Barnablaðið - 25.10.2015, Qupperneq 4
BARNABLAÐIÐ4
LÆRÐU
AÐ BÚA TIL
HEIMASÍÐU
Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) var
haldin dagana um allan heim 10.-18. október.
Milljónir barna, foreldra, kennara, frumkvöðla
og stefnumarkandi aðila í Evrópu sameinast
á viðburðum og námskeiðum gagngert til að
læra forritun og til að auka hæfileika sína.
Markmið vikunnar er að gera forritun
meira sýnilega, svipta hulunni af hæfi-
leikunum og stefna áhugasömum saman
í lærdómi helguðum tækninni. Barnablaðið
hitti nokkra skemmtilega krakka á alþjóða-
deild Landakotsskóla sem tóku þátt.
Hvað heitið þið og hvað eruð þið gömul?
Zoë Anaïs Perrotet Shreve og ég er 9 ára.
Emilía Árnadóttir, 8 ára.
Ian Kristófer Valdimarsson, 10 ára.
Svava Kristín Valfells og ég er 10 ára.
Hvernig tókuð þið þátt í forritunarvikunni?
Zoë: Við vorum á forritunarnámskeiði í skólan-
um okkar Landakotsskóla og vorum að læra að
gera heimasíðu.
Ian: Við semsagt vorum að útbúa fréttabréf
nemenda á alþjóðadeild.
Emilía: Við vorum líka að fræðast almennt um
tölvur.
Zoë: Það er hægt að finna afraksturinn heima-
síðunni www.landakotsskoli.is. Smella á nem-
endur og velja IS Newsletter.
Svava: Svo skrifaði hver hópur um eitthvað
skemmtilegt. Við skrifuðum um verkefni sem
við höfum gert hér í skólanum. Við ættleiddum
górillu. Svo fórum við líka í heimsókn í CCP.
Zoë: Við sáum myndina Fantastic Mr. Fox og
skrifuðum um hana gagnrýni.
Emilía: Við skrifuðum líka fróðleik um vöðva
líkamans og góð ráð um heilsuna. Það er t.d.
gott að borða fisk, hnetusmjör, egg og kjöt. Gott
að vera í sólinni og vera í leikfimi.
Segið okkur aðeins meira frá ættleiddu
górillunum.
Svava: Bekkurinn okkar var að lesa bók um
górillu sem átti heima í litlu herbergi í verslun-
armiðstöð í yfir 27 ár. Þetta var sko alvöru saga.
Okkur fannst þetta svo leiðinlegt að við héldum
bíókvöld hérna í skólanum. Seldum miða, popp
og nammi og söfnuðum peningum. Við eigum
núna þrjár górillur sem eru í Afríku og fáum
alltaf bréf frá þeim sem sjá um þær. Fáum líka
sendar myndir.
Og einhverjir skrifuðu um lego, ekki satt?
Ian: Jú, ég skrifaði um lego. Við vorum að forrita
vélmenni. Eftir skóla á miðvikudögum þá hittist
legoklúbbur í skólanum. Þá búum við til vél-
menni. Svo er keppni út um allan heim. Vél-
mennið þarf að geta gert ákveðna hluti og leyst
verkefni. Vélmennin eiga að geta gert eitthvað
sem hefur með endurvinnslu að gera.
Var gaman að taka þátt í forritunarvikunni?
Emilía: Já, mjög gaman. Það tóku allir þátt sem
eru í alþjóðlegu deildinni.
Við vorum rúmlega 20 krakkar.
Hvað voruð þið að forrita?
Zoë: Lærðum hvernig á að gera heimasíðu og
lærðum á tölvu almennt.
Emilía: Við fengum kennslu í forritunarmáli. Og
lærðum mikið um allskonar hluti eins og ísskáp
og önnur tæki sem eru öll forrituð.
Ian: Lærðum að setja heimasíðu í loftið.
Svava: Við lærðum líka á ýmis tákn í forrituninni.
Hafið þið forritað eitthvað áður?
Emilía: Ég og pabbi höfum gert leik í Alis, sem
er forrit.
Áhugasamir
nemendur.
IAN
SVAVA
ZOË
EMILÍA