Morgunblaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2015
✝ Kristján Bene-diktsson fædd-
ist 12. janúar 1923
á Stóra-Múla, Saur-
bæ í Dalasýslu, og
voru foreldrar hans
hjónin Benedikt
Sigurður Krist-
jánsson bóndi þar
og kona hans, Gísl-
ína Ólöf Ólafsdóttir
frá Þórustöðum í
Bitrufirði. Móðir
hans lést þegar Kristján var átta
ára og uppeldismóðir hans var
eftir það seinni kona Benedikts,
Vigfúsína Jónsdóttir frá Þór-
oddsstöðum í Ölfusi.
Systkini Kristjáns eru Anna,
búsett í Hafnarfirði, Benedikt,
kennari í Reykjavík og Kópa-
vogi, d. 27. apríl 2011, og Ingi-
berg, lengst af bóndi á Stóra-
Múla. Nú búsettur á Akranesi.
Eiginkona Kristjáns var
Svanlaug Ermenreksdóttir
kennari, d. 16. mars árið 2010.
Þau áttu fjögur börn sem lifðu:
Baldur sem er sóknarprestur.
Eiginkona hans er Svafa Sigurð-
ardóttir dýralæknir. Þau eiga
börnin Rúnar, f. 2002, og Svan-
laugu Höllu, f. 2004. Áður átti
Baldur Helgu Jensínu, ættleidd,
Svavarsdóttur, f. 1973, Kristján,
f. 1974, Mjöll, f. 1979, d. 18.3.
kennari á Vestfjörðum, kennari
við gagnfræðaskólann við
Hringbraut og Hagaskóla þar
sem hann var skólastjóri í for-
föllum, framkvæmdastjóri Tím-
ans og framkvæmdastjóri þing-
flokks Framsóknarflokksins
lengi vel.
Þá gegndi hann ýmsum trún-
aðarstörfum. Var í Útgerð-
arráði Reykjavíkur, Fræðslu-
ráði Reykjavíkur og
Mennamálaráði Íslands og for-
maður í báðum á tímabili.
Kristján var forseti borgar-
stjórnar í eitt ár og formaður
borgarráðs annað eftir að
vinstri menn felldu meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og stjórnuðu borginni 1978-
1982.
Þá var hann formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík um
árabil. Kristján gegndi fjöl-
mörgum öðrum trún-
aðarstörfum.
Þau hjón bjuggu að Fjöln-
isvegi 15 í Reykjavík, síðan í
Bogahlíð 12 og lengst af í Eikju-
vogi 4. Kristján var íþróttamað-
ur. Íþróttakennari til að byrja
með. Átti lengi Dalamet í stökk-
um og hlaupum. Vann til marg-
víslegra verðlauna í badminton
og var formaður TBR á tímabili.
Stundaði golf á efri árum. Park-
inson herjaði á hann á efri árum
en hann varðist vel og lést elli-
móður á hjúkrunarheimilinu
Eir.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 9.
október 2015, kl. 13.
1989, og Bergþóru,
f. 1990, Ólöfu sem
er lífeindafræð-
ingur, maki hennar
er Sigurður Pét-
ursson kennari.
Börn þeirra: Þóra,
f. 1976, og Arna
Svanlaug, f. 1979.
Benedikt Sigurð
sem er leið-
sögumaður. Eig-
inkona hans er Sig-
rún Ásdísardóttir förðunar-
fræðingur. Börn Benedikts eru
Hjalti, f. 1973, og Kristján, f.
1979, d. 28.12. 1995. Börn Sig-
rúnar eru María, f. 1980, Gísli, f.
1983, og Arnar, f. 1989, og Ár-
sæl, sem er þvagfæra-
skurðlæknir. Maki hans er Ásdís
Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari.
Börn þeirra Kári, f. 1985, Stein-
ar, f. 1987, og Þórdís Sara, f.
1991.
Kristján lauk prófi frá Hér-
aðsskólanum Reykholti, Íþrótta-
kennaraskóla Íslands og Kenn-
araskóla Íslands. Fór
námsferðir til Bandaríkjanna og
Norðurlandanna. Aðalviðfangs-
efni hans voru kennsla og
stjórnmálastörf. Í borgarstjórn
Reykjavíkur var hann árin 1962
til 1986 og sat í borgarráði 1964-
1984. Hann var m.a. íþrótta-
Faðir minn, Kristján Bene-
diktsson, er látinn eftir harða
glímu við parkinson og Elli kerl-
ingu. Hann hafði að vísu ekki
sigur fremur en aðrir en hélt
sínu ótrúlega vel gagnvart Park-
inson gamla sem þó gaf ekkert
eftir, en ellin hafði sigur að lok-
um eins og títt er og notaði til
þess lugnabólguna sem bregst
ekki háum aldri.
Í gegnum allt þetta hélt hann
höfði. Mundi sitt fólk og mundi
afturí tíma. Kvöldið áður en
hann dó var hann kominn vestur
í Saurbæ, þaðan sem hann lagði
upp ungur maður.
Ég man föður minn langt aft-
ur á Willys-jeppa þekkjandi alla.
Við sáum auðvitað minna og
minna af honum eftir því sem fé-
lagsstörf hrúguðust að honum.
Hann tók störf sín mjög alvar-
lega og var mjög vinnusamur.
Og heiðarlegur og hafði litla
gáfu fyrir sýndarmennsku.
Hann stjórnaði um árabil, þegar
ég var u.þ.b. tíu ára, happdrætti
Framsóknarflokksins. Ég man
að fjölskyldumeðlimir máttu
ekki kaupa miða. Hvað á fólk að
halda ef þið vinnið? sagði hann.
Og hann vildi ekki að við sækt-
um um lóð hjá borginni meðan
hann sæti í borgarstjórn. Alls
ekki að fjölskyldan hagnaðist
eða virtist hagnast á stjórnmála-
þátttöku hans. Ég man eftir
miklum útreikningum hans sem
sýndu að ævitekjur hans hefðu
verið meiri ef hann hefði haldið
sínu striki við kennslu og skóla-
stjórn og ekki farið út í pólitík.
Þannig vildi hann hafa það.
Ég tel hann hafa verið
ánægðan með líf sitt. Og ekki
varð ég var við neina eftirsjá
eða gremju yfir því sem hefði
getað farið öðruvísi. Fjarri því.
Þó hefði pólitíkin oft getað
gengið betur, t.d. þegar meiri-
hlutinn tapaði borginni 1982 efir
óvenju ósvífna kosningabaráttu
andstæðinganna.
Pabbi var ágætur faðir, sem
var þó ekki mikið heima. Góð
fyrirmynd var hann börnum og
barnabörnum. Þá var hann húm-
oristi mikill og gaman að vera
með honum. Minnugur var hann
og fróður með afbrigðum.
Hann var sveitastrákur vest-
ur í Dölum sem missti móður
sína 10 ára, elstur fjögurra
systkina. En hann hélt sínu
striki. Var í hópi hundraða
ungra karla, og í vaxandi mæli
kvenna, sem fóru í kennaranám,
var valinn til forystustarfa á
mölinni af hálfu bændaflokksins
og tókst með félögum sínum að
storka íhaldinu sem hafði
hreiðrað um sig í Reykjavík og
meira að segja fella það um
tíma. Fótaði sig vel á mölinni.
Byggði sér þar gott líf og eign-
aðist marga ágæta afkomendur
og fjöldann allan af vinum og
kunningjum og auðvitað góða
eiginkonu sem hann hefur nú
vonandi fundið aftur eftir nokk-
urn viðskilnað.
Faðir minn var íþróttamaður
góður. Þegar ég var strákur
vestur í Saurbæ átti hann enn
félagsmet í spretthlaupum og
stökkum og átti lengi. Hann var
badmintonmaður í fremstu röð
og vinaklúbburinn „fuglarnir“
spilaði stórt hlutverk í lífi hans.
Á efri árum spilaði hann golf.
Vegna þessa var hann lengst af
hraustlegur og unglegur þrátt
fyrir parkinson og elli.
Baldur Kristjánsson.
Kristján Benediktsson var
Dalamaður og hafði alla tíð
miklar taugar til heimabyggðar
sinnar þótt starfsvettvangur
hans væri fjarri heimahögum.
Hann var vel af Guði gjörður,
bráðvel gefinn, glæsilegur og á
unga aldri vel íþróttum búinn.
Hann var íþrótta- og framhalds-
skólakennari og aflaði sér síðar
aukinnar menntunar erlendis.
Kristján var í stjórn kennara-
samtaka og raunar mátti segja
hann væri kennari af hugsjón
alla tíð. Hann var samvinnu- og
félagshyggjumaður og gekk
ungur til liðs við Framsóknar-
flokkinn og þar var honum fljót-
lega sýndur margvíslegur trún-
aður.
Hann hafði mjög hlýlega
framkomu og átti gott með að
laða að sér aðra. Hann var fram-
kvæmdastjóri dagblaðsins Tím-
ans um sjö ára skeið á blóma-
tíma blaðsins. 1962 var hann
valinn til forystu fyrir flokk okk-
ar í málefnum Reykjavíkurborg-
ar og sat í borgarráði í tuttugu
ár og var formaður þess í eitt ár
og gegndi embætti forseta borg-
arstjórnar eitt ár. Í borgarstjórn
lét hann einkum til sín taka
fræðslu- og atvinnumál. Hann
sat í fræðsluráði borgarinnar og
var fulltrúi framsóknarmanna í
Menntamálaráði Íslands í tvo
áratugi og var þar tvisvar for-
maður.
Þá átti hann sæti í stjórn
Bæjarútgerðarinnar. Ferill
Kristjáns í borgarstjórn spann-
aði næstum aldarfjórðung og
kom hann því að flestum málum
sem borgarstjórn fjallaði um á
því tímabili. Kristján var hóg-
vær í málflutningi og rökvís og
átti oftast gott samstarf og sam-
vinnu bæði við samherja og and-
stæðinga.
1972 gerðist Kristján fram-
kvæmdastjóri þingflokks fram-
sóknarmanna. Því starfi gegndi
hann af heilindum og prúð-
mennsku, vildi hvers manns
vanda leysa, ráðagóður og hjálp-
samur ef eftir því var leitað.
Hann var glaðlyndur og drengi-
legur félagi, söngmaður góður
og hrókur alls fagnaðar á glöð-
um stundum. Kristján var mjög
vandlátur um frágang ritaðs
máls, bæði var hann ágætur ís-
lenskumaður og hafði auk þess
einstaklega fallega rithönd og
voru fundargerðir sem hann
færði á þingflokksfundum nán-
ast listaverk. Kristján lét af
störfum sem framkvæmdastjóri
þingflokksins árið 1991 eftir nær
tveggja áratuga starf á þeim
vettvangi. Tók hann síðan við
forystu Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni. Gegndi
hann því verkefni með sóma um
þriggja ára skeið.
Kristján átti glæsilega konu,
Svanlaugu Emenreksdóttur
kennara, og áttu þau mjög fal-
legt heimili. Svanlaug lést 2010
og hrakaði heilsu Kristjáns eftir
það.
Við hjón áttum bæði langa og
farsæla samvinnu við Kristján
hvort á sínum vettvangi, í borg-
arstjórn Reykjavíkur og í þing-
flokki framsóknarmanna og á
það samstarf allt bar aldrei
nokkurn skugga. Við þökkum
þessum fallna öðlingi fyrir frá-
bært starf fyrir Framsóknar-
flokkinn og áratuga vináttu. Við
kveðjum Kristján með virðingu
og söknuði. Blessuð sé minning
hans.
Sigrún Magnúsdóttir
og Páll Pétursson.
Þegar horft er upp Skóla-
vörðustíginn frá gatnamótum
Laugavegar og Bankastrætis
blasir Hallgrímskirkjuturninn
óhindrað við í allri sinni dýrð.
Sjálfur er Skólavörðustígurinn
iðandi af ferðafólki með mynda-
vélar á lofti að festa á filmu það,
sem fyrir augu ber.
Ekki vita allir, að litlu mátti
muna, að þetta einstaka sjón-
arhorn yrði eyðilagt með
klunnalegri nýbyggingu, sem
átti að skaga út í götuna neðst á
Skólavörðustígnum. En fyrir
glöggsýni og snarræði Kristjáns
Benediktssonar í borgarstjórn
Reykjavíkur tókst að hindra það
og bjarga útsýninu.
Þótt á þetta sé minnst nú,
þegar Kristján Benediktsson er
kvaddur, er fjarri því að þetta
hafi verið eitt af hans stóru mál-
um í borgarstjórn. Hins vegar
rímar það vel við samtímann og
nútímasjónarmið. Áhugasvið
hans voru á sviði fjármála og
fræðslumála. Á þeim vettvangi
var hann glöggur og rökfastur
og naut virðingar bæði samherja
og andstæðinga í pólitíkinni.
Leiðir okkar lágu saman í
borgarstjórn 1970-78 og reynd-
ist hann góður leiðbeinandi
yngra fólks, sem var að taka sín
fyrstu skref á vettvangi borg-
armála.
Blessuð sé minning Kristjáns
Benediktssonar.
Alfreð Þorsteinsson.
Badmintoníþróttin á sér all-
langa sögu hérlendis. Tennis- og
badmintonfélag Reykjavíkur var
stofnað 1938, og er það nú orðið
eitt af öflugri íþróttafélögum
landsins. Fyrstu áratugina var
badmintoníþróttin stunduð í
flestum íþróttahúsum borgar-
innar, stórum sem smáum, og
þar urðu til margir hópar iðk-
enda. Þar hittust menn reglu-
lega og spiluðu badminton sér til
ánægju og heilsubótar. Einn
hópurinn innan TBR var nefnd-
ur „Fuglarnir“ og á sér yfir 50
ára sögu. Þetta voru hressir
karlar sem hittust fyrst í Mela-
skóla og svo síðar í Breiðagerð-
isskóla. Ekki æfðu þeir íþróttina
til að ná árangri í keppni, heldur
var áherslan lögð á félagsskap-
inn svo og að eiga góða sam-
verustund saman einu sinni til
tvisvar í viku yfir vetrartímann.
Einn stofnfélaganna í Fuglunum
var Kristján Benediktsson, sem
lést 1. október sl. Kristján lét
sér þó ekki nægja að æfa bad-
mintoníþróttina, heldur varð
hann mjög virkur á öllum svið-
um í félagsstörfum TBR. Krist-
ján var kosinn formaður félags-
ins 1965 og varð öflugur
brautryðjandi í uppbyggingu
íþróttarinnar. Þessi ár sem
Kristján var formaður stækkaði
félagið mjög og efldist á allan
hátt. TBR fékk aðstöðu í Laug-
ardalshöllinni sem opnuð var
1965 og fjöldi nýrra iðkenda
gekk í félagið. Þá jókst upp-
bygging badmintons sem keppn-
isíþróttar með reglulegri þjálfun
og unglingastarfi.
Auk íþróttastarfsins var safn-
að í byggingasjóð þessi árin.
Þegar Kristján lét af störfum
sem formaður 1969 var fjár-
hagsstaða TBR það góð að lagð-
ur var grunnur að byggingu
íþróttahúss félagsins í Gnoðar-
voginum nokkrum árum síðar.
Þess má einnig geta að marg-
ir í hópnum hans Kristjáns,
Fuglunum, voru mjög virkir í fé-
lagsstarfi TBR þessi árin og
fjórir formenn félagsins komu
úr þessum hópi. Þegar ég gekk í
TBR hafði Kristján nýlega dreg-
ið sig út úr stjórnunarstörfum
félagsins. En ég kynntist honum
vel síðar, því hann fylgdist
áfram með félaginu sínu um ára-
tuga skeið. Þá heimsótti hann
okkur í Gnoðarvoginn, spjallaði
við okkur um starfið og gaf okk-
ur góð ráð.
Og hann lét sig ekki vanta á
stórhátíðum TBR, þar sem hann
hélt oft smellnar tækifærisræð-
ur á léttu nótunum. Við félagar í
TBR kveðjum nú Kristján Bene-
diktsson og þökkum honum
fórnfúst brautryðjandastarf í
okkar þágu og svo öll árin sem
við áttum með honum, bæði á
leikvellinum og utan hans.
Sigfús Ægir Árnason.
Kristján
Benediktsson
Nú er sá tími árs
þegar þú varst
vanalega byrjaður
að nefna Þorláksmessugöngutúr-
inn í miðbænum, árlegan viðburð
hjá okkur. Þá varstu að búa í
haginn. Gæta þess að enginn
myndi gleyma því og gera aðrar
ráðstafanir á Þorláksmessu. Mik-
ið vildum við að það væri reyndin
nú. Við ætluðum að gera þetta
svo oft til viðbótar enda er stöð-
ugt verið að setja ný öldurhús á
laggirnar sem þú, þjónninn fyrr-
verandi, þyrftir að gera úttekt á.
Innréttingarnar, viskíúrvalið,
frammistaða þeirra sem nú sinna
þínu gamla starfi. Allt þetta yrði
að gaumgæfa. Sjaldan jafnast
þeir þó á við gamla Naustið.
Mikil ósköp er nöturlegt að
vita ekki af þér í hægindastólnum
heima hjá ömmu með nammis-
kálina í seilingarfjarlægð og það
er vond tilhugsun að eiga aldrei
aftur eftir að fara á rúntinn og fá
tilsögn um liðna tíma í Reykja-
vík. Og hver á nú að sjá um fjörið
um áramót? Það er svo margt
sem maður sér á eftir með trega,
nú þegar þú ert horfinn á braut,
að það væri efni í heila bók. Þú
varst nefnilega afi af lífi og sál og
ræktir það hlutverk af alúð og
kostgæfni en samt svo áreynslu-
laust. Leiðsögnin, brandararnir,
hlýja nærveran og allt það sem
prýðir góðan afa var þér eðlis-
lægt.
Þegar tíminn læknar sárin og
sorgin lætur undan öllum góðu
minningunum um einstakan
mann og afa, þá munum við
minnast þín með breiðu brosi og
þumalinn á lofti. Þínu aðals-
merki.
Blessuð sé minning þín,
Atli og Gunnar.
Elsku afi minn. Það er mjög
erfitt að þurfa að kveðja þig og
sorglegt að þú sért farinn frá
okkur. Síðustu vikur hafa verið
óraunverulegar og það var svo
sárt að kveðja þig á spítalanum.
Lífið sýndi okkur hversu ósann-
gjarnt það getur verið. Það er
ósanngjarnt að þú hafir þurft að
kveðja okkur svona og ósann-
gjarnt að við þurftum að kveðja
þig svona. Öll vildum við hafa þig
lengur hjá okkur og ég held að þú
hafir viljað vera lengur. Þú hafðir
Viðar Ottesen
✝ Viðar Ottesenfæddist í
Reykjavík 25. júní
1938. Hann and-
aðist 21. september
2015.
Útför Viðars fór
fram 2. október
2015.
gaman af lífinu og
varst alltaf léttur í
lund.
Í gegnum þennan
erfiða tíma hafa
læðst að mér marg-
ar minningar, minn-
ingar sem hlýja mér
og fá mig alltaf til að
brosa.
Jóna Elísabet
Ottesen.
Elsku Viðar, vá, hvað ég átti
ekki von á því að ég væri að
skrifa minningargrein til þín og
eða um þig því það er svo stutt
síðan að þú varst kátur og með
þumalputtann á lofti sem var
„kúlið“ þitt.
Þú og Jóna frænka eigið svo
rosalega mikið í mér og tókuð
verulega mikinn þátt í að reyna
að ala mig upp, allt frá því að ég
var algjör óviti að reyna að veiða
eina græna baun löðrandi í majó-
nesi (um 1 árs) og í að vera tal-
andi um stelpur (um 15 ára). Mig
langar að sýna öðrum hve hepp-
inn ég var að fá að vera með ykk-
ur og ykkar börnum.
Viðar, manstu: Þegar þú
keyrðir um landið þvert og endi-
langt á ljósblárri VW bjöllu með
húddið fullt af dóti og risa fjalli á
toppnum? Þú, Jóna, Sveinbjörn,
Kiddí, Jói og ég liggjandi í glugg-
anum. – Allar sumarbústaðaferð-
irnar í Þrastarskógi þar var leik-
ið út í eitt. – Ruslahaugunum sem
iðuðu af rottum þegar þú kveiktir
ljósin á bláu bjöllunni. – Ferðin
til Danmerkur þar sem kaupa
átti sko föt á drenginn, en nei,
hann var of visinn og afgreiðslu-
maðurinn vildi að ég drykki meiri
mjólk. – Eftir að þið fluttuð á
Sigló fórum við tveir saman ófáar
veiðiferðir í Fljótá. Þar kenndir
þú mér að veiða þó deila megi um
árangurinn. – Þegar ég bjó hjá
ykkur á Sigló og gerði eitthvað
sem ekki mátti, aldrei var ég
skammaður, þú bara leiðbeindir
mér og sagðir mér til, sem hefur
heldur betur virkað vel. – Eftir
að ég eignaðist mín börn sá ég
hvernig þú varst við mig, ein-
staklega barngóður maður og
varst þú kallaður afi Viðar af
mínum grísum.
Jæja, restina ætla ég að
geyma í minningunum og njóta
þeirra. Núna er það í okkar
höndum að brosa og halda þum-
alputtanum á lofti eins og þér var
einum lagið.
Elsku Jóna, Siggi, Sveppi,
Kiddí, Jói og fjölskyldur, megi
guð veita ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Ykkar
Bjarni Jóhann Árnason.
Kær systir okkar,
Arndís Ellertsdóttir,
lést 23. ágúst síðast-
liðinn.
Arndís var ein af
stofnfélögum
Soroptimistaklúbbs Árbæjar.
Orðið soroptimisti merkir
besta systir eða bjartsýnissystir
en það lýsti Arndísi einmitt vel
því með framkomu sinni og
dugnaði setti hún svip á klúbb-
inn okkar, alltaf til þjónustu
reiðubúin og var okkur hin
besta systir.
Soroptimistar eru alþjóðleg
samtök kvenna með það að
markmiði að vinna að bættri
stöðu kvenna, að mannréttind-
um, jafnrétti, framförum og
friði.
Arndís Ellertsdóttir
✝ Arndís Ellerts-dóttir fæddist
20. september 1938.
Hún lést 23. ágúst
2015. Útförin fór
fram 8. september
2015.
Soroptimistar
skulu sýna dreng-
lyndi og vera ein-
lægar í vináttu,
reiðubúnar til
hjálpar og þjón-
ustu og vinna störf
sín af sæmd og
ábyrgðartilfinn-
ingu. Þessi mark-
mið tileinkaði Arn-
dís sér við störf sín
innan klúbbsins og
utan, sem hún vann af yfirvegun
og heilindum.
Arndís var yndisleg systir,
hafði góða nærveru, það er með
mikilli eftirsjá sem við kveðjum
Arndísi en minningin um elsku-
lega systur lifir í hjörtum okkar
og viljum við þakka henni fyrir
góð kynni og samleið.
Fjölskyldu hennar sendum
við okkar einlægustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Fyrir hönd Soroptimista-
klúbbs Árbæjar,
Unnur Óladóttir formaður.