Morgunblaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bókmennta-þátturinnVíðsjá fer
ósköp vel við Ríkis-
útvarpið og það and-
rúmsloft sem þar
ríkir innanhúss.
Vafalítið fellur hann
einnig vel að smekk
þess þrönga hóps pólitískra við-
hlæjenda sem þáttarstjórnendur
eru þekktir fyrir að biðla til eða
klappa á koll eftir því sem við á.
Það hefur ekki leynt sér að
grúppan innan húss og utan er
mjög upptekin af því að Geir H.
Haarde forsætisráðherra hafi
lokið ávarpi sínu til þjóðarinnar á
einstökum tíma í sögu hennar
með því að biðja Guð að blessa Ís-
land. Bandaríkjaforseti, hvort
sem hann heitir Obama, Clinton
eða Bush, endar sérhverja meiri-
háttar ræðu sína á því að biðja
Guð að blessa Bandaríkin. Það
hlýtur að vera mikið að gera hjá
geðverndaraðilum vestra að veita
víðsjáendum þar áfallahjálp.
Merkur útvarpsstjóri Ríkis-
útvarpsins lauk forðum sérhverju
erindi sínu „á öldum ljósvakans“
með orðunum „Í Guðs friði“ og
virtist landsmönnum ekki verða
meint af.
Lokaorð forsætisráðherrans 6.
október 2008 voru viðeigandi og
þarf töluverða tilgerð til að velta
sér árum saman upp úr þeim, og
eins þegar það er gert með
smekklausum aulahætti, að auki í
meintum bókmenntaþætti.
Hér eru tvö brot úr sjálfhverfu
stjórnandans: „Eitthvað hafði
gerst, eitthvað var að gerast,
maður skildi ekki helminginn af
því, svo birtist Geir á skjánum, og
maður vissi að þetta var allt farið
til fjandans, að ekki yrði aftur
snúið, menn voru farnir að gera
það sem þeir gera þegar allt er
komið til andskotans, snúa sér til
æðri máttarvalda,
guð var ekki dauður.
Íslendingar breytt-
ust úr bankaræn-
ingjum í bein-
ingamenn á einum
sólarhring, guð
blessi Ísland. Það
var ekki fyrr en guð
var nefndur til sögunnar sem
menn áttuðu sig á því að þetta var
búið … Svo birtist Geir á sjón-
varpsskjánum þann 6. október
árið 2008, beintengdur við æðri
máttarvöld, hann var kindarlegur
í fyrstu, leit til hliðar, og brosti út
í blámann, eða sortann eða á
næsta tökumann, svo slæmt var
ástandið orðið að við þurftum að
leita alla leið til guðs, biðja guð að
blessa okkur, það var gert, en
hafði ekki gerst lengi.“
Og síðar: „Menn bentu bara til
himins, og báðu guð að blessa Ís-
land, eins og guð væri gamall
sjálfstæðismaður á fokkings feit-
um eftirlaunum sem myndi koma
og bjarga því sem bjargað yrði
þegar menn voru búnir að fara
með allt til helvítis og höfðu haft
til þess drjúga stund, hann myndi
blessa okkur, ef menn bæðu bara
nógu heitt. … Eitthvað er fylgið
þó á fallandi fæti, enda kýs eng-
inn gömlu flokkana, og allra síst
Sjálfstæðisflokkinn, undir sex-
tugu, flokksbundnir sjálfstæð-
ismenn sem kunnugt er flestir
komnir undir græna torfu, og
helst að vænta nákvæms yfirlits
yfir þá hjá kirkjugörðum Reykja-
víkur …“
Stofnunin okkar allra, eins og
hún kallar sig sjálf, eina stofnun
landsins sem rekin er í „þjóð-
arþágu“ að sögn löggjafarvalds-
ins, er söm við sig. Og þjóðin
gleðst yfir því að sjá að heitið
Víðsjá er ekki lélegra öfugmæli
en heitið Fréttastofa er á annarri
deild sömu stofnunar.
Það er eitthvað
notalegt við það að
neyðast til að halda
úti víðsýnum
sérvitringum}
Sér vítt svo langt
sem hún nær
Um þessarmundir eru sjö
ár liðin frá hápunkti
hinna efnahagslegu
umbrota í heim-
inum, en mörg lönd,
ekki síst í Evrópu,
eru enn að fást við
afleiðingar þeirra atburða.
Alþingi ákvað fljótlega eftir að
íslenska bankakerfið féll, að láta
rannsaka tildrög þess eins og
fært væri. Fór fram eins konar
stjórnsýsluleg úttekt og má deila
um framsetningu hennar, þótt
margvíslegra upplýsinga hafi
verið aflað. Jafnframt gerði Al-
þingi ráðstafanir til að bregðast
mætti sérstaklega við kæmu
fram rökstuddar grunsemdir um
refsiverða háttsemi.
Allmargir dómar hafa þegar
fallið af þeim ástæðum. Í gær, 8.
október, kvað Hæstiréttur Ís-
lands upp umfangsmikinn dóm
varðandi ákærur um
umboðssvik og
markaðsmisnotkun í
tilfelli Landsbank-
ans. Í niðurstöðum
dómsins segir: „Við
ákvörðun refsingar
verður að horfa til
þess að umboðssvik samkvæmt
a. lið II. kafla ákærunnar sner-
ust um afar háa fjárhæð,
5.163.000.000 krónur, og hefur
ekkert greiðst af henni. Brotið
var framið í samverknaði
ákærðu, sbr. 2. mgr. 70. gr. al-
mennra hegningarlaga, og fól
sem fyrr segir í sér alvarlegt
trúnaðarbrot er leiddi til stór-
fellds fjártjóns. Brotin sam-
kvæmt b. lið II., III. og IV. kafla
ákærunnar beindust í senn að
öllum almenningi og fjár-
málamarkaðinum hér á landi og
verður tjónið, sem af þeim
hlaust, ekki metið til fjár.“
Ítarlegur dómur um
umboðssvik og
markaðsmisnotkun
gekk í gær}
Dómur Hæstaréttar
B
andaríska varnarmálaráðuneytið
telur ástæðu til þess að auka
varnarviðbúnað hér á landi líkt og
fram hefur komið í fjölmiðlum. Er
þar einkum vísað til þeirrar hættu
sem talin er stafa af stefnu og framgöngu rúss-
neskra stjórnvalda í þessum heimshluta. Eðli-
legt er að hugmyndir bandarískra stjórnvalda
séu skoðaðar alvarlega enda bera Bandaríkin
ábyrgð á vörnum Íslands samkvæmt varn-
arsamningi landanna.
Varnarsamstarfið við Bandaríkin nær eins
og þekkt er áratugi aftur í tímann og er ásamt
aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) hornsteinninn í vörnum landsins.
Ljóst er að ekkert getur komið í þess stað.
Hvað ætti það enda að vera? Einhverjir viðr-
uðu hugmyndir um það í kjölfar þess að herstöð
Bandaríkjamanna hér á landi var lokað árið 2006 að Evr-
ópusambandið gæti tekið varnir Íslands að sér. Þá vit-
anlega í tengslum við inngöngu í sambandið og áhuga um-
ræddra einstaklinga á því að Ísland færi undir yfirstjórn
þess.
Slíkar hugmyndir um fyrirkomulag íslenzkra varn-
armála eru þó vitanlega fullkomlega óraunhæfar og þarf
ekki mikla skoðun til þess að komast að þeirri niðurstöðu.
Fyrir utan þá staðreynd að Ísland er ekki á leiðinni í Evr-
ópusambandið liggur fyrir að ríki sambandsins eiga fullt í
fangi með að sinna eigin vörnum, svo ekki sé meira sagt,
og eru enn að miklu leyti upp á Bandaríkjamenn komin í
þeim efnum og verða að öllum líkindum áfram.
Þau eru fyrir vikið engan veginn í stakk búin
til þess að sinna vörnum annarra. Verulegur
niðurskurður í varnarmálum Evrópuríkja á
liðnum árum hefur í ofanálag ekki aukið getu
þeirra í þessum efnum. Raunar hafa bandarísk
stjórnvöld lýst miklum áhyggjum af þeirri þró-
un mála. Meðal annars í tilfelli Bretlands.
Hitt er svo annað mál að jafnvel þó umrædd
Evrópuríki væru í aðstöðu til einhverra stór-
ræða í þessum efnum eru þau flest hvort eð er
í NATO ásamt Íslandi sem ólíkt Evrópusam-
bandinu er varnarbandalag. Það liggur því
auðvitað beinast við að við Íslendingar horf-
um beint til Bandaríkjanna þegar kemur að
varnarmálum í stað þess að litið sé til Evrópu-
sambandsins sem sjálft er háð Bandaríkja-
mönnum í þeim efnum.
Varnir Íslands munu fyrir vikið áfram hvíla á nánu sam-
starfi við Bandaríkjamenn og veru landsins í NATO. Hug-
myndir um að aðrir geti komið þar að málum eða að landið
eigi að vera óvarið eru fullkomlega óraunhæfar. Telji
Bandaríkjamenn ástæðu til að auka varnarviðbúnað hér á
landi er sem fyrr segir full ástæða til að taka það til skoð-
unar. Það er síðan íslenzkra stjórnvalda að taka ákvörðun
um það hvort og þá með hvaða hætti það verði gert. Rétt
er að hafa í huga í þeim efnum að ein af grunnskyldum
stjórnvalda er að tryggja öryggi borgaranna. Varnir
landsins vega eðli málsins samkvæmt mjög þungt í þeim
efnum. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Varið land
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
M
ikil og vaxandi eft-
irspurn ýmissa
smærri fyrirtækja
eftir raforku ræður
þeirri ákvörðun
Landsvirkjunar að stækka Búrfells-
virkjun í Þjórsárdal. Hönnun virkj-
unar er að stórum hluta lokið og út-
boð framkvæmda verður auglýst
strax í næsta mánuði. Forval vegna
útboða við kaup á vél- og rafbúnaði
var í sumar og samkvæmt nið-
urstöðum þess býðst fjórum af fimm
þátttakendum að taka næstu skref í
ferlinu og skila inn tilboðum. Þau
verða opnuð í desember næstkom-
andi. Framkvæmdir hefjast svo í
apríl á næsta ári og lýkur 2018.
Áætlaður kostnaður er 14-16 millj-
arðar króna. Þetta kom fram í máli
forsvarsmanna Landsvirkjunar á
blaðamannafundi í gær, þar sem
áform þessi voru kynnt.
Nýta auðlindina betur
Stækkun Búrfellsvirkjunar er í
raun bygging nýrrar aflstöðvar sem
verður í svonefndu Sámsstaðaklifi
sem er aðeins sunnan og austan við
virkjunina sem reist var í kringum
1970. Sú var upphaflega 210 MW en
laust fyrir aldamót var aflgeta henn-
ar aukin í 288 MW með breytingum
á hverflum. Með þeirri aukningu var
bygging nýrrar stöðvar slegið á
frest, en hún hafði þá verið í deiglu
um árabil. Raunar var farið af stað
með verkið á sínum tíma og frá-
rennslisskurður virkjunarinnar eru
að nokkru tilbúnir síðan þá.
En nú er allt að fara af stað og
byggja á 100 MW virkjun sem fram-
leiðir alls 300GWh/ af rafmagni ár-
lega. Með þessu verður hægt að
létta talsverðu álagi af núverandi
Búrfellsstöð sem er keyrð á fullum
dampi langtímum saman, sakir þess
hve mikilvægur hlekkur í raf-
orkuframleiðslunni er.
„Stækkun Búrfells er hagkvæm
virkjun og umhverfissporið er lítið.
Uppistöður og ýmis önnur mann-
virki sem fyrir eru á svæðinu nýtast
svo og rennsli Þjórsár til raf-
orkuframleiðu. Í dag fara um 14% af
rennslisorku Þjórsá fram hjá Búr-
fellsvirkjun, en nú náum við að nýta
auðlindina betur en verið hefur,“
segir Hörður Arnarson.
Um þessar vinnur sveitarstjórn
Skeiða- og Gnúpverjahrepps að
breytingum á deiliskipulagi Búr-
fellssvæðisins. Að öðru leyti eru í
höfn öll leyfi fyrir byggingu virkj-
unarinnar sem nýta mun affall úr
Bjarnalóni líkt og sú Búrfellsstöð
sem fyrir er. Frá lóninu liggja pípur
að stöðvarhúsi aflstöðvarinnar sem
verður neðanjarðar. Þar verður ein
vél sem beislar 92 rúmmetra af vatni
á sekúndu og nýtist 119 metra fall-
hæð til að framleiða alls að 100 MW
af orku. Að sögn Gunnars Guðna
Tómassonar, sem stýrir fram-
kvæmdasviði Landsvirkjunar, er sá
möguleiki svo til staðar að efla véla-
kost svo auka megi framleiðsluna
upp í 140 MW.
Umhverfismat þarf ekki
Segja má að orð forstjóra
Landsvirkjunar um lítil umhverfis-
áhrif af stækkun Búrfells kristall-
ist að nokkru leyti í því áliti
Skipulagsstofnunar að fram-
kvæmdin þurfi ekki að fara í
gegnum mat á umhverfis-
áhrifum. Af því leiðir sömu-
leiðis að virkjunin fellur utan
rammaáætlunar um virkj-
unarkosti, sem er
leiðarstef allra
framkvæmda
á þessu sviði
nú um
stundir.
Hagkvæm virkjun og
umhverfisáhrifin lítil
Ljósmynd/Landsvirkjun
Virkjunarsvæði Núverandi aflstöð t.v. og sú nýja verður í kverkinni t.h.
Ofan fjallbrúar en Bjarnalón og tilbúinn frárennslisskurður er fremst.
Búist er við að eftirspurn eftir
raforku aukist mikið fram til
ársins 2020, bæði af hálfu
nýrra kaupenda og svo þeirra
sem fyrir eru. Í þessu sam-
bandi nefnir Hörður Arnarson,
forstjóri Landsvirkjunar, m.a.
fiskimjölsverksmiðjur, gagna-
ver og ferðaþjónustu. Einkum
eru þetta fyrirtæki sem þurfa
kannski 5-10 MW af raforku til
starfsemi sinnar.
Nú er svo komið að svigrúm
Landsvirkjunar til að mæta
óskum þessara kaup-
enda er ekki mikið.
Raforkuframleiðslan
er ekki næg og því á
að virkja við Búrfell.
Jafnhliða því eru fleiri
nýir orkukostir í skoð-
un og sumir raunar
komnir nokkuð áleiðis í
því langa undirbúnings-
ferli sem bygging
virkjunar jafnan
er.
Framleiðslan
er ekki næg
EFTIRSPURNIN EYKST
Hörður
Arnarson