Barnablaðið - 25.10.2015, Síða 5
BARNABLAÐIÐ 5
M
yn
di
r:
Eg
ge
rt
Zoë: Já, ég hef líka aðeins verið í Alis.
Svava: Ég er frá London og nýflutt til Íslands.
Þannig að þegar ég átti heima úti þá vorum
við að læra á tölvur og bjuggum til leiki í
sérstöku forriti og appi.
Ian: Ég hef ekkert gert áður en er að læra.
Hvað er forritun?
Emilía: Já, sko, maður er að búa til eitthvað
nýtt í tölvum. Láta eitthvað að virka.
Svava: Snýst um að láta tölvur og rafmagns-
tæki virka eftir ákveðnum formúlum.
Hvað mynduð þið vilja helst vilja
forrita?
Emilía: Ég hef mikinn áhuga
á að búa til einhverskonar
geimleik.
Svava: Við fórum í heimsókn
til CCP og þar var ýmislegt
fróðlegt.
Ian: Mig langaði til að prófa
leikinn Eve Online, en fékk
það ekki. Allavega ekki í þetta
skiptið.
Notið þið tölvur mikið?
Zoë: Já, ég nota oft tölvur. Ég fer í leiki, skoða
myndir og myndbönd.
Emilía: Ég nota oft spjaldtölvu heima. Les
heimavinnuna mína í henni. Fer líka í leiki.
Ian: Ég fer mikið í tölvuleiki og nota tölvur við
heimavinnuna.
Svava: Ég horfi stundum á bíómyndir í gegnum
tölvuna um helgar. Bý stundum til leiki eða
myndbönd. Svo fletti ég stundum upp orðum
í orðabók. Svo nota ég líka dáldið Skype til að
spjalla í gegnum.
Hvernig virkar alþjóðadeildin í skólanum?
Emilía: Það er t.d. mestallt kennt á ensku.
Zoë: Líka kennd franska og íslenska.
Svava: Námið er aðeins erfiðara hjá okkur.
Svipað og í Bandaríkjunum.
Emilía: Ég var fyrst á íslensku deildinni en fór
svo á alþjóðadeild.
Zoë: Ég var líka fyrst í íslenskum skóla en svo
heyrði ég frá vini mínum að hann væri í alþjóða-
deild. Þá fór ég líka og líkar mjög vel. Pabbi
minn er frá Ameríku og mamma frá Frakklandi.
Emilía: Foreldrar mínir eru íslenskir. Amma og
afi fara alltaf tvisvar á ári til Ameríku og ég fer
oft með.
Ian: Ég er hálfur Ameríkani. Mamma mín er frá
Amerík en pabbi minn frá Íslandi Ég
hef verið tvö ár úti og átta ár á
Íslandi.
Svava: Ég hef alltaf átt heima í
London. Fyrir rúmlega ári flutti ég til
Íslands. Mamma og pabbi eru alin upp
í Ameríku og pabbi er hálfíslenskur.
Kunnið þið mörg tungumál?
Zoë: Já, allavega frönsku, ensku og íslensku.
Emilía: Íslensku og ensku. Kann pínu líka í
spænsku, dönsku, frönsku og þýsku.
Ian: Ensku, íslensku og smá spænsku og
frönsku.
Svava: Íslensku og ensku og smá spænsku og
eitthvað í frönsku líka.
Hvernig gengur að aðlagast
Íslandi?
Zoë: Stundum er dáldið
erfitt að útskýra eða
skilja. Sérstaklega
þegar við erum í
leikjum.
Emilía: Hjá mér er
þetta ekkert mál enda
er ég alíslensk en
sumir halda hinsvegar
að ég sé ensk.
Ian: Ég er búinn að eignast
12 vini og engin vandamál.
Skil ekki alveg allt en flest.
Svava: Ég kunni ekki mikla íslensku þegar ég
flutti til Íslands og var stundum strítt. Ég fór svo í
íslenskuskóla og hef lært mjög mikið.
Hvað finnst ykkur skemmtilegast í skólanum?
Zoë: Að vera með vinum mínum.
Emilía: Vísindi, stærðfræði og frímínútur. Svo er
búið að vera mjög gaman í forritunarvikunni.
Ian: Forritunarvikan er skemmtileg. Frímínútur,
íþróttir, og legonámskeiðið.
Svava: Stærðfræði, tungumálin og smíði.
Eruð þið eitthvað á samfélagsmiðlum?
Emilía: Ég og mamma erum með sameiginlegan
aðgang á Facebook.
Zoë: Ég er á Facebook.
Ian: Já, Facebook.
Svava: Ekki á Facebook en er á Instagram.
Gaman að geta deilt myndum með frændsyst-
kinum mínum.
Finnst ykkur eitthvað öðruvísi við
Ísland en önnur lönd?
Zoë: Á Íslandi er mjög kalt og
mjög skrýtið að jólasveinarnir
eru 13.
Emilía: Það er heitara í útlönd-
um. Líka skrýtið að heyra önnur
tungumál og hér er öðruvísi fólk.
Ian: Tungumálið öðruvísi. Allir
sterkari á Íslandi og betur á sig
komnir líkamlega en í Bandaríkjun-
um. Öðruvísi fáni.
Svava: Það er ekki svo margt fólk á
Íslandi og hér er mikið borðað af fiski á
Íslandi. Svo þegar eitthvað nýtt kemur til Íslands
t.d. Dunkin’ Donuts þá verða allir kreisí nema
við. Á Íslandi er maður líka frjálsari og öruggari
hér en í miðbæ stórborgar.
Hver eru ykkar helstu áhugamál?
Zoë: Að vera með vinum mínum, teikna og
leika.
Emilía: Ég er að æfa aikido sem er bardaga-
list og dans. Ég er líka í ballett og spila á
fiðlu.
Ian: Ég er að æfa fótbolta með KR og
handbolta með Val.
Svava: Ég æfi fótbolta hjá Gróttu og æfi
dans og karate. Svo finnst mér gaman í
leiklist.
Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið
stór?
Zoë: Mig langar að vinna með dýrum.
Emilía: Mig langar kannski að verða
flugfreyja, kokkur, vísindakona eða vinna
við eitthvað tengt tísku.
Ian: Atvinnumaður í fótbolta.
Svava: Vísindakona eða vinna hjá t.d. CCP
eða einhverju tölvufyrirtæki. Væri líka
gaman að vera leikkona.
„Við
semsagt
vorum að útbú
a
fréttabréf nem
-
enda á alþjóð
a-
deild.“
„Við
eigum núnaþrjár górillur semeru í Afríku og fáumalltaf bréf frá þeimsem sjá um þær.Fáum líka sendar
myndir.“
u .
Alþjóðlegir
og duglir
krakkar.
Nemendur á alþjóðadeild
Landakotsskóla tóku
þátt í forritunarviku.