í Neskaupstað, var síðan vert á Skuggabarnum á Hótel Borg, fyrir Örn Garðarsson, til 2001. Gunnar hóf þá aftur störf við hús- byggingar hjá föður sínum, vann þá við byggingar á Akureyri og víðar og stofnaði byggingafyrirtækið GG Verk með föður sínum og bróður ár- ið 2006, sem þeir hafa starfrækt síð- an. Nú er fyrirtækið að innleiða Iso- vottun en hjá því starfa um 60 manns. Gunnar var mikið í leiklist á grunnskólaárunum: „Auður Ög- mundsdóttir kennari var driffjöðrin í grunnskólaleiklistinni og fékk mikið út úr okkur strákunum sem settum upp leikverk og lékum af lífi og sál, fórum svo í bæinn 17. júní og héldum þar tónleika við góðar undirtektir.“ Gunnar hefur spilað golf frá 2002 þegar veður leyfir og tími gefst: „Golfið er mikið áhugamál og hefur verið það frá 2002 enda reyni ég eft- ir fremsta megni að komst út á golf- völl þegar tími gefst frá vinnunni. Ég hef auk þess stundað stangveiði töluvert, og fer þá í silungs- og lax- veiði með góðum félögum þó að nú sé orðið alltof langt frá síðustu veiði- ferð. En auðvitað er mín frábæra fjöl- skylda númer eitt, tvö og þrjú. Við ferðumst mikið um landið og förum a.m.k. einu sinni á ári í nokkra daga ferð um landið. Þessar sam- verustundir eru skemmtilegar og mikilvægur þáttur í uppeldi strák- anna.“ Fjölskylda Gunnar kvæntist 29.8. 2015 Kötlu Hönnu Steed, f. 30.7. 1980, bókara og launafulltrúa hjá GG Verk. For- eldrar Kötlu Hönnu eru Anna Guð- laugsdóttir, f. 11.9. 1955, bókari hjá Húsalögnum, og Vincent A.H. Steed, f. 13.7. 1950, pípulagninga- maður. Synir Gunnars og Kötlu Hönnu eru Gunnar Mikael Gunnarsson, f. 29.11. 2004; Róbert Andri Gunn- arsson, f. 1.1. 2007, og Breki Hrafn Gunnarsson, f. 14.4. 2014. Systkini Gunnars eru Helgi Gunn- arsson, f. 31.1. 1973, yfirmaður fram- kvæmda hjá GG Verk, búsettur í Reykjavík, og Arna Sif Gunnars- dóttir, f. 4.3. 1988, dansari og starfar hjá Local, búsett í Reykjavík. Foreldrar Gunnars eru Gunnar Gunnarsson, f. 25.2. 1944, húsa- smíðameistari, og Gerður Helga Helgadóttir, f. 1.5. 1948, fyrrv, starfsmaður RÚV. Úr frændgarði Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson Rannveig Jónsdóttir húsfr. í Rvík Gísli Þorkelsson sjóm. og steinsmiður í Rvík Guðríður Sigrún Gísladóttir matráðskona í Rvík Helgi Hjörleifsson skósm. Í Rvík Gerður H. Helgadóttir starfsm. hjá Rúv í Rvík Kristín Ingveldur Þorleifsdóttir húsfr. í Rvík Hjörleifur Kristmannsson skósm. í Rvík Unnur Helgadóttir húsfr. í Rvík Lárus Pálmi Lárusson rafvirki og verslunarm. í Rvík Guðfinna Lárusdóttir húsfr. í Rvík Gunnar Gunnarsson húsasmíðam. í Rvík Gunnar Gunnarsson húsasmíðam. í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. á Vegamótum Gunnar Gunnarsson járnsm. á Vegamótum á Stokkseyri Afmælisbarnið Gunnar í vinnunni. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 Ragnheiður fæddist 8.10. 1889að Vestri-Garðsauka í Rang-árvallarsýslu. Hún var dótt- ir hjónanna Jóns, bónda í Vestri- Garðsauka Árnasonar, bónda þar Árnasonar, og Sigríðar Skúladóttur Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli, sonar Vigfúsar Þórarinssonar sýslu- manns. Systkini Ragnheiðar voru Elín, f. 1886, og Skúli, f. 1892. Ragnheiður flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1897. Hún missti móður sína árið 1905, föður sinn fimm árum síðar og Elínu, eldri systur sína árið 1915. Hún giftist ekki. Skúli, bróðir hennar, sem var henni mjög náinn, lést 1935. Ragnheiður hóf nám við Kvenna- skólann í Reykjavík 1905, síðasta skólastjóraár frú Þóru Melsted. Hún lauk þaðan prófum 1907, sigldi til Kaupmannahafnar 1911, stundaði nám við Statens Lærerhöjskole í tvö ár, varð síðan stundakennari að Kvennaskólanum og rak auk þess smábarnaskóla um skeið á neðri hæð heimilis síns við Hringbraut. Frú Ingibjörg H. Bjarnason, sem tók við stjórn Kvennaskólans af Þóru Melsted, hafði tekið Ragnheiði undir sinn verndarvæng eftir að hún missti móður sína. Ragnheiður tók síðan við stjórn skólans haustið 1941 og var þar skólastýra til 1959 er Guðrún P. Helgadóttir tók við. Ragnheiður þótti fremur strangur skólastjóri og taldi það hlutverk skólans að ala stúlkur upp í háttvísi og kvenlegum dyggðum, ekki síður en mennta þær. Hún vildi að skólinn veitti stúlkum alhliða menntun með hliðsjón af nýjum tímum, vildi leggja meiri áherslu á enskunám á kostnað dönskukennslu, lagði mikið upp úr íslenskukennslu og átti þann draum að skólinn yrði „lærður skóli“ í anda Mennntaskólans. Í tíð Ragnheiðar varð Kvenna- skólinn ríkisskóli en hafði áður verið starfræktur með skólastyrkjum og skólagjöldum. Ragnheiður erfði foreldra sína og systkini, varð sterkefnuð og stofnaði sjóð til að veita ungum stúlkum sem sköruðu fram úr í námi, styrk til náms í Háskóla Íslands. Ragnheiður lést 7.5. 1977. Merkir Íslendingar Ragnheiður Jónsdóttir 95 ára Hörður Þorsteinsson 90 ára Guðrún Sigbjörnsdóttir 85 ára Hans Adolf Linnet Hörður Reynir Jónsson 75 ára Guðrún Sigurjónsdóttir Sigurbjörg Ísaksdóttir Tryggvi Eymundsson 70 ára Árni V. Sigurðsson Erna Hannesdóttir Georg Róbert Douglas Guðný Rut Sigurðardóttir Hafsteinn Tómasson Halla Hallgrímsdóttir Jón B. Jónasson Sigrún Þormóðsdóttir 60 ára Guðmunda Vigfúsdóttir Hulda María Þorbjörnsdóttir Jónanna Guðrún Björnsdóttir Jónas Garðarsson Kristín Hjörleifsdóttir Malgorzata Antonina Kaliszewska Ragnhildur Ragnarsdóttir 50 ára Björgvin Ólafur Gunnarsson Eiríkur Jón Wathne Elvar Þór Sigurjónsson Guðmundur Geirmundsson Helga Hrönn Melsteð Ingibjörg Kjartansdóttir Skúli Örn Andrésson Valur Bogason Þórður Þórðarson 40 ára Anna Guðný Friðleifsdóttir Ari Már Heimisson Arna Ásgeirsdóttir Gísli Geir Gylfason Hörður Steinar Sigurjónsson Jóhann Lárus Baldursson Marzena Grazyna Baginska Óskar Ögri Birgisson Sigrún María Bjarnadóttir Silla Þóra Kristjánsdóttir Stela Nachkova Spirova 30 ára Andrea Eiðsdóttir Andreea-Ancuta Mera Anna Tómasdóttir Davíð Sigurðarson Emilia Jaworska Ívar Örn Heimisson Joel Castellano Estrada Jóhanna Hildur Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Helgi ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BS-prófi í iðnaðarverk- fræði frá HÍ og er leik- stjóri hjá Saga Film. Maki: Sigríður Hrefna Jónsdóttir, f. 1989, nemi í umhverfis- og byggingar- verkfræði við HÍ. Foreldrar: Jóhann Guðnason, f. 1952, þýð- andi, og Rósa Hrund Guð- mundsdóttir, f. 1954, fiðluleikari við Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Helgi Jóhannsson 30 ára Hanna Steina býr á Akureyri, lauk lögfræði- prófi frá Bifröst og starfar hjá Símanum. Maki: Ingimundur Ingi- mundarson, f. 1980, handboltaþjálfari. Dóttir: Thelma Briet, f. 2013. Stjúpdóttir: Elísabet Sonja, f. 1996. Foreldrar: Heiða Jóna Hauksdóttir, f. 1964, bók- ari hjá Eimskip, og Arnar Stefánsson, f. 1963, starfsmaður hjá Garra. Hanna Steina Arnarsdóttir 30 ára Guðmundur ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Reykjavík og stundar nám í rafmagnstækni- fræði við HR. Maki: Irena Georgsdóttir, f. 1987, MS í markaðs- fræði og alþjóða- viðskiptum frá HÍ. Foreldrar: Valborg Elín Kjartansdóttir, f. 1967, hárgreiðslukona í Reykja- vík, og Jón Trausti Har- aldsson, f. 1961, d. 2010, vélvirki. Guðmundur H. Jónsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Þér er í lófa lagið að taka upp Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.